Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 2
2 3. maí 2010 MÁNUDAGUR Það eru stórir árgangar að koma út á húsnæðismarkaðinn og þó að það sé til töluvert af húsnæði þá hentar það ekki þeim hópi. JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA IÐNAÐARINS. SKATTAMÁL Rúmlega þrjátíu fyrrverandi stjórnend- ur Glitnis og Kaupþings hafa fengið bakreikning frá skattayfirvöldum vegna sölu- réttasamninga. Krefjast skatta- yfirvöld að samningarnir verði skattlagðir sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur. Dæmi eru um að menn hafi hagnast um hálf- an milljarð á samningunum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Skattayfirvöld hafa um nokk- urt skeið skoðað söluréttar- samninga sem starfsmönnum gömlu bankanna bauðst. Vilja þau meina að slíka samninga beri að skattleggja sem launa- tekjur en ekki fjármagnstekjur. Söluréttarsamningar virk- uðu þannig að starfsmönnum gafst færi á að kaupa hluta- bréf með söluréttartrygg- ingu fyrirtækisins. Ef bréf- in hækkuðu í verði gátu þeir valið að eiga bréfin eða selja þau en ef þau lækkuðu gátu þeir gengið frá samningnum sér að kostnað- arlausu. Stjórnendurnir greiddu 10 prósenta fjár- magnstekjuskatt þegar bréfin voru seld en greiddu ekkert vegna söluréttarins. Þessu vill Ríkisskattstjóri breyta og hefur þegar unnið málið fyrir yfir- skattanefnd og héraðsdómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa nú rúmlega 30 fyrrver- andi stjórnendur Glitnis og Kaupþings fengið endurákvörðun opinberra gjalda frá skattayfirvöldum vegna samninganna. Meðal þeirra eru fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Kaup- þings, Hreiðar Már Sigurðs- son og Sigurður Einarsson, og fyrrverandi forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson. Málin munu þó vera misjafnlega langt á veg komin. - ghh Skattayfirvöld sækja að rúmlega þrjátíu fyrrverandi stjórnendum bankanna: Stjórnendur fá milljóna bakreikninga BRUNI Þrír íbúar komust með naumindum út úr brennandi húsi á Hellissandi um þrjú- leytið í fyrrinótt en reykskynj- ari vakti þá í tæka tíð. Eftir að íbúar hússins komust út var kallað eftir slökkviliðinu sem náði fljótlega tökum á eldinum og slökkti hann nokkru síðar. Að sögn Svans Tómassonar, slökkviliðsstjóra Snæfellsbæjar, sluppu íbúarnir við reykeitrun. Eignatjón var hins vegar tals- vert. Talið er að kviknað hafi í út frá helluborði. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra í Snæfellsbæ bjó fólkið í einbýlishúsi og er stór hluti þess ónýtur. Enginn vafi leikur á því að reykskynjarinn bjargaði lífi systkinanna sem öll voru sofandi þegar eldurinn kviknaði í húsinu. Eldur í húsi á Hellissandi: Reykskynjari bjargaði lífi þriggja systkina IÐNAÐUR „Það má bæta við þessa tölfræði að þær eru teljandi á fingrum annarrar handar íbúðirn- ar sem hafin hefur verið bygging á frá áramótum, ef það eru þá nokkr- ar,“ segir Jón Steindór Valdimars- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nýjar tölur sem Samtök iðnað- arins hafa tekið saman yfir þróun íbúðabygginga 1995-2009 undir- strika að birtingarmynd hrunsins er hvergi skýrari en á fasteigna- markaði. Árið 2009 var aðeins hafin bygging á 208 íbúðum hér á landi. Árin 2005 til 2007 voru þær hins vegar 3.700 til 4.500 á ári. Með- altal