Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR.VITRU
öö9
Éu:
SIGURÐUR NORDAL: „I Eddukvæð-
unum er ekkert láglendi. Þar sem þau
láta minnst yfir sér, eru þau háslétta. Þar
sem andagift skáldanna lyftir þeim hæst,
ber hvíta tinda þeirra við himin. Aldrei
hefur íslenzk tunga að tign og fegurð
komizt nær því að vera tungumál guð-
anna en í frábærustu erindum þessara
kvæða. Hverjum Islendingi, sem kynnist
þeim, hlýtur að hitna um hjartarætur af
þakklátssemi við kynslóðirnar, sem með
ræktarsemi sinni við tunguna gerðu hon-
um kleift að Iesa þessi fornu kvapði á
móðurmáli sínu. Hvílíkur hégómi er það
ekki fyrir aðrar þjóðir að eigna sér Eddu-
kvæðin og vera síðan að lesa þau eins og
torvelda ,texta‘ á erlendri tungu eða í þýð-
ingum, sem aldrei geta orðið nema dauft
endurskin af ljóma frumkvæðanna!“
VILHELM MOBERG: „Orðskviðurinn
er stýtzta tjáning lengstu lífsreynslunn-
ar!“
ARTHUR MILLER: „Það fyrsta, sem
nýfætt barn verður að læra nú á tímum,
er að forðast öskuna úr sígarettu móður
sinnar.“
WILLIAM FAULKNER: „Margir menn
láta sem þeir séu heimskir til að breiða
yfir, að þeir eru það í raun og veru.“
McSPARRAN: „Til allrar óhamingju
hafa í okkar landi verið margir gagn-
rýnendur og mörg hungursneyð, en aldrei
er þess getið, að gagnrýnendurnir hafi
horfallið.“
N. BUTLER: „Ég skipti mannkyninu í
þrjá flokka: þá fáu, sem láta hlutina ger-
ast, þá mörgu, sem horfa á þá gerast, og
allan þann aragrúa, sem eng-a hugmynd
hefur um, hvað er að gerast.“
Thjjar bœkur ^
Árni Óla: Skuggsjá Reykjavíkur (Sögukaflar).
Með myndum. 344 bls., íb. kr. 248.00.
Magnús G. Jónsson: Spænska (Málabækur ísa-
foldar) 128 bls., íb. kr. 58.00.
Magnús G. Jónsson: Franska (Málabækur ísa-
foldar) 142 bls., íb. kr. 58.00.
Magnús G. Jónsson: ítalska (Málabækur ísa-
foldar) 124 bls., íb. kr. 58.00.
Aukning hæðar og fegrun vaxtarlags. Æfinga-
kerfi upprunniS í Indlandi. Bjarni Sveinsson
þýddi. 19 bls., ób. kr. 25.00.
Stefán Einarsson: íslenzk bókmenntasaga 874
—1960. Bókmenntasaga, sem tekur til með-
ferðar allt tímabilið frá landnámslíð til vorra
daga. 519 bls., ób. kr. 300.00, ib. 375.00.
Sigurbergur Árnason: Kennslubók í bókfærslu.
Verzlunar- og iðnbókhald 4. útg. 157 bls., ób.
kr. 55.00.
Guðrún frá Lundi: Stýfðar fjaðrir. Skáldsaga.
240 bls., íb. kr. 145.00.
Gunnar Dal: Tveir heimar. Indversk heimspeki.
Úr sögu heimspekinnar. Önnur bók. 61 bls.,
ób. kr. 35.00.
Sigurður Sveinbjörnsson: Á svölu hausti. Ljóð.
103 bls., ób. kr. 70.00, íb. 90.00.
Benjamín Sigvaldason: Sagnaþættir III. bindi.
255 bls., ób. kr. 100.00.
Björn Thorsteinsson and Thorsteinn Josepsson:
Thingvellir. Birthplace of Nation. Pictures
and colour pictures. 75 bls., íb. kr. 150.00.
Agatha Christie: Fjórar sakamálasögur. 88 bls.,
ób. kr. 25.00.
Theresa Charles: Milli tveggjá elda. Skáldsaga.
Andrés Kristjánsson þýddi. 239 bls., íb. kr.
145.00.
Jónas Þorbergsson: Ævisaga Sigurðar Sig-
urðssonar fró Draflastöðum. Með myndum.
352 bls., íb. kr. 225.00 og 280.00.
Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bæk-
urnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
BÓKAVERZLIJIM
ÍSAFOLDARPREIMTSMIÐJU H.F.
Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 1-45-27.