Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 10
10 15. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Formaður Sjálfstæðis- flokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveit- anda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafn- leysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar for- menn flokkanna sammælt- ust um að opna bókhald- ið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig,“ segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini.“ Spurður um aðra þing- menn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsing- ar og geri opinberar eftir því sem hægt er.“ Minnst fimm þing- menn Sjálfstæðis- flokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðun- ar yfir þá sem hafa skilað upplýsing- um um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofn- unin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síð- ustu áramót en það var ekki laga- leg skylda. Jón Gunnarsson er einn þess- ara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækj- um. Heildarkostnaður í prófkjör- inu hafi numið um fjórum millj- ónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki,“ segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kost- að mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa,“ segir Pétur. Spurð- ur hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkis- endurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostn- að undir 300.000 krón- um og Ragnheiður að stærsti styrkur til henn- ar hefði verið hálf millj- ón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálf- stæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykj- um sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíus- son og Sigurður Kári Kristj- ánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum“. klemens@frettabladid.is 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 44.900 kr. Símalán – útborgun: LG OPTIMUS GT540 – 3GL Frábær sími með Android stýrikerfi, GPS og stórum snertiskjá. Yfir 30.000 smáforrit í boði. 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 24.000 kr. Símalán – útborgun: LG VIEWTY – 3GL Frábær 3G sími með stórum snertiskjá, flottri 5MP myndavél, tónlistarspilara og FM útvarpi. * Ef g re itt e r m eð k re di tk or ti er h æ gt a ð dr ei fa e ft ir st öð vu nu m v ax ta la us t á al lt að 1 2 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . Báðum símum fylgir 12.000 KR. INNEIGN yfir árið! Áskrift að NETIÐ Í SÍMANUM á 0 kr. í einn mánuð E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 5 3 5 Formaður má ekki segja frá Formaður Sjálfstæðisflokksins fær ekki leyfi til að segja hver styrkti hann 2006. Nokkrir þingmenn flokks- ins eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um prófkjör fyrir kosningar 2007. Pétur Blöndal þáði styrk upp á 700.000 krónur. Ólöf Nordal segir mest hafa komið úr eigin vasa. Sex manns brutu iðnaðarlög Þrír karlmenn og þrjár konur hafa verið ákærð fyrir að reka þrjár ljós- myndastofur og selja þjónustu án þess að hafa meistara til forstöðu. Þar sem um er að ræða löggilta iðngrein eru þau ákærð fyrir brot á iðnaðar- lögum. DÓMSTÓLAR MÓTMÆLI Hópur fólks lét vatns- fötur ganga á milli sín frá Tjörn- inni og skvetti úr þeim á Alþing- ishúsið í gær til að mótmæla einkavæðingu íslenska vatnsins. Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykja- vík, var meðal mótmælenda og segir að Alþingi þurfi að standa í lappirnar því vatnið sé dýrmæt- asta auðlindin í framtíðinni. Helga segir jafnframt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vilji einkavæða auðlindir landsins og það beri að varast. - sv Mótmæli við Alþingishúsið: Skvettu vatni BARN Í KÚLU Þessi drengur skemmti sér konunglega inni í uppblásinni plastkúlu á vatni í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Kúlan hefur þó tæplega veitt mikið skjól fyrir 35 gráða heitri svækjunni í landinu nú um stundir. NORDICPHOTOS / AFP JÓN GUNNARSSON ÓLÖF NORDAL PÉTUR BLÖNDALBJARNI BENEDIKTSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.