Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 2
2 15. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING DAGSINS Andrea, er Akureyrarbær orðinn Hofmóður? „Menn hefðu að minnsta kosti átt að sýna meira hóf en Hof.“ Árlegur rekstur menningarhússins Hofs á Akureyri stefnir í 400 milljónir króna og núverandi kostnaðaráætlun er komin 1,5 milljörðum fram úr áætlun. Andrea Hjálmsdóttir, oddviti VG á Akureyri, telur húsið alltof stórt. VIÐSKIPTI „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur,“ segir Björ- gólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, um bindandi samkomulag Framtakssjóðs líf- eyrissjóðanna um kaup á þriðj- ungshlut í félaginu fyrir þrjá milljarða króna. Framtakssjóðurinn kaupir fyrir 1,2 milljarða nýja hluti í Icelandair Group á genginu 2,5 krónur á hlut. Það er rúmur nítj- án prósenta afsláttur á gengi gær- dagsins. Björgólfur reiknar með að samkomulagið nái fram að ganga í seinni hluta júlí. Á sama t í m a ve r ð a eignir sem eru utan kjarna- starfsemi seld- ar inn í annað félag fyrir 7,7 milljarða króna. Félagið verð- ur í eigu lánar- drottna. Inn í félagið fer kaup- réttur á fjórum Boeing 787-þotum og eignahlutir í tékkneska flugfélaginu Travel Service, lettneska félagið Smart- Lynx og Bluebird Cargo. Samningurinn nú felur jafn- framt í sér að helstu lánardrottn- ar Icelandair Group breyti 3,6 milljörðum króna af skuldum í hlutafé á genginu 5,0 krónur á hlut. Það er hundrað prósenta hærri verðmiði en Framtakssjóð- urinn greiðir. Björgólfur segir það eðlilegt. Vaxtaberandi skuldir Ice- landair Group námu 41 milljarði króna samkvæmt síðasta árs- hlutauppgjöri. Gert er ráð fyrir að með gjörningunum lækki þær um rúma tíu milljarða. - jab Framtakssjóðurinn kaupir þriðjungshlut í Icelandair Group fyrir þrjá milljarða: Lækka skuldir um tíu milljarða BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON DÝRALÍF Skipverjar á varðskipinu Tý svipuðust árangurslaust um eftir hvítabjörnum fyrir Jón Gnarr, verðandi borgarstjóra Reykjavíkur, á ríflega 200 kíló- metra siglingu meðfram ísrönd- inni við strönd Grænlands nýverið. Fram kemur á vef Landhelgis- gæslunnar að raunverulegur til- gangur ferðarinnar hafi verið að flytja þyrlu Vesturflugs frá Ísafjarðardjúpi að ísröndinni við Scoresbysund. Í ljósi yfirlýsinga borgarstjórans tilvonandi, sem lofaði borgarbúum hvítabirni í Húsdýragarðinn, höfðu varð- skipsmenn augun opin, en urðu ekki varir við bangsa. - bj Gæslan fór meðfram ísnum: Enginn ísbjörn fyrir Jón Gnarr NOREGUR Norski milljónamæring- urinn Erik Andersen hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi eftir að hafa misnotað 66 drengi undir lögaldri. Hann fær fyrst mögu- leika á reynslulausn eftir sex ár. Andersen fékk viðurnefnið Vasamaðurinn, en hann stund- aði það að láta drengi fara ofan í buxnavasa sína, en hafði þá klippt gat á þá að innanverðu og var ekki í nærbuxum. Í dómnum er tekið fram að þrátt fyrir þá meðferð sem maðurinn hefur gengist undir í fangelsi, sé hann enn mjög hættulegur. - sv Barnaníðingur fær níu ár: Misnotaði sextíu og sex drengi ERIK ANDERSEN Dæmdur fyrir að mis- nota 66 drengi. ÍRLAND, AP Mikill meirihluti Íra vill að leiðtogi kaþólsku kirkj- unnar þar í landi segi af sér emb- ætti. Þetta kemur fram í könnun dagblaðsins The Irish Times. Samkvæmt blaðinu vilja 76 prósent aðspurðra að kardinál- inn Sean Brady hætti vegna þess að hann hefur viðurkennt að hafa hylmt yfir barnaníð innan kirkj- unnar. Hann hefur sagst skamm- ast sín fyrir gjörðir sínar en úti- lokað að hætta. Brady vissi af misnotkun prestsins Brendans Smyth árið 1975 og lét yfirmenn sína vita en ekki lögreglu. Presturinn mis- notaði fjölda barna á Írlandi og í Bandaríkjunum áður en hann var loks handtekinn árið 1994. - þeb Könnun á Írlandi: Vilja að kardin- áli segi af sér SVÍÞJÓÐ, AP Um 50 aðgerðasinnar á vegum Grænfriðunga voru handteknir í Svíþjóð í gær eftir að þeir fóru inn í kjarnorkuver í leyfisleysi. Fólkið var að mótmæla fyrir- ætlunum stjórnvalda um að leyfa byggingu nýrra kjarnorkuvera í landinu. Stjórnvöld hafa sagt að þau vilji ekki auka notkun kjarn- orku, en hafa lagt til að ný orku- ver verði byggð í stað gamalla. Um helmingur rafmagns í Sví- þjóð er framleiddur