síðustu tuttugu ára sýnir að hafin var bygging á tæplega 2.000 íbúðum ár hvert. Samtökin telja eitt aðaláhyggjuefnið að innan skamms tíma geti markaðurinn ekki svarað eftirspurn ungs fólks sem hyggst kaupa sér íbúð. Jón Steindór segir að á undan- förnum árum hafi vissulega verið byggt langt yfir meðaltali síðustu áratuga. „En þessar tölur segja okkur engu síður að það styttist mjög í að það verði skortur á íbúða- húsnæði. Á síðustu árum byggðum við í samræmi við tíðarandann og því vantar minni og viðráðanlegri íbúðir inn á markaðinn. Það eru stórir árgangar að koma út á hús- næðismarkaðinn og þó að það sé til töluvert af húsnæði þá hentar það ekki þeim hópi.“ Fasteignamarkaðurinn hefur lengst af þróast í samræmi við náttúrulega fjölgun þjóðarinnar og nýbyggingar verið um 2.000 á ári. Nú stefnir hins vegar í að það myndist „skalli“ á markaðnum, því þegar eftirspurnin eykst að nýju vantar íbúðir af hagstæðri stærð. „Þá má líka spyrja hverjir eiga að byggja þær íbúðir,“ segir Jón Stein- dór. Hann segir að þrátt fyrir að stór verktakafyrirtæki í bygging- ariðnaði lifi ennþá, og þá í gegnum gríðarlegan niðurskurð, þá sé staða minni verktaka alvarlegri. „Það eru mörg lítil fyrirtæki í þessari grein sem eru stopp eða horfin. Það gæti orðið hægara sagt en gert að koma greininni í gang að nýju ef þetta heldur áfram sem horfir.“ Bjarni Már Gylfason, hagfræð- ingur hjá Samtökum iðnaðarins, telur að það taki eitt til tvö ár fyrir fasteignamarkaðinn að éta upp offramleiðslu síðustu ára. Það sé heldur ekki vitað hversu mikið af íbúðarhúsnæði standi autt. „Ég held að það sé ekki eins mikið og margir halda fram.“ svavar@frettabladid.is Engar íbúðir verið byggðar á þessu ári Á árunum 2004 til 2007 voru byggðar um 12.000 íbúðir. Áratugina á undan voru þær um 16.000. Ekkert hefur verið byggt í ár. Undirliggjandi þörf er fyrir lítið og ódýrt húsnæði fyrir kynslóðirnar sem eru að koma inn á markaðinn. Íbúðabyggingar 1995-2009 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 4500 4000 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 Byrjað á árinu Fullgerðar íbúðir HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS ■ Síðastliðin tuttugu ár hafa að jafnaði verið byggðar um 2.000 íbúðir á hverju ári. ■ Þegar hæst lét árin 2005-2007 voru að jafnaði byggðar ríflega 4.000 íbúðir; mest 2007 tæplega 4.500 íbúðir. ■ Í fyrra voru byggðar 208 íbúðir en til víðbót- ar voru kláraðar 898 íbúðir frá fyrri árum. ■ Mikið var byggt af dýru 4-5 herbergja íbúðum. ■ Þörfin næstu tvö til þrjú árin er ódýrt 2-3 herbergja húsnæði. ELDGOS Hraunið sem rennur úr eldstöðinni í Eyjafjallajökli er talið vera komið að brúninni við Gígjökul. Sjóðandi bræðsluvatn- ið rennur niður brattann og ofan í Markarfljót og leggur gufu- mökkinn af jöklinum og fljót- inu. Hraunrennslið er talið vera komið um þrjá kílómetra frá upp- tökum. Ekkert bendir til gosloka og í skýrslu jarðvísindamanna frá því á laugardag segir að virkni gossins sé svipuð og síðustu átta daga og gígur hlaðist upp í nyrsta gígnum. Hraunið rennur hægt frá gígn- um og fer mest orka þess í að bræða ís. Þrátt fyrir gjóskufall í nærsveitum, þá er kraftur goss- ins og gjóskuframleiðsla aðeins brot af því sem átti sér stað fyrstu daga gossins. Í flugi TF SIF í gær sást