Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 22
 15. JÚNÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa Æfingakerfi sem hægt er að hlaða niður í iPodinn eða MP3-spilarann er hugarsmíð Steinunnar Jónsdóttur sem vill með einföldum hætti hjálpa fólki að komast í betra form. „Þetta er æfingakerfi með einföld- um líkamsæfingum, gerðum til að hjálpa fólki að koma sér rólega af stað,“ segir Steinunn Jónsdóttir arkitekt sem hefur ásamt sambýl- ismanni sínum, Þresti Erlingssyni, sett saman æfingaáætlun sem hægt er að hlaða niður í iPod- inn, MP3-spilarann eða hlusta á í geislaspilaranum. Æfingakerfið byggist upp á göngu, skokki, hlaupi, mismun- andi æfingum og teygjum og kall- ast Þjálfinn. Þar leiðbeinir rödd þjálfara notendum og hvetur þá áfram. Kerfi af þessu tagi hefur ekki fengist áður á Íslandi að sögn Steinunnar sem fékk hugmyndina í kjölfar atvinnumissis á síðasta ári. „Ég missti vinnuna á arkitekta- stofu en í stað þess að leggja árar í bát ákvað ég að leggja höfuðið í bleyti og upphugsa eitthvað snið- ugt sem gæti nýst fólki vel og væri jafnframt örvandi í þessu ár- ferði,“ segir Steinunn. „Ég hef allt- af haft áhuga á líkamsrækt og æfði á sínum tíma þolfimi hjá Magnúsi Scheving, keppti í henni og kenndi. Út frá því kviknaði hugmyndin að Þjálfanum sem er tiltölulega ódýr miðað við margt annað sem býðst í líkamsrækt og er hægt að nota næstum hvar og hvenær sem er: í bústaðnum, á ferðalagi, heima eða undir berum himni. Svo er þetta sniðugt fyrir þá sem vilja byggja sig upp áður en þeir fara í ræktina, svo sem byrjendur eða nýbakaðar mæður.“ Að sögn Steinunnar tók fjóra mánuði frá því í janúar að útbúa kerfið sem kemur til landsins á næsta föstudag. Því fylgir hefti með myndum sem sýna æfingarn- ar og frumsamin tónlist eftir Mark- ús B. Leifsson hljóðmann, sem ljær Þjálfanum jafnframt rödd sína. „Þetta er hvetjandi tónlist í trans- stíl en við stefnum líka að annarri útgáfu sem verður með rokktón- list, að mestu leyti frumsaminni af íslenskum hljómsveitum,“ segir Steinunn og bætir við að ef Þjálf- anum verði vel tekið þá standi til að gefa út fleiri kerfi með æfingum sem reyna meira á notendur. Nán- ari upplýsingar á Facebook. - rve Með þjálfarann í vasanum Steinunn Jónsdóttir á heiðurinn að Þjálfanum, einföldu æfingakerfi sem meðal annars er hægt að hlaða í iPodinn og nota næst- um hvar og hvenær sem er. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 „Ég verð hálfhrærður þegar ég er að tala við fólk,“ segir Vignir Arn- arson sem ætlar að vera þrjátíu daga að ganga þvert yfir Noreg og Svíþjóð og leggja í leiðinni barna- starfi Blindrafélagsins Ungblind lið og gengur áheitasöfnun vel að hans sögn. Leggur hann af stað 27. júní næstkomandi. Hann ætlar að lifa á því sem náttúran gefur af sér og verður ekki með neitt nesti á göngunni. Vignir ætlar að ganga frá Bogs- nesi sem liggur við Tysfjörð í Nor- egi og til Piteå í Svíþjóð. Loftlína er um fimm hundruð kílómetrar. Vignir lýsir ástæðu göngunnar með eftirfarandi orðum: „Það eru sjö til átta ár síðan ég ákvað að þetta væri eitthvað sem mig langaði til að gera. Eftir að dóttir mín greind- ist með ólæknandi augnsjúkdóm og sonur minn lést í fyrra langaði mig að sameina áhuga minn á að fara þetta og að láta eitthvað gott af mér leiða í staðinn.