Samtíðin - 01.11.1961, Síða 33

Samtíðin - 01.11.1961, Síða 33
SAMTÍÐIN 29 ÚR EINU - BURT LANCASTER hóf göngu sína sem fim- leikamaður í liringleik- húsi (circus). í dag er hann einn mesli hátekju- leikari í Ilollywood og forstjóri kvikmynda- tökufélags. Hann fæddist i New York 2. nóv. 1913 og er kvæntur Normu Ander- son. Eiga þau hóp barna. Burt er ágæt- ur leikari. Eitt af nýjustu leikafrekum lians er hlutverk Elmer Gantrys í kvik- mynd, sem nýlega var tekin eftir sam- nefndri skáldsögu Sinclair Lewis. IIÁSKÓLINN í Exeter í Englandi rausnaðist nýlega við að gera glæpa- sagnahöfundinn frú Agötliu Christie að lieiðursdoktor fvrir ritstörf. Bókmennta- söguprófessornum, þeim fína manni, sem látinn var halda ræðu við þctla tækifæri, dámaði víst ekki að ritstörfum frúarinn- ar, því að ásjóna hans var þrungin vand- lætingar- og mæðusvip, meðan hann var að tala. Óviljandi gaf hann þessar at- hygliverðu upplýsingar: Frú Christie hef- Ur varið 41 ári ævinnar til að skrifa 65 afbrotasögur og 12 leikrit. Þessi rit hafa verið prentuð í samtals 60 milljónum eintaka. FRANSKT tímarit gerði nýlega þá fyr- irspurn til kvenlesenda sinna, hvernig þeir vildu, að eiginmenn þeirra væru. Flestar konurnar, sem svöruðu fyrir- spurninni, gerðu þá kröfu, að eiginmenn þeirra drykkju ekki og væru stundvísir. Auk þess átlu þeir að kunna að búa til ttiat, þvo upp og kunna að meta visllegt heimili. AUGLYST var vegleg staða i stjórnar- ráði í Washington. Tvir mjög liæfir menn úr ráðinu sóttu um hana. Annar þeirra varð fyrir valinu. En þar sem hinn maðurinn var talinn nákvæmlega jafnhæfur, fékk hann í sárabætur ókeyp- is hílstæði utan við stjórnarráðið. Mað- urinn var hinn ánægðasti og kvaðst mundu græða meira á þessu heldur en þótt hann liefði verið hækkaður í sessi. MARGIR þekkja umferðina í London. En ekki er víst, að þeir viti, að daglega ferðast þar 7 milljónir manna í strætis- vögnum og 3 milljónir með neðanjarð- arlestunum. Tapið á þeim síðarnefndu er greitt með ágóðanum af þeiin fyrr- nefndu. 60.000 kirkjur hafa verið reistar í Bandaríkjunum seinustu 20 árin. Nú eru þar samtals 310.000 kii’kjur. i BANDARÍSKAR húsmæður gegna mikilsverðu bílstjórastarfi. Á morgnana aka þær mönnum sínum til járnhrautar- stöðvanna, síðan hörnunum í skólana, og að því loknu fara þær í bílum til að kaupa heimilum sínum lífsnauðsynjar. Síðdegis sækja þær menn sína og hörn í bíl. GREGORY PECK segir, að yndislegt sé að vera í Kaliforníu — ef maður sé appelsína! HÁRPRÚÐIR menn hafa mjög mis- mörg hár á höfðinu, rauðhærðir þetta 100.000, en dökkhærðir allt upp í 250.000 að sögn sérfræðinga. - í ANNAÐ

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.