Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2010 3 GEISLAR SÓLARINNAR ERU VARA- SAMIR. Börn þarf að verja fyrir sterkum geislum sólarinnar, einnig þegar okkur sýnist vera skýjað. Korna- börn eiga ekki að vera óvarin í sól- skini og þau skal hafa í skugga og forðast sólina milli klukkan 12 og 15. Klæðið börnin í létt- an fatnað, sólhatt eða derhúfu og notið sólar- vörn með háum styrk- leika. Stálpaðri börn eru gjarnan mikið úti við leiki á góð- viðrisdögum og þau þarf líka að verja gegn sólinni. Nota skal sólarvörn með háum styrkleika og fylgjast með tímanum sem þau verja úti í sólinni. Börnin finna ekki fyrir því þegar þau sólbrenna, sér- staklega ekki þegar vatn eða vind- ur kælir húðina í skemmtilegum leik. Áhrif sólarvarnarkrema dofna einnig með tímanum svo nauð- synlegt er að endurnýja vörnina eftir tvo klukkutíma. Ef börnin sólbrenna er hægt að kæla svæðið með vatni um 25 gráðu heitu. Einnig er hægt að bera á kælandi hlaup sem linar sviðann. Ef blöðrur myndast og sársaukinn er mikill skal leita læknis. Einnig skal alltaf leita læknis ef kornabörn sólbrenna. Sjá upplýsingar á vefnum, www. doktor.is - rat Verjum börnin „Ég ætla að fara á reiðnámskeið, svo ætla ég líka að fara á söng- og leiklistarnámskeið. Síðan ætla ég líka að fara á ættarmót uppi í sveit og út í Flatey,“ segir Una Margrét Reynisdóttir, átta ára nemandi úr Austurbæjarskóla, sem er í Draumasmiðjunni í skól- anum þessa vikuna. Þar er líka Ari Kaprasíus Kristjánsson sjö ára sem grípur orðið. „Og ég ætla kannski að fara til Danmerkur og svo ætla ég að fara eitthvert á Íslandi. Svo ætla ég bara að vera í fríi.“ Una hefur þrisvar sinnum farið á reiðnámskeið, en á hún hesta? „Nei, reyndar ekki,“ segir hún en Ari bætir við að í Danmörku ætli hann kannski að fara í hús- dýragarðinn en honum finnst leðurblökurnar þar skemmtileg- astar. „Þær vaka aldrei á daginn og þurfa ekkert ljós. Svo þegar þær sofa þá hanga þær bara á veggjunum. Ég sá einu sinni leðurblöku og það var eins og hún væri sofandi á vegg.“ Ara langar líka á karatenám- skeið í sumar. „Ómar vinur minn er í karate. Hann er ógeðslega góður í því, ef ég reyni að keppa við hann þá tekur hann mig bara niður strax,“ segir Ari sem stefnir á að verða betri en Ómar í karate í sumar. Á meðan Ari verður á karatenámskeiði ætlar Una á dans- og söngnámskeið hjá Borg- arleikhúsinu. „Mér finnst gaman að leika, sko Elma Lísa fóstur- mamma mín er leikari,“ segir Una og bætir við að hún hafi farið oft í leikhús. „Uppáhaldsleikrit- ið mitt er Kardimommubærinn. Mér finnst skemmtilegast þegar kviknar í turninum hjá Tobíasi.“ Una ætlar líka í sumarbústað. „Ég fór þangað um daginn að hitta lömbin,“ segir hún glöð. „Það er bóndabær hjá og hann á fullt af kindum með lömbum þar. Ég gaf lömbunum brauð,“ útskýrir Una en Ari ætlar að fara í tjaldferða- lag. „Ég ætla að fara út í nátt- úruna og tjalda,“ segir Ari, sem finnst það gaman. „Stundum þegar ég mátti ekki tjalda fannst mér ekki gaman. Það var þegar var verið að setja tjaldið niður og ég var fyrir.“ martaf@frettabladid.is Skoða dýr í Danmörku og gefa lömbum brauð Austurbæjarskóla lauk í síðustu viku. Tveir nemendur, þau Una Margrét Reynisdóttir og Ari Kaprasíus Kristjáns- son, segja frá því hvað tekur nú við eftir að skólanum er lokið. Námskeið og ferðalög eru á dagskránni. Ari og Una fara meðal annars á námskeið og í ferðalög í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kassaklifur - GPS ratleikir - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastörf Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Upplýsingar og skráning á netinu - www.ulfljotsvatn.is “Spennandi útilífsævintýri - fjör og hópefli” Opið virka daga kl 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is INNRITUN ER HAFIN Barnabílstólar og kerrur Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.