Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 3. maí 2010 — 102. tölublað — 10. árgangur FASTEIGNIR.IS 3. MAÍ 2010 18. TBL. Fasteignamarkaðurinn er með á skrá íbúð við Hávallagötu 7. Í búðin er á annarri hæð í þríbýl-ishúsi, skráð 106,5 fermetrar samkvæmt Fasteignamati rík-isins, en er í raun um það bil 120 fermetrar samkvæmt seljanda.Íbúðin samanstendur af tveim-ur stofum, fjórum herbergjum og tveimur svefnherbergjum, og er skipulagið eins og hér segir: Komið er inn um sérinngang í flísalagða stofu. Farið er upp kókos teppalagðan stiga á efri hæð. Stigapallur/hol er parket-lagt og er útgengt á svalir í norð-vestur. Stofur eru samliggjandi en með rennihurð á milli. Barna-herbergi er parketlagt, sömu-leiðis hjónaherbergi. Eldhús er flísalagt og með harðviðar-innréttingu úr mahóní og góðri borðaðstöðu. Baðherbergi er með baðkari, glugga og sturtuaðstöðu og marmara á veggjum og gólfi. Tvær sérgeymslur og sam-eiginlegt þvottaherbergi eru í kjallara. Húsið er í góðu ásigkomu-lagi að utan sem innan að sögn seljanda. Sérhæð við Hávallagötu Íbúðin er á annarri hæð í þríbýlishúsi við Hávallagötu 7. MYND/ÚR EINKASAFNI Blaðberinn bíður þínÞú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Útboð skila árangri! 14867 – Hraunbær 102 D og E í Reykjavík. Um er að ræða 1. hæð og kjallararými í báðum hlutum samtals 563,7 m² samkvæmt upplýsing-um frá Fasteignaskrá ríkisins. Húsnæðið var nýtt sem heilsugæslustöð en stendur autt í dag. Brunabótamat er kr. 98.100.000,- og fasteignamat er kr. 86.200.000,-. Húseignin verður til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Ríkiskaupum ásamt regl- um um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboð skulu berast til Ríkiskaupa, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík fyrir kl. 10:00 þann 18. maí 2010 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Tilboð óskast í hluta fasteignarinnar Hraunbæ 102 D og E í Reykjavík. Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Gekk með krummann ímaganum í í Valdís og krummi brosa blítt hvort til annars. Hann er þeirri náttúru gæddur að blaka vængjunum þegar togað er í spotta. MYND HEIDA.IS GÖMUL VEGGTJÖLD öðlast nýtt líf í líki hesta og annarra dýra hjá Frederique Morrell í París. www.frederiquemorrel.com Tækifærisdagar20%-30% afsláttur af mörgum vörum mánudag til föstudags Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 - www.nora.is Traktorakönnurnar komnar híbýli og vi h ld MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2010 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fasteignir.is Allt Híbýli og viðhald MÁNUDAGUR skoðun 12 Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% Fínir dómar í Ameríku Los Angeles Times er hrifi ð af The Good Heart eftir Dag Kára. fólk 26 Klippir í Danaveldi Kristinn Óli Hrólfs- son opnar hárgreiðslustofu í Kaupmanna- höfn. fólk 18 Stúlkurnar skinu skært Lið Hagaskóla sigraði í Mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla. tímamót 14 NEYTENDUR Tryggingasvikum og tilraunum til svika hefur fjölgað eftir bankahrunið, að mati Guð- mundar Arnar Gunnarssonar, forstjóra vátryggingafélagsins VÍS. Niðurstöður könnunar, sem Capacent Gallup gerði fyrir Sam- tök fjármálafyrirtækja, sýna að fólk telur tryggingasvik léttvæg- ari en fjárdrátt og önnur fjármála- brot. Athygli vekur að nærri helm- ingur þátttakenda á aldrinum 16 til 24 ára þekkir til tryggingasvika. Guðmundur bendir á að í gegnum tíðina hafi verið upp- lýst um tryggingasvik, svo sem sviðsetta árekstra, til að fá bætur greiddar frá tryggingafélögum. Á meðal annarra brota sem algeng- ari séu nú en fyrir hrun séu til- kynningar um innbrot í heimahús og bíla og íkveikjur. Guðmund- ur segir að þótt innbrotafaraldur hafi gengið yfir á síðasta ári úti- loki hann ekki að einhverjar til- kynningar um innbrot séu ekki sannleikanum samkvæmar. Það geti skekkt upplýsingar um tíðni þeirra. Páll Sigurðsson, sérfræðingur hjá Sjóvá, segir sviðsetta árekstra og þjófnaði raunverulegt vandamál hér á landi. Páll, sem vinnur við rannsóknir á bótasvikum, rifjar upp að í fyrra hafi maður tilkynnt um þjófnað á tveimur motocross- hjólum