í kjarnorku- verum. Atkvæði verða greidd um tillöguna á sænska þinginu á fimmtudag. - þeb Aðgerðasinnar í Svíþjóð: Mótmæltu nýj- um orkuverum VERSLUN Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sól- arhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 tals- ins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhring- inn. Að auki verða tvær bensín- stöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áber- andi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúm- eri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex mat- vöruverslanir opnar allan sól- arhringinn auk tveggja bensín- stöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólar- hringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þenn- an langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöru- verði,“ segir Jóhannes. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar regl- ur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu.“ Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vest- urlandsveg. Af matvöruverslun- um var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is 44 verslanir opnar allan sólarhringinn Á Íslandi eru 44 verslanir opnar allan sólarhringinn í sumar. Þar af eru 30 mat- vöruverslanir og þrettán bensínstöðvar. Á höfuðborgarsvæðinu eru 36 þessara verslana. Slíkum verslunum hefur fjölgað töluvert undanfarna mánuði. Hagkaup Nóatún 10-11 Olís Shell N1 Á höfuðborgarsvæðinu eru 36 verslanir opnar allan sólarhringinn en utan þess eru þær átta. Flestar eru verslanirnar í póstnúmeri 108 í Reykjavík eða sex talsins. Íbúar í miðbæ Reykja- víkur, póstnúmer 101, mega einnig vel við una en þar eru fimm verslanir. Það eru þó ekki bara íbúar Reykjavíkur sem standa vel að vígi því annars vegar í póstnúmeri 200 í Kópavogi og hins vegar póst- númeri 220 í Hafnarfirði má finna fjórar verslanir. Sólarhringsverslanir á Íslandi SamkaupOffice1 EFNAHAGSMÁL Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, AGS, kom hingað til lands í gær og fundar með stjórnvöld- um um ýmis mál er varða úttekt fyrir þriðju endurskoðun efna- hagsáætlunar Íslands. Sendi- nefndin verður hér til 28. júní næstkomandi. Fulltrúar AGS upplýsa og ræða við fjölmiðla um niðurstöður við- ræðna að þeim loknum, að því er segir í tilkynningu frá Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS hér á landi. - jab Fulltrúar AGS á landinu: Ræða þriðju endurskoðun Olíuslysið eins og hryðjuverk Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, líkti olíuslysinu í Mexíkóflóa við hryðjuverkin 11. september 2001 í fyrstu opinberu heimsókn sinni á svæðinu. Obama hefur heimsótt Alabama, Missisippi og Flórída. BANDARÍKIN LÖGREGLUMÁL Á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum örvandi lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og um fjórtán milljónir í reiðufé fund- ust á heimili og dvalarstað eiganda verslunarinnar Draumsins við Rauðarárstíg í húsleit fyrir helgi. Eigandinn situr nú í gæsluvarð- haldi og útlit er fyrir að verslun hans verði lokað til frambúðar. Eigandinn, 65 ára karlmaður, var handtekinn ásamt syni sínum sem einnig hefur starfað í verslun- inni. Farið var fram á gæsluvarð- hald yfir þeim báðum en dómari féllst aðeins á að eigandinn skyldi sitja inni vegna rannsóknarhags- muna. Er þá sérstaklega litið til þess að hann er grunaður um fíkniefnasölu og að á dvalarstað hans fannst mikið fé. Sjálfur segir hann féð að hluta til greiðslu sem hann hafi fengið fyrir að rýma húsnæði sem hann hafði á leigu. Draumurinn hefur nú verið innsiglaður og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að líklega muni lögregla krefjast þess að verslunin verði ekki opnuð á nýjan leik. „Ef húsnæði er ítrekað notað við refsiverða háttsemi getur lög- regla gert kröfu um að starfsem- inni þar verði lokað,“ segir Geir Jón. „Það er ljóst að það hafa ítrekað verið framin brot í þessari verslun.“ Eigandinn sætir gæsluvarðhaldi til morguns. - sh Eigandi verslunar við Rauðarárstíg í gæsluvarðhaldi grunaður um fíkniefnasölu: Draumnum verður líklega lokað DRAUMURINN Lögreglan hefur ítrekað haft afskipti af Draumnum við Rauðarárstíg vegna vafasamra viðskiptahátta. MYND / SIG. JÖKULL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.