Fréttablaðið - 03.05.2010, Blaðsíða 46
26 3. maí 2010 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
LÁRÉTT
2. margskonar, 6. kusk, 8. til sauma,
9. atvikast, 11. tveir eins, 12. vaða, 14.
brestir, 16. tveir eins, 17. hyggja, 18.
drulla, 20. org, 21. slabb.
LÓÐRÉTT
1. fyrst fædd, 3. í röð, 4. hugarró, 5.
hár, 7. galli, 10. sprækur, 13. ílát, 15.
hvolf, 16. hald, 19. guð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ýmsu, 6. ló, 8. nál, 9. ske,
11. ll, 12. torfa, 14. snark, 16. tt, 17.
trú, 18. aur, 20. óp, 21. krap.
LÓÐRÉTT: 1. elst, 3. mn, 4. sálarró,
5. ull, 7. ókostur, 10. ern, 13. fat, 15.
kúpa, 16. tak, 19. ra.
Gagnrýnandi Los Angeles Times
er hrifinn af kvikmyndinni The
Good Heart eftir Dag Kára.
Myndin var frumsýnd í New York
í síðustu viku eins og Fréttablað-
ið greindi frá. LA Times segir að
Degi Kára takist ágætlega upp
með að blanda saman dramatík og
húmor og gefur myndinni þrjár
stjörnur af fimm mögulegum.
Leikararnir Brian Cox og Paul
Dano fá mikið hrós fyrir frammi-
stöðu sína í myndinni. Sömuleiðis
er gagnrýnandinn hrifinn af Degi
Kára. Hann fær meðal annars hrós
fyrir að koma áhorfendanum á
óvart, þannig sé önd myndarinnar
mikill senuþjófur og sömuleiðis
franska leikkonan Isild Le Besco
sem kemur upp á milli aðalpers-
ónanna tveggja. „Dagur er fædd-
ur í París en alinn uppi á Íslandi
– sá bakgrunnur hefur eflaust haft
mikil áhrif á verk hans – er ákaf-
lega snjall á hið sjónræna og hand-
ritasköpun en nær ekki alveg sömu
tökum á leikurunum sínum,“ skrif-
ar gagnrýnandinn.
Að mati LA Times er The Good
Heart ekki fullkomin mynd en hún
vinni vel á. „Degi Kára virðist allt-
af takast að draga fram einhverj-
ar óvæntar hliðar í framvindunni,
þar með talin er öndin.“
LA Times hrifið af Degi Kára
ÞRJÁ STJÖRNUR Í LA Dagur Kári og kvik-
myndin The Good Heart fá fína dóma í
Los Angeles Times. Degi er hrósað fyrir
sína sýn á hið sjónræna og handritið.
„Þetta byrjaði fyrir tveimur árum
þegar ég var sextán ára gamall og
heyrði plötuna () með Sigur Rós,“
segir Maksym Dzitsiuk, annar
tveggja meðlima hljómsveitar-
innar The Awe of the Landscape
from the Foothills of Mars, Where
Harvesters Eat Open-Face Sand-
wiches frá Úkraínu.
Hljómsveitin hefur undanfar-
ið tekið upp lög með íslenskum
hljómsveitum og birt á vefsíðunni
Youtube. Síðast flutti hljómsveit-
in lagið From Now on með Diktu,
sem bendir til þess að Maksym
og Alex, félagi hans í hljómsveit-
inni, séu með puttann á púlsinum,
en Dikta er vinsælasta hljómsveit
landsins í dag.
„Sigur Rós hafði gríðarleg áhrif
á mig – ég hafði aldrei upplifað
svona sterkar tilfinningar gagn-
vart tónlist,“ segir Maksym. „Í
kjölfarið gaf ég Alex, skólafélaga
mínum, plötuna og komst að því
að hann upplifði sömu tilfinningar
og ég. Sigur Rós varð uppáhalds-
hljómsveitin okkar. Hún er samt
meira en hljómsveit eða góð tón-
list. Hún er eitthvað meira – eitt-
hvað sem breytti lífi okkar.“
Maksym segir að þeir hafi í
sameiningu byrjað að leita að tón-
list sem myndi hafa svipuð áhrif á
þá. „Við áttuðum okkur fljótlega á
því að böndin sem við kunnum að
meta komu flest frá Íslandi: Sigur
Rós, Ólafur Arnalds, Múm, smá af
Björk, Parachutes og Dikta,“ segir
hann. „Alltaf þegar við uppgötv-
uðum nýja hljómsveit urðum við
heillaðir.“
Félagarnir byrjuðu þá að leika
tónlistina sjálfir, en þeir höfðu
enga reynslu af hljóðfæraleik.
Maksym fékk lánaðan gítar hjá
bróður sínum og Alex lék á píanó
móður sinnar. „Við byrjuðum að
spila einfaldari hluta laganna
eftir eyranu,“ segir Maksym. „Það
var erfitt í fyrstu, en við náðum
flóknari hlutunum síðar. Við eydd-
um líka öllum peningunum okkar
í hljóðfæri og búnað og getum
núna spila fjölbreytta tónlist. Við
erum byrjaðir að semja eigin lög
og ætlum að taka upp nokkur lög
í viðbót með Sigur Rós, Diktu og
fleiri hljómsveitum. Við búum
reyndar langt frá hvor öðrum og
það hefur gert okkur erfitt fyrir,
en við látum það ekki á okkur
fá.“
En stendur til að koma til
Íslands?