gosmökkur í fjóra til rúm- lega fimm kílómetra hæð við Eyjafjallajökul. Fréttir frá því í gærmorgun sögðu frá því að gosmökkurinn væri dekkri en áður sem bendir til að meiri gjóska hafi þá komið úr eldstöðinni. - shá Eldgosið í Eyjafjallajökli er stöðugt og ekkert bendir til gosloka: Sjóðandi vatn berst í Markarfljótið GÍGJÖKULL Flóðið kom niður jökulinn á fyrsta degi en ef heldur áfram sem horfir mun hraunelfurinn úr gígnum koma hér niður. Ekki er vitað hvenær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fíkniefni fundust á Akureyri Lögreglan á Akureyri var kölluð út í heimahús í gærmorgun vegna hávaða. Í framhaldi af því var gerð húsleit og fundust á heimilinu nokkur grömm af kannabisefnum auk amfet- amíns. Tveir piltar á táningsaldri voru handteknir í kjölfarið og yfirheyrðir af lögreglu. Rannsókn málsins telst lokið. Margir á ferli í Eyjum Margt fólk var á ferli í miðbæ Vest- mannaeyja um helgina en lítið um árekstra á milli manna. Lögreglan var tvisvar kölluð til vegna slagsmála en í báðum tilfellum höfðu slagsmála- hundarnir horfið á braut áður en lögreglan kom á staðinn. LÖGREGLUMÁL VERSLUN Magnús G. Friðgeirsson, formaður samtakanna Miðborgin okkar, er afar ánægður með skjót viðbrögð ríkis, borgar og annarra hagsmunaaðila við erfiðleikum í ferðaþjónustu í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli. Ákveðið hefur verið að setja milljarð króna í landkynningu erlendis. Samtökin Miðborgin okkar blésu til fundar í lok síðustu viku þar sem forkólfar ferðaþjónust- unnar og hagsmunaaðilar mið- borgarinnar skiptust á upplýs- ingum. „Ég fann fyrir mikilli sam- heldni og finnst ótrúlega margt hafa áunnist á skömmum tíma,“ segir Magnús. Hann segir að talsvert hafi slegið á viðskipti í miðborginni eftir að gosið í Eyjafjallajökli hófst. „Þar af leiðandi fannst okkur tilefni til samráðs og samstarfs. Fyrir gos var búist við einhverju besta ferðamannasumri nokkru sinni. Með því að grípa til skjótra aðgerða er vonandi hægt að koma í veg fyrir að það hlaupi frá okkur.“ - ve Samtökin Miðborgin okkar: Töluvert dregið úr viðskiptum Jón, eruð þið ekki bara næst- bestir? „Nei, við erum langbestir.“ Jón Gnarr er formaður Besta flokksins. Besti flokkurinn mælist næststærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. SJÁVARÚTVEGUR Landssamband smábátaeigenda lýsir yfir von- brigðum með að tillaga Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um að 6.000 tonna strandveiðikvóti komi til viðbótar við útgefinn heildarafla hafi verið felld á Alþingi. Frumvarp sjávarútvegsráð- herra um strandveiðar hefur verið samþykkt. Reglugerð verð- ur gefin út fljótlega og umsókn- ir um leyfi afgreiddar frá Fiski- stofu. Gera má ráð fyrir að fyrsti dagur strandveiða verði 10. maí. Mikill áhugi er fyrir veiðunum eins og í fyrrasumar og talið að bátar á sjó muni losa sjöunda hundraðið. - shá Strandveiðilög samþykkt: Vonbrigði með höfnun tillögu KAUPÞINGSMENN Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eru meðal þeirra sem fengu endurákvörðun opinberra gjalda frá skattayfirvöldum. SPURNING DAGSINS Sígild ævintýri ásamt geisladiski í hverjum mánuði. Fyrsta bókin á aðeins kr! A R G H ! 0 41 0 Skráðu þig á: klubbhusid.is eða í síma 528-2000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.