Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 28
 15. JÚNÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa Sigga Beinteins og María Björk standa fyrir söngkeppni fyrir börn og unglinga á aldrinum 12–16 ára í sumar. Keppnin verður haldin á 7 stöðum um land allt og hlýtur sigurvegarinn titilinn Röddin 2010. Úrslitakeppnin fer fram í Reykjavík í haust. Geisladiskur með lögum keppninnar fæst í verslunum N1 um land allt – og gildir jafnframt sem þátttökugjald. Diskurinn inniheldur 25 frábær lög án söngs. Veldu þér þitt uppáhaldslag og sláðu í gegn á sviðinu! VIÐ VERÐUM Á STAÐNUM: Reykjavík um helgina Ólafsvík 27. júní Vestmannaeyjar 3.–4. júlí Ísafjörður 10.–11. júlí Neskaupstaður 17.–18. júlí Selfoss 24.–25. júlí Akureyri 31. júlí – 1. ágúst SÖNGKEPPNI FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Á ALDRINUM 12–16 ÁRA SKRÁÐU ÞIG STRAX Á RODDIN.IS Gildir sem þátt- tökugjald! ÁH EY RN AR PR UF UR Í RE YK JA VÍ K U M H EL GI NA Sumarið er tími gönguferða og undirstöðuatriðið, fyrir utan góða skó, eru iljar í lagi. Sprungn- ir hælar, smáblaðra og inngrónar neglur geta valdið því að göngufólk beitir öllum líkamanum skakkt og afleiðingarnar af því geta til að mynda verið vondir bakverkir og vöðvabólga. Þeir sem hyggja á göngur ættu því að ganga úr skugga um að fæturnir séu mjúkir og fínir, og jafnvel láta fótaaðgerðafræðing yfirfara iljarnar áður en lagt er í lengri ferðir og passa að vera með plástra, krem og annað sem til þarf ef blöðrur fara að myndast á miðri göngu. Að ganga nýja skó aðeins til er síðast en ekki síst gott að gera með einhverjum fyrirvara. - jma Góðar iljar í sumargöngur Göngugarpar ættu að ganga til nýja skó og gæta þess að ástand fótanna sé upp á það besta áður en lagt er af stað. Margir hyggjast eyða hluta af sum- arfríinu í heitara loftslagi, sólar- löndum eða á öðrum stöðum þar sem sólin skín mestan part sumarsins. Mikilvægt er að huga að nokkrum grunnatriðum áður en ferðalangar spóka sig um í heitu löndunum. Vitað er að sólin getur flýtt fyrir öldrun húðarinnar sem og aukið lík- urnar margfalt á húðkrabbameini. Hættulegast er þegar húðin brenn- ur. Til að koma í veg fyrir það er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga: Hafið barðastóran hatt á höfðinu í göngutúrum og við afþreyingu þegar sólin skín beint ofan á hvirf- ilinn. Ljós og laus föt henta einnig vel í hita. Gangið úr skugga um að sólgler- augun ykkar séu með UV-filter. Skammtið ykkur tíma í sólinni og verið inni við þegar sólin er hæst á lofti. Heimamenn haga veru sinni í sólinni þannig og taka sér hvíld meðan hún er hæst á lofti. Notið alltaf sólarvörn og munið sérstaklega vel eftir þeim stöðum líkamans sem eru ekki vanir sólar- geislum, til dæmis hnésbótunum. Verjið börn sérstaklega vel fyrir sólinni. Setjið á þau sólarvörn með SPF-stuðli 25 eða hærra. Langerma þunnir bolir og hattar eru góðir. Börn undir tólf mánaða aldri eiga alls ekki að vera í sól. Munið loks að drekka nægan vökva. - jma Að kunna á sólina Augum, höfði og viðkvæmum stöðum, svo sem hnésbótum, ætti að hlífa í sól- inni með fatnaði, höfuðfati og sólarvörn. Í yfirlýsingu á vef Landlæknis- embættisins segir að þegar öskumistur sé til staðar eða aukin svifryksmengun sé fólki með undirliggjandi hjarta- og lungna- sjúkdóma ráðlagt að halda sig sem mest innandyra. Notkun gríma sé óþörf. Þar kemur einnig fram að ekki sé vitað til þess að heilbrigt fólk, þar með talin börn, séu í sérstakri hættu vegna öskumisturs. Þó sé skynsamlegra að börn leiki sér ekki lengi úti ef öskumistrið er sérstaklega áberandi. Inntur eftir því hvort ráðlegt sé að ungabörn sofi úti í vögn- um þegar öskumistur sé í loftinu segir Haraldur Briem sóttvarna- læknir að óhætt sé að börn sofi úti en ef öskumistur sé í lofti skuli setja grisju fyrir opið á vagn- inum. Hægt er að fylgjast með tölum um loftmengun á vef Heil- brigðiseftirlitsins, www.heilbrig- diseftirlit.is. Fólk verði einnig að treysta á eigin dómgreind og meta stöðuna. Haraldur nefnir einnig að svif- ryksmengun af völdum nagla- dekkja á götum sé hættulegri en öskumistrið og sú mengun sem hlýst jafnan af sprengingum flug- elda á gamlárskvöld. Hjá Landlæknisembættinu er nú í undirbúningi úttekt á áhrif- um öskufalls og öskumisturs á heilsu fólks. Heimasíða embætt- isins er www.landlaeknir.is. - rat Börn eru ekki í sérstakri hættu Óhætt er fyrir ungabörn að sofa úti í vagni þó að öskumistur sé í lofti ef grisja er sett fyrir opið á vagninum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.