Samtíðin - 01.06.1937, Side 35
SAMTÍÐIN
31
Mýjar
b erlendar bækur J,
Maxence Yan der Meersch: Invasion
’14 (í enskri þýðingu eftir Gerard
Hopkins). Atliygliverð skáldsaga,
er geymir stórfenglegar lýsingar á
ástandinu í Norðaustur-Frakklandi
í Heimsslyrjöldimii. Hér er einkum
lýst tilverunni í frakknesku hér-
uðunum, sem lágu að haki þýsku
lierlínunnar. 528 hls. Verð kr.
10,20.
C. H. B. Kitchin: Olive E. Saga um
enska stúlku. Bókin er þrýðilega
rituð og lýsir mikilli glöggskygni
höfundar. 336 bls. Verð kr. 9,00.
Robert Olive: Carla. Skáldsaga um
heimsfræga kvikmyndaleikkonu,
sem fáir vissu nokkur deili á utan
kvikmyndastarfsins nema höfund-
ur þessarar bókar. Hér er sagt frá
fvrstu ást þessarar dularfullukonu,
för hennar til Hollywood og síð-
ari lífdögum hennar. 304 hls. Verð
kr. 9,00.
Elswyth Trane: Young Mr. Disraeli.
Bráðskemtileg bók um æsku Disra-
eli’s, sem bæði var ævintýraleg og
athygliverð. Segir hér frá ástalífi
hans og fjármálabraski. í baksýn
eru vinir og vandamenn Disraeli’s
og ýmsir frægir samtíðarmenn
hans. 352 bls. Verð kr. 9,00.
David Magarshack: Three dead. Einn
af þrem framkvæmdarstjórumfyr-
ir stóru ensku fyrirtæki finst myrt-
ur. Grunurinn um morðið fellur á
ýmsa. Þessi saga erdýpri envenju-
leg leynilögreglusaga. 320 hls.
Verð kr. 9.00.
Harold Nicolson: Small Talk. Safn af
ritgerðum um alt milli himins og
jarðar, m. a. enskt skaplvndi,
klæðnað karlmanna, ferðalög,
tungumálanám, ráð gegn feimni o.
m. fl. Verð kr. 7,20.
Muriel Wellesley: The man Welling-
ton.Through the eyes of thosewho
knew him. Höfundur hefir þaul-
kannað bréf Welingtons, ritgerðir
um samtíð hans og yfirleitt allar
þær heimildir, sem hægt er að
krefjast, að ævisöguritari þekki.
Upp af þessu efni hefir hér siðan
risið ágæt ævisaga. 432 bls. Verð
ca. kr. 21,60.
Will E. Hudson: Ice Iiell. Mjög at-
hygliverð ferðahók, er lýsir ævin-
týralegum leiðangri um kuldabelt-
ið nyrðra, baráttu við kulda, liung-
ur og hvers kyns ógnir. Frosthark-
an er hér meira en 60° og leiðin
til næsta menningarlands um 700
enskar milur. Bókin er prýdd
ágætum myndum. 316 hls. Verð
ca. kr. 12,20.
Lilo Linke: Allah dethroned. A. jour-
ney througli modern Turkey. Höf-
undur þessarar bókar er þýsk
stúlka, sem er liinn mesti ferða-
langur eins og margir þýskir æsku-
menn. Hún hefir í annari bók: Tale
without end lýst för sinni um
Frakkland. Ilér hefir hið nýskap-
aða Tvrkland orðið fyrir vali liöf-
undar,og veitir hókin mikinn fróð-
leik um land og þjóð. 360 bls.
Margar myndir. Verð ca. kr. 18,00.