Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 7
3. blaft 37. árg, Mr. 361 Apríl 1970 SAMTIÐIIM HEIIUILISBLAÐ TIL SKEIUIUTIJIXIAR 0G FRÓÐLEIKS SAMTfÐlN kenn.r út mánaðarlega nema i jannar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: SigurSur Skúlason, Reykjavík, simi 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 200 kr. (erlendis 250 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka i Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Kirkjusókn í Vestur-Þýzkalandi minnkar stórlega ÞÝZKT stórblað birti nýlega allmargar mynd- ir úr hartnær mannlausum kirkjum, meðan guðsþjónustur fóru ])ar fram, og jafnframt gat þar að lesa eftirfarandi: „I Þýzkalandi er það ekki lengur talið óviðeigandi og ekki einu sinni álitið hneykslanlegt að segja skilið við kirkju sína. Það er hins vegar allt að því orðin tízka.“ Á síðustu vikum ársins, sem leið, tilkynntu yfirvöldin í öllum landshlutum Vestur-Þýzka- Iands, að fjöldi fólks óskaði að segja skilið við kirkjur sínar. Síðan hafa þýzk dagblöð birt greinar um þetta ástand. í Kiel hafa 30—40 meðlimir lútherskrar og kaþólskrar trúar ný- lega vfirgefið söfnuði sína. í Munchen sögðu árið, sem leið, 1800 kaþólskir sig úr söfnuðum sínum, en þar hafa 8 síðustu árin að meðaltali 950 safnaðarmenn horfið þaðan. I Vestur-Ber- lín höfðu fram til októberloka 1969 meir en 13500 mótmælcndur horfið úr söfnuðunum eða 70% fleiri en árið áður. Heildartölur uiu betta gífurlega fráhvarf í gervöllu Vestur- Þýzkalandi skorti í þeim blöðum, sem við lás- «m. Frá Köln bárust þær fréttir, að mest bæri á fráhverfi fólks á þrítugsaldri, og voru í því sambandi einkum tilnefndir embættismenn, iðn- aðarmenn og verkafólk. Fráhvarfið hefur reynzt meira í borgum en sveitum landsins. Mest hef- ur það verið í Hamborg og Vestur-Berlín. Hér fara á eftir ummæli nokkurra Þjóð- verja varðandi þetta mál Kurt Schaf, biskup 1 Vestur-Berlín, hefur komizt svo að orði: ..Ástand kirkjumálanna í Þýzkalandi og Vest- ur-Berlín er orðið uggvamlegra en áður. Sú stefna, að segja skilið við kirkjuna, hefur nú fmrzt meir í aukana en við mátti búast.“ — Beckmann, formaður evangelisku kirkjunnar í Rínarlöndum, segir um fráhvarfið, að það minni sig á „verstu nazistaárin", eins og hann kemst að orði. Og Giinther Harder, guðfræði- prófessor í Berlín, segir: „Hér mun verða skriðufall, sem kæfir okkur.“ Hér fara á eftir fáein ummæli þess fólks, sem gerzt hefur fráhverft þýzku kirkjunni á sl. ári, og er þar af miklu að taka. Robert Halz- ach í Miinchen (29 ára) segir: „Vísindin hafa farið fram úr trúarbrögðunum. Kirkjan verður að finna sér nýja hugmyndafræði." — Josef Becker í Saarbriicken (57 ára) segir: „Ég varð að greiða 600 mörk á ári í kirkjugjöld. Þá sagði ég mig úr kirkjunni. Ég verð að rcyna að eiga fyrir útgjöldum." — Helmut Lankau í Ham- borg (25 ára) segir: „Fráhvarf mitt frá kirkj- unni stafaði ekki af vantrú, því að ég er enn trúaður. Það er á kirkjuna sjálfa sem stofnun, sem ég trúi ekki framar.“ — Ivonne Griiter i Miinchen (23 ára) segir: „Ég álít, að bæði evan- geliska og kaþólska kirkjan séu orðnar ókristi- legar, ábyrgðarlausar og ótímabærar í athöfn- um sínum.“ — Karl Thomsen í Flensborg (59 ára) segir: „Kirkjan er mér í raun og sann- leika of framandi. Hún er auðug, en hún berst ekki nægilega gegn grimmdinni, sem á sér stað í heiminum. Það veldur mér áhyggjum.“ Dr. Hans Samefinger í Miinchen (28 ára) segir: „Mér finnst kirkjan í dag vera í andstöðu við kröfur tímans. Ég tel hana beinlínis skaðlega, af því að hún hefur um aldaraðir hindrað fram- farirnar.“ I Vestur-Þýzkalandi hefur upp á síðkastið verið birtur fjöldi biturra ummæia um kirkj-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.