og fengið tvær milljónir í bætur. Síðar kom í ljós, í kjölfar ábendingar, að hjólin voru enn í vörslu mannsins. Hann hlaut dóm fyrir svikin og endurgreiddi bæt- urnar. Páll tekur fram að svona til- felli séu undantekningar, langflest- ir séu strangheiðarlegir en greiði fyrir háttsemi hinna óheiðarlegu með iðgjöldum sínum. Guðmundur Örn telur skýring- una á því hversu margt ungt fólk viti af tryggingasvikum liggja í því að ungt fólk líti tryggingafélag öðrum augum en þeir eldri. „Sumum finnst einfaldlega sem þeir eigi rétt á að fá greitt til baka frá tryggingafélögum. Það er hugar far sem við finnum fyrir í dag,“ segir hann. Undir þetta tekur Páll. Hann segir ungt fólk frekar þann hóp sem líti á tryggingasvik sem minni háttar brot. Bótagreiðslur vátryggingafélaga námu þrjátíu milljörðum króna árið 2008. Talið er að þar af nemi bótasvik allt að 4,5 milljörðum króna. - jab / sjá síðu 12 Tryggingasvikum hefur fjölgað eftir bankahrun Hluta tilkynninga um innbrot má skrifa á tilraun til bótasvika. Ungt fólk virðist bíræfnara en áður og þekkir helmingur aldurshópsins 16-24 ára til tryggingasvika. Svik kosta tryggingafélög fjóra milljarða á ári. FÓLK „Sigur Rós hafði gríðarleg áhrif á mig – ég hafði aldrei upplifað svona sterkar tilfinningar gagnvart tónlist,“ segir Maksym Dzit- siuk. Maksym og félagi hans í hljómsveitinni The Awe of the Landscape from the Foot- hills of Mars, Where Har- vesters Eat Open-Face Sand- wiches frá Úkraínu hafa undanfarið tekið upp lög með íslenskum hljómsveitum og birt á vefsíðunni Youtube. „Sigur Rós er uppáhalds- hljómsveitin okkar. Hún er samt meira en hljómsveit eða góð tónlist. Hún er eitthvað meira – eitthvað sem breytti lífi okkar,“ segir Maksym. - afb / sjá síðu 26 Ungir drengir í Úkraínu: Flytja lög Diktu og Sigur Rósar VÍÐA DÁLÍTIL VÆTA Í dag verða sunnan eða suðvestan 5-10 m/s V-til, annars hægari. Víða væta en úrkomulítið SA-til framan af degi. Hiti víðast 5-13 stig. veður 4 9 8 8 6 6 Valsmenn jöfnuðu Valsmenn létu Hauka ekki stela öðrum sigri í úrslita- einvígi N1 deildar karla í handbolta. sport 22 STJÓRNMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki hug- leitt að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir háværa kröfu um að þeir sem þáðu hæstu prófkjörsstyrkina víki af Alþingi. Þetta segir hann í viðtali við Frétta- blaðið í dag. „Nei, ég hef ekki gert það. Enda held ég að þegar menn skoða mín verk af einhverri sanngirni þá geti þeir ekki komist að neinni annarri niðurstöðu en að ég hafi verið að vinna með hag almennings að leiðar- ljósi og svo sannarlega ekki látið neina aðra hagsmuni þvælast fyrir því,“ segir hann. Guðlaugur þáði 24,8 milljónir króna í styrki fyrir kosningarnar 2007. Enginn þáði hærri styrki sam- kvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar. Guðlaug- ur segir að þetta segi þó ekki alla söguna. „Ríkisendurskoðun skoðaði ekkert þessa styrki. Það er ekki hennar hlutverk að sannreyna eða fara ofan í þær upplýsingar sem henni eru sendar,“ segir Guðlaugur. Hægt sé að skoða málin og síðan draga þá ályktun að aðrir hafi farið svipaða leið og hann, í það minnsta. Guðlaugur hvetur til þess að menn fari fljótlega að ljúka uppgjörinu og horfa til framtíðar. Mikilvægt sé þó að farið verði í tvær umfangsmiklar rannsóknir í anda rannsóknarinnar á bankahruninu; annars vegar rannsókn á því hvernig tekið hefur verið á skuldurum og skuldugum fyrirtækjum og hins vegar rannsókn á Icesave-málinu. Guðlaugur segir mótmælin sem verið hafa við heimili hans helst beinast gegn börnum hans og vonar að hann verði sá síðasti sem verður fyrir barðinu á slíkum aðgerðum. - sh / sjá síðu 8 Guðlaugur Þór Þórðarson segir ekki víst að hann sé styrkjakóngur stjórnmálanna: Hefur ekki hugleitt afsögn STUTT HEIMSÓKN Flutningaskipið Green Ice, sem skrásett er á Bahama-eyjum, hélt úr Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi eftir stutta viðkomu. Norskt skipafélag, Green Reefers, á skipið sem er sérútbúið til að flytja frystar afurðir. Alls á félagið 45 skip sem starfa um allt Norður-Atlantshaf og eiga starfsstöðvar víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.