Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 31
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2010 3 „Þetta er mjög sniðug lausn og á sér enga hliðstæðu í heiminum eftir því sem ég kemst næst,“ segir Einar Gíslason, sem hefur hannað línu af festingum fyrir sólpalla sem eru hvorki negldar né skrúf- aðar á pallinn og skilja því ekki eftir sig nein göt í viðnum. Línan gengur undir heitinu DONK og hentar fyrir körfur, potta, blómaskreytingar, ljós og sóltjöld, svo eitthvað sé nefnt að sögn Einars. „Það er svakalega auðvelt og fljótgert að festa þetta, setja upp og taka niður,“ bætir hann við. En hvernig kviknaði hugmynd- in? „Konan mín kom dag einn heim með körfur úr Húsasmiðjunni sem ég átti að hengja upp og komst þá að því að ekkert handhægt var til á heimilinu, nema einhverjar skrúf- ur og þær hentuðu bara alls ekki í því tilviki. Þannig datt mér í hug að hanna þessa línu.“ Festingarnar eru þegar komn- ar í sölu hérlendis og Einar og við- skiptafélagi hans, Gunnar Krist- mannsson, eru með áform um að hefja útflutning til Norðurland- anna. „Við fórum í kynningarferð til Danmerkur um daginn og erum nú ásamt Nýsköpunarmiðstöð að skoða fleiri möguleika.“ - rve Handhægt fyrir heimilið Festingarnar er bæði auðvelt að setja upp og taka niður. Línan hentar fyrir blómaskreytingar, potta og fleira. „Stacco-stóllinn hefur lifað í þrjá- tíu ár, frá því að hann var var fyrst kynntur í Kaupmannahöfn á sýn- ingu og hefur selst í tvö til þrjú hundruð þúsund eintökum,“ segir Pétur B. Lúthersson, húsgagna- og innanhússarkitekt. Fullyrða má að fáir íslenskir stólar hafi náð ann- arri eins útbreiðslu því hann fyllir sali vítt um heim. Nú á hann þrjá- tíu ára hönnunarafmæli og í til- efni þess er Epal að láta fram- leiða hann að nýju. Stacco-stóllinn er úr stálgrind en með bólstr- aðri setu og baki og stafl- ast einstaklega vel. Pétur segir það síðastnefnda höfuðástæðu þess að hann fór í fram- leiðslu á sínum tíma. Stóllinn var upphaf- lega smíðaður hjá Húsgagna- gerð Steinars Jóhannsson- ar sem var í Skeifunni 6, þar Epal sem er nú. Afgreiðslustúlka þar var Ingibjörg Friðjónsdóttir og hún vinnur í Epal í dag. Um tíu ára skeið var Stacco búinn til í Danmörku. „Fram- leiðsluleyfið var selt til fyrirtæk- isins Labofa A/S,“ rifjar Pétur upp og segir stólinn hafa gengið í gegnum ýmiss konar örlög í gegn- um tíðina. Um tíma hafi Penninn verið með einkaumboð fyrir hann. „Þessi stóll hefur verið vin- sæll bæði hér- lendis og erlend- is,“ segir hönnuð- urinn sem á von á að haldið verði upp á afmælið með smá viðhöfn. „En við erum að bíða eftir nýjum ein- ingum í setur og bök svo það verð- ur ekki fyrr en upp úr miðjum maí.“ - gun Haldið upp á þrjátíu ára hönnun Stacco „Stacco hefur selst í tvö til þrjú hundruð þúsund eintökum,“ segir Pétur B. Lúthersson húsgagnahönnuður. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín Epal er að láta fram- leiða Stacco að nýju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.