Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 14
14 15. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S ú málamiðlun, sem náðist í allsherjarnefnd Alþingis um breytingar á frumvarpinu um stjórnlagaþing, virðist vera fremur til bóta og óskandi væri að málið fengi afgreiðslu á þinginu, sem nú er að ljúka. Samkvæmt breytingartil- lögu fulltrúa allra flokka á meðal annars að fela stjórn- lagaþinginu að fjalla um tvennt, sem láðist að nefna í upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra; annars vegar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála og hins vegar umhverfis- mál, þar á meðal eignarhald á auðlindum. Hvort tveggja eru mál, sem mörgum finnst að eigi heima í nútímalegri stjórnarskrá. Í breytingartillögu fulltrúa allra flokka nema Framsóknar- flokksins er lagt til að áður en efnt verður til stjórnlagaþings- ins kjósi Alþingi nefnd, sem verði sjálfstæð í störfum sínum og fái það hlutverk að standa að þúsund manna þjóðfundi um stjórnar- skrána. Fundarmenn verði valdir með slembiúrtaki úr þjóðskránni. Nefndin á að vinna úr tillög- um þjóðfundarins og leggja fyrir stjórnlagaþingið, auk þess að taka saman gögn og leggja fyrir stjórnlagaþingið hugmyndir um breytingar á stjórnarskrá. Það er út af fyrir sig mjög merkilegur áfangi að þjóðfundar- fyrirkomulagið skuli þannig vera á leið inn í löggjöf um endurskoð- un sjálfrar stjórnarskrárinnar. Þjóðfundurinn, sem haldinn var í Laugardalshöll í nóvember síðastliðnum var einstakur; í fyrsta sinn voru fulltrúar heillar þjóðar, valdir með slembiúrtaksaðferð, fengnir saman á einn stað til að móta framtíðarstefnu. Umræðu- fyrirkomulag þjóðfundarins er sömuleiðis talsverð nýjung fyrir Íslendingum. Þar var unnið í smærri hópum, sem leituðust við að greina gildi samfélagsins og bregða upp framtíðarsýn. Þannig var þróuð aðferð til að allir fengju að tjá sig og koma sinni skoðun á framfæri, sjónarmið allra fengju jafnt vægi, enginn meirihluti kaffærði minnihlutann og áherzlan væri ekki á átök eða að yfir- gnæfa andstæð sjónarmið, heldur að leita að því sem átti breiðan grundvöll og sameiginlegan hljómgrunn. Aðferð og niðurstöður þjóðfundarins vöktu mikla athygli og víða hefur verið til þeirra vitnað síðan. Svipað fyrirkomulag hefur verið viðhaft við stefnumótun á vegum ríkisins, sveitarfélaga og félaga- samtaka og víðast gefið góða raun. Það er hressandi og uppbyggi- leg tilbreyting frá íslenzkri umræðuhefð, sem oft virðist fremur byggjast á því að sverta andstæðinginn og gera lítið úr honum á alla lund en að leita að því jákvæða, sem allir geta sameinazt um. Mikið ríður á að um niðurstöðu stjórnlagaþings skapist sem víð- tækust sátt. Alþingi hefur í meira en sex áratugi ekki ráðið við það verkefni að endurskoða stjórnarskrána, vegna þess að þar hafa menn ævinlega hrotið ofan í pólitískar skotgrafir. Til stjórnlaga- þings verða ekki kjörnir fulltrúar flokka, heldur einstaklingar sem hafa áhuga á að beita sér fyrir umbótum á stjórnskipaninni. Það stuðlar vonandi að því að stjórnarskrárumbætur hrökkvi ekki enn eina ferðina í pólitískan baklás. Það að nýta umræðuform þjóð- fundarins til að fá fram sjónarmið almennings ætti sömuleiðis að stuðla að sátt. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sérstaða Íslands sem ferðamanna-lands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finn- ur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dög- unum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamanna- staði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættu- sæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heil- brigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mann- skepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sann- leika og farin að grisja í skógi umferð- armerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferð- armerki sem sýna möguleika á snjó- komu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar nátt- úruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frá- gangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífs- hættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látra- bjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sam- bandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir? Hættur á ferðamannastöðum Öryggis- mál Jón Baldur Þorbjörnsson leiðsögumaður afsláttur til 30. júní 20% Vonarpeningur Mörður Árnason bloggar um vatnalög. Hann vill nema lögin frá 2006 úr gildi og líst illa á hugmyndir forystumanna stjórnarflokkanna um að fresta gildistöku enn eina ferðina. „Það er ekki gott – meðal annars vegna þess að enginn veit hvað ríkisstjórnin lifir lengi, en þó skárra en að lögin taki gildi, sem væri fullkom- lega fáránlegt í samstjórn þeirra flokka sem ein- mitt tókst að standa vörð um fornan rétt í málinu.“ Þetta eru merkileg ummæli. Hvers vegna ætti almenn- ingur að hafa tiltrú á ríkisstjórninni ef stjórnarliði hefur efasemdir um að hún sé á vetur setjandi. Ef þetta er ekki vatn á myllu stjórn- arandstöðunnar … Heyannir Nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að aðildarumsókn Íslands að ESB skuli dregin til baka. Í þeim hópi er Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins. Pressan greindi frá því í gær að innan Framsóknar væri allt á suðupunkti vegna þessa. Gunnar Bragi gengi þarna í berhögg við stefnu sem samþykkt var á flokksþingi Fram- sóknarflokksins. Formaður málefna- nefndar segist líta svo á að Gunnar Bragi sé að segja grasrótinni stríð á hendur. Gunnari Braga til varnar má hins vegar benda á að Framsóknarflokkurinn er gamall bændaflokkur og það er jú sláttutími. bergsteinn@frettabladid.is Tillögur um þjóðfund sem undanfara stjórnlagaþings ættu að stuðla að sátt. Ný umræðuhefð?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.