Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2010 11 Það er800 7000 • siminn.is Facebook, YouTube, Google, tölvupóstur og fréttamiðlarnir fylgja þér á ferðalaginu í gegnum stærsta 3G dreifikerfi landsins. Farðu á netið í glænýjum 3G síma Sértilboð Stökktu til Costa del Sol 22. júní Frá aðeins kr. 69.900 í 14 nætur 14 nátta ferð – ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 22. júní í 14 nætur til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði bæði 22. júní og 6. júlí. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Kr. 69.900 – 14 nátta ferð Verð m.v. m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í 14 nætur. Verð m.v. 2–3 í herbergi / stúdíó / íbúð kr. 74.900. Sértilboð 22. júní. FRÁ AFGANISTAN Meðal efnanna sem hafa fundist í Afganistan er líþín, sem er gríðar- lega verðmætt og er meðal annars notað í farsímarafhlöður. AFGANISTAN, AP Gríðarlega stórar námur hafa fundist í Afganistan. Meðal efna sem þar er að finna eru járn, kopar, gull og líþín. Þetta kemur fram í niðurstöð- um teymis á vegum bandarískra stjórnvalda, sem segir námurnar vera að minnsta kosti 900 milljarða Bandaríkjadala virði. Námurnar veita mikla mögu- leika og gætu skipt sköpum við að koma landinu úr mikill fátækt, að mati Bandaríkjamanna. Rannsókn- ir á námunum hófust árið 2006 og lágu niðurstöðurnar fyrir á síðasta ári. Spurningar hafa því vaknað um hvers vegna fyrst er greint frá málinu núna. Jafnvel er talið að það sé gert til þess að auka til- trú fólks á stríðinu í Afganistan, og því að það sé þess virði að vinna. Það mun þó taka mörg ár að byggja upp námuiðnað í landinu ef af verður. Ekki eru fullnægj- andi lög og reglur til að laða fjár- festa að námunum auk þess sem miklu þyrfti að eyða í uppbygg- ingu samgangna á svæðinu. Þá er talið að námurnar gætu orðið til þess að talibanar muni leggja enn meira á sig við að ná yfirráðum á svæðinu. - þeb Stórar námur ýmissa efna fundust í Afganistan: Miklir möguleikar í námum í Afganistan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.