Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 15
samtíðin 11 ’>Ég get ekki einu sinni verið þekkt fyrir að fara yfir ganginn svona útlítandi," sagði Rut. >,Þú lítur vel út. Komið þið nú báðar, .. .“ sagði hann. ,,Það verða ekki svo mörg kvöld, sem ég get boðið ykkur heim. Ég fékk skeyti R'á aðalskrifstofunni í dag. Það er búið að akveða að flvtja mig til Rómar ... Ég fer Þangað eftir viku.“ Hann sagði þetta í léttum tón, og rödd hans var glaðleg. Á þessari stundu held ég, að við Rut höfum báðar hugsað það sama. Honum er hjartanlega sama um þetta, hugs- uðum við. ,,Kemur þetta ekki dálítið óvænt?“ spurði Rut. Jack hló við. „í mínu starfi gerast hlutirn- ir °ft fljótt. Ég verð að segja, að tilhugsun- in um að starfa í Róm er mér geðfelld. Ég verð að hraða mér af stað, áður en hitinn Þar suður frá verður allt of rnikill." Þetta dimmviðriskvöld sáum við ' Róm fyrir okkur í huganum: Glitrandi birtu á vatni — á grjóti — ótrúlega bláan himin. „Ég mun sakna ykkar beggja ótrúlega niikið,“ sagði Jack, en orðin hljómuðu ekki ems og þau kæmu frá hjartanu. Hann var ekki hrifinn af okkur, — það var lífið sjálft, sem hreif hann, hvorki meira né minna. Rut sat þögul og hugsi, og ef ég hefði get- eð lesið hugsanir hennar þá stundina, hefði eg sennilega getað fræðzt um, hvernig hún hugsaði til Jacks. Skömmu seinna leit hún upp og brosti til hans. — „Ég held mig langi unnars í glas,“ sagði hún. Við fórum inn til Jacks. Rut opnaði fyrir sjónvarpið. Jack rétti mér bók, sem hann hafði fengið senda frá New York rétt í þessu. Hann hristi kokkteilana, . . . og kvöldið varð ems og svo mörg önnur kvöld höfðu verið, g°tt og yndislegt, — en það varð eitt af síð- ustu kvöldunum okkar. , JACK hlaut að hafa átt fleiri vini í Lund- unum en við höfðum vitað um. Hann var °ft úti þessa síðustu viku, og við höfðum lít- í af honum að segja. Ég veit ekki, hvern- Rut gat kvatt hann. En ég var alein, þeg- 31 hann kom til að skila mér bókunum mín- U-- Hann þrýsti hendur mínar og sagðist °ska þess af' heilum hug, að mér tækist vel lS sarnningu skáldsögunnar minnar. Ekkert ^ai mér þá stundina óhugstæðara en þetta okargrey, sem ég hafði aldrei komið í verk að setja saman, en hann hélt áfram að tala um hana af sönnum áhuga. Svo hringdi sím- inn inni hjá honum, hann sleppti höndum mínum, og andartakið var liðið hjá. Hann læddist út úr íbúðinni sinni morg- uninn eftir á sokkaleitunum til þess að ná í flugvélina, sem fór snemma. Þegar ég kom heirp um kvöldið, var verið að sækja ísskáp- inn og sjónvarpstækið hans. Jack hafði sagzt ætla að skrifa okkur, og við vonuðumst eftir bréfi frá honum. En það kom ekkert bréf. Ég held, að við höfum ekki gert okkur í hugarlund, að það mundi nokk- urn tíma koma. Ég hafði hálft í hvoru búizt við, að við mundum sætta okkur við allt þetta og endurheimta gömlu, óþvinguðu vináttuna okkar í milli, þegar Jack væri allur á bak og burt. Og okkur hefði ef til vitt tekizt það, ef annarri hvorri okkar hefði bara tekizt að hlæja og segja eitthvað á þessa leið:: „Drott- inn má nú vita, fyrir hverja hann Jack hrist- ir kokkteilana sína í Róm!“ — En við minnt- umst aldrei á hann, og andrúmsloftið milli okkar hélt áfram að vera lævi blandið vegna mannsins, sem við nefndum aldrei á nafn. Þegar fram liðu stundir, skildist mér líka, hvernig á þessu stóð. Það var vegna þagnar- innar, sem ríkti milli okkar og hins, hve ég þráði hann af heilum hug. Jack hafði verið sá maður, sem við hefð- um báðar viljað eiga og höfðum báðar misst. Oft var ég að hugleiða, hvort Rut yrði að þola söml beisku stundirnar og ég sjálf, þeg- ar ég hugsaði: „Ó, að hún hefði ekki verið hér, ó, að ