Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 12
12 3. maí 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Allt annað þjóðfélag Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþing- ismaður og sagnfræðingur, varaði í viðtali við Fréttablaðið á laugardag við því að skoða árin 2004 til 2006 með gleraug- um ársins 2010; á þeim árum hafi markaðurinn ráðið öllu og stjórnmála- flokkarnir, menn- ingarstofnanir og jafnvel háskóla- samfélagið, undirgeng- ist þá hug- mynda- fræði. Er það svo? Styrkjavæðingin var vissulega mikil á þessum tíma en það er engum blöðum um það að fletta að margir guldu varhug við henni, ekki síst styrkja til stjórnmálamanna. Hefði Steinunn Valdís upplýst það árið 2006 að hún hefði þegið 12,7 milljónir króna í styrki frá hinum og þessum fyrirtækjum, hefði það sannarlega vakið margar spurningar og orðið stórt fréttamál, ekki síður þá en nú. Að eiga fyrir kvöldmat Jón Ásgeir Jóhannesson skrifaði grein á Pressuna fyrir helgi, þar sem hann segir Óskar Magnússon, útgef- anda Morgunblaðsins, hafa fengið 40 prósenta afslátt af matvöru í Hagkaup í fimm ár eftir að hann hætti sem forstjóri fyrirtæk- isins árið 2000. Óskar hefur samkvæmt því fengið afslátt hjá Hagkaup til ársins 2005. Hvort það tengist því skal ósagt látið en ári síðar gaf Óskar út bókina Borðaði ég kvöldmat í gær? bergsteinn@frettabladid.is Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrir- tækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyr- issjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrissjóðanna séu komin í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarn- ir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyris- sjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir að óefnislegar eignir, „good- will“, voru dregnar frá heildareignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppá- haldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoð- tækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80 prósent félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyris- sjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu, s.s. markaðsmisnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu“ forsætisráð- herra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatn- inu, hún sagði m.a.: „Það verður forvitni- legt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna).“ Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðs- hreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Spilling lífeyrissjóðanna? Lífeyris- sjóðir Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta- fræðingur. T il átaka kom í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi þegar tekið var fyrir mál níu manna sem eru ákærðir fyrir atlögu að Alþingi í fyrra. Lögreglan fjarlægði úr dómsal tvo áheyrendur sem vildu ekki hlýða skipun dómara um að yfirgefa salinn þar sem ekki voru til sæti handa þeim. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi tveggja af sakborningunum, hefur gagnrýnt þetta harðlega og hefur mikið til síns máls. Dóm- arinn virðist hafa brugðizt býsna hart við – vandséð er hvað er að því að fólk standi í réttarsal ef allt fer friðsamlega fram. Sömuleiðis er fátítt hér á landi að lögreglan vakti áheyrendur í réttarsal. Yfir- leitt hefur ekki þurft að grípa til slíkra ráða. Í viðtali við mbl.is sagði Ragnar Aðalsteinsson um þessa uppákomu: „Þetta er algjörlega nýtt. Samfélagið breytist ótrú- lega ört úr þessu litla friðsama samfélagi í þetta óhugnanlega hörkulega samfélag, þar sem ofbeldið á að ráða öllu.“ Þetta er líka rétt hjá lögmanninum. Í íslenzku samfélagi hefur á undanförnum árum orðið breyting til hins verra, þar sem sumir hafa ekki talið nógu áhrifaríkt að tjá skoðanir sínar með hefðbundn- um, friðsamlegum hætti og viljað grípa til róttækari ráða. Þessi breyting er ekki dómstólunum eða lögreglunni að kenna, heldur fólki sem virðist ekki telja málstað sinn nógu sannfærandi til að friðsamlegur málflutningur dugi einn og sér. Fyrir fimm árum byrjaði hópur, sem kallaði sig Saving Iceland, að segja skoðanir sínar á virkjanamálum með því að trufla starf- semi fyrirtækja, skemma búnað þeirra, trufla fundi og sletta skyri á fólk. Síðar meir færðu virkjanaandstæðingar sig upp á skaftið með árásum á heimili forsvarsmanna stóriðju- og orkufyrirtækja, þar sem í einhverjum tilvikum munaði litlu að slys yrðu á fólki. Snemma árs 2008 reyndi fólk, sem var óánægt með nýjan meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að stöðva borgarstjórnarfund með ólátum. Nokkrum mánuðum síðar vildu vörubílstjórar koma skoðun á framfæri með því að loka helztu umferðaræðum út úr Reykjavík. Þannig ollu þeir bæði umferðartöfum og slysahættu. Svo réðust þeir á lögreglumennina, sem reyndu að opna vegina. Í búsáhaldabyltingunni, þar sem mótmæli fóru að stærstum hluta friðsamlega fram, misnotaði lítill hópur rétt sinn til að mótmæla og réðst með ofbeldi að lögreglumönnum. Hópur fólks reyndi að trufla störf Alþingis með látum og slasaði fólk, sem gegndi þeirri skyldu sinni að koma í veg fyrir það. Hluti þessa hóps sætir nú ákæru. Undanfarin misseri hafa komið upp ítrekuð tilfelli, þar sem fólk sem þykist vilja koma skoðun sinni á framfæri virðir ekki friðhelgi einkalífsins og stendur fyrir mótmælaaðgerðum við heimili fólks. Það er frekar fámennur söfnuður sem að ofangreindu stendur. Að einhverju leyti skarast hóparnir eða tengjast, sem þannig telja ekki duga að vinna málstað sínum fylgi með rökum. Þeir hafa vissulega breytt samfélagi okkar til hins verra. Ragnar Aðalsteinsson hefur rétt fyrir sér; slík breyting getur orðið undraskjótt. Vonandi hvetur hann skjólstæðinga sína, skoðanasystkin þeirra og stuðningsmenn til að líta í eigin barm. Er ofbeldi, skemmdarverk og yfirgangur rétta leiðin til að tjá skoðanir sínar? Samfélagsbreyting

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.