Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN una. Það vekur athygli, að ýmsir þýzkir prcst- ar hafa beinlínis hvatt fólk til að segja skilið við hana. R AD D I R--------------------- ----------R A D D I R---------- -------------------RADDIR Dr. Viktor Baily: NEIKVÆÐ ÁHRIF SJDNVARPS VIÐ gerumst háð ruddamennskunni og göngum henni á hönd. Barn, sem horfir á sjónvarp 15—20 klst. á viku, sér þar hrotta- skap að meðaltali einu sinni á hverjum stundarfjórðungi. Fyrir bragðið verða mörg börn afbrigðileg að því leyti, að þau fer að langa til að framkvæma sjónvarps-hryðju- verkin sjálf. Ég er sannfærður um, að sér- hver bandarískur hermaður, sem tók þátt í fjöldamorðunum í Mai Lai, hefur orðið fyr- ir svipuðum áhrifum af völdum sjónvarps- ins. (Lauslega þýtt úr Life). Frægar systur JACQUELINE ONASSIS (áður Kennedy) og systur hennar hafa löngum notið þess vafasama heiðurs að vera uppáhaldslesefni vikublaðanna. Nýlega komst ameríski rithöfundurinn Truman Capote þar óvenju vinsamlega að orði um þær Jacqueline og Lee Radziwill, systur hennar, er hann gerði eftirfarandi samanburð á þeim: „Jackie er þrekvaxnari, en Lee er fíngerð- ari náttúrusmíð. Munurinn á þeim er áþekk- ur og á leirkeri og postulínsíláti. Lee væri þá postulínið. Og ég býst við, að Jackie hafi nákvæmlega þessa skoðun á systur sinni. Hún kallar hana nefnilega alltaf „hina fögru“ “. 4 GÓÐUR mánuður byrjar með þvi, að menn gerast áskrifendur að SAMTÍÐINNI. 4 SKEMMTIÐ yður við skopsögur SARI- TÍÐARINNAR. Illamma bíður LlTILL snáði kom inn í búð, lagði 25 kr. á borðið og sagði: ,,Ég átti að kaupa fyrir þetta, en flýta mér voðalega, því hún mamma situr og bíður.“ „Og hvað áttirðu að kaupa, væni minn?“ „Klósettpappír." Skipti engu máli RÆTT var um ráðningu leikkonu einn- ar. Þá sagði leikhússtjórinn: „Ætli við ættum að ráða hana? Mér er nefnilega sagt, að hún sé kynvillt.“ „Hvern fjandann gerir það til, ef hún getur leikið eðlilegan kvenmann" sagði leikstjórinn. En hvað ekkert má! INNBROTSÞJÓFUR hafði strokið úr tugthúsinu, en náðist og stóð nú aftur fyr- ir réttinum. Hann sagði móðgaður: „Ég skil þetta alls ekki, dómari. Ef ég brýzt inn, þá er mér reísað, og ef ég reyni að brjótast út, tekur ekki betra við í þessu lýðfrjálsa landi!“ Sjálfsagt að kryfja fólk „Eg er alveg með því, að ég verði kruf- in,“ sagði forvitin kona. „Það væri nefni- lega alveg voðalegt að fá ekki að vita, úr hverju maður hefði dáið.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.