„Já, klárlega. Eftir að við sáum
myndina Heima með Sigur Rós
dreymir okkur um að heimsækja
Ísland!“ atlifannar@frettabladid.is
MAKSYM DZITSIUK: ÍSLENSK TÓNLIST BREYTTI LÍFI OKKAR
Lærðu að spila til að flytja
lög Sigur Rósar og Diktu
TAKA ÍSLENSK LÖG Maksym og Alex eru frá Úkraínu og flytja íslensk lög á Youtube.
„Þetta verður bara mjög spenn-
andi. Við ætlum að hafa þetta svo-
lítið hressilegt,“ segir Grímur Atla-
son, nýráðinn framkvæmdastjóri
tónlistarhátíðarinnar Iceland Air-
waves. Undirbúningur fyrir hátíð-
ina, sem fer fram í Reykjavík 13.
til 17. október, er nú í fullum gangi.
Ný og endurbætt heimasíða er
komin á Netið og miðasalan fer í
gang 11. maí. Sama dag verður til-
kynnt um fyrstu hljómsveitirnar
sem mæta til leiks.
Samningur Hr. Örlygs við Ice-
landair vegna Airwaves var
ekki framlengdur þrátt fyrir að
fyrirtækið hefði séð um skipu-
lagninguna alla tíð. Grímur, sem
hefur mikla reynslu af tónleika-
haldi, útilokar ekki að einhverjar
breytingar verði gerðar á hátíð-
inni. „Það breytist alltaf þegar
það er eitthvað nýtt skipulag og
nýtt fólk kemur að þessu. Hátíðin
þarf að vera í stöðugri þróun því
það eru allir að halda góð festivöl.
Við erum í samkeppni við gríðar-
lega öfluga aðila og það þýðir ekk-
ert annað fyrir okkur en að vera
á tánum.“
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Airwaves, Eldar
Ástþórsson, hafi verið ráðinn til
starfa og muni taka þátt í skipu-
lagningunni á nýjan leik eftir
nokkurra ára hlé. Grímur kann-
ast ekki við að hafa ráðið hann
til starfa. „Ég vil ekkert tjá mig
um það. Við erum bara að skoða
góða aðila,“ segir hann og bætir
við að Róbert Aron Magnússon og
Egill Tómasson muni halda áfram
störfum sínum við hátíðina.
- fb
GRÍMUR ATLASON Miðasala
á Iceland Airwaves-hátíðina
hefst 11. maí. Sama dag verð-
ur tilkynnt um fyrstu hljóm-
sveitirnar sem spila þar.
Grímur lofar hressilegri Airwaves-hátíð
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Eldgosið í Eyjafjallajökli heldur
áfram að stríða ferðalöngum á
Íslandi og sérfræðingar telja að
askan frá gosinu geti enn haft áhrif
á flugsamgöngur. Hera Björk Þór-
hallsdóttir, Eurovision-fari
okkar Íslendinga, virðist
taka fullt mark á þeim
því hún hætti við að
koma fram í glæsi-
legu Eurovision-
partíi sem
haldið var í
London á
laugardag-
inn. Í stað-
inn mættu
fulltrúar
Kýpur.
Hera hætti ekki bara við tónleikana
í London því hún hafði einnig gert
ráð fyrir að koma fram í svipuðu
teiti í Belgíu. Af því varð hins
vegar ekki vegna hins margum-
rædda eldgoss. Í Belgíu komu sjö
keppendur frá allri Evrópu fram
í sjónvarpsþættinum Studio TVL
sem sýndur er beint á
belgísku sjónvarps-
stöðinni TV Limb-
urg. Nú er bara að
vona að íbúar Bret-
lands og Belgíu hafi
aðgang að You Tube
því þar er hægt að
finna myndband Heru
og Kvikmyndaskóla
Íslands þar sem
Valdimar Örn
Flygenring fer á
kostum.
Og meira af Eurovision því eins
og Fréttablaðið greindi frá fyrir
skemmstu þá hyggst Euroband
Friðriks Ómars og Regínu Óskar
koma fram á sérstöku Eurovision-
kvöldi á skemmtistaðnum Latter
daginn fyrir úrslitakvöld Eurovision.
Eurobandið verður síður en svo eitt
um sviðið því með þeim troða upp
hinar einu sönnu Bobbysocks auk
fjölda annarra nor-
rænna Eurovision-
stjarna. -fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég horfi aldrei á sjónvarps-
þætti nema á DVD og þar er
Supernatural fremstur í flokki.
Hann fjallar um tvo bræður
sem ferðast vítt og breitt um
Ameríku og berjast við yfirnátt-
úruleg öfl.“
Pétur Örn Guðmundsson söngvari.