“ Vignir segir að þetta sé í fyrsta sinn sem gengið er þvert yfir Noreg og Svíþjóð án matar og drykkjar og lifað á náttúrunni eingöngu. „Mér fannst ekki nógu mikil áskorun að fara með fullan poka af mat. Minnsta málið er að trimma þetta yfir. Hitt er annað mál að veiða sér til matar og halda hausnum í lagi.“ - mmf Gengur yfir Noreg og Svíþjóð „Mér fannst ekki nógu mikil áskorun að fara með fullan poka af mat,“ segir Vignir. MYND/ÚR EINKASAFNI „Þetta gekk allt saman vel, enda á ég líka frekar auðvelt með að læra,“ segir Halla Logadóttir, sem útskrifaðist aðeins 21 árs gömul af hjúkrunarfræðideild við Há- skóla Íslands síðasta laugardag og er þar með yngsti hjúkrunar- fræðingur á landinu. Halla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum Hraðbraut árið 2006 og þaðan lá leiðin beint í hjúkrunarfræðina. „Ég vissi alveg hvað ég vildi læra,“ segir hún ákveðin og getur þess að þrátt fyrir ungan aldur hafi skóla- félagarnir tekið vel á móti henni og litið á sem jafningja. „Enda er ég nú heldur ekkert smábarn,“ segir hún kímin. Halla viðurkennir þó að sumt hafi komið sér á óvart, meðal annars að uppgötva á kynningu á Þjóðarbókhlöðunni að þar er 18 ára aldurstakmark bundið við lánþega. „Ég var þá ekki nema 17 ára,“ segir hún og hlær. „Ég þurfti reyndar ekki að fá bækur að láni, en hefði komið til þess er ég viss um að þeir hefðu nú beygt aðeins regluna fyrir mig.“ Halla mun í sumar starfa við afleysingar á meðferðarheim- ilinu Vogi þar sem hún hefur unnið meðfram námi til að upp- fylla starfsskyldu. Hún ætlar svo að taka sér langþráð frí frá námi í vetur. „Mér finnst nú líka alveg kominn tími á það,“ viðurkennir hún. Hvað tekur svo við? „Ég ætla kannski, nei, eiginlega er ég ákveðin í að leggja ljósmóðurina fyrir mig,“ segir hún og sýnir svo blaðamanni málverk af barnshaf- andi ljósmóður sem hún fékk ein- mitt í útskriftargjöf frá frænd- fólki sínu. „Ég tek þó fram að myndin felur ekki í sér neinar vís- bendingar um ástand eigandans,“ segir hún og hlær. - rve Landsins yngsti hjúkrunarfræðingur Halla ætlar að leggja ljósmóðurina fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● LEISER-BENDAR VALDA AUGNSKEMMDUM Staðfest hefur verið að leiser-bendar geta valdið alvarlegum augnskemmdum. Læknar í Liverpool og Manchester hafa stigið fram og sagt sögu ungl- ings sem beindi leiser-bendi í augu sín. Unglingurinn varð fyrir bruna á auga og sjónhimnuskemmdum sam- kvæmt vef breska ríkisútvarpsins. Að sögn talsmanns heilsuverndarstofn- unarinnar í Bretlandi hefur stofnunin frétt af sjónhimnuskemmdum af völd- um leiser-benda. Unglingurinn sem hafði beint leiser-bendinum í augun á sér keypti hann á Netinu. Eftir atvikið komust læknar að því að hann sá ekki skýrt. Prófanir sýndu bruna á yfirborði augans og skemmdir á sjón- himnu. Tveimur mánuðum seinna hafði sjón hans batnað en einhverjar skemmdir sjónhimnunnar voru enn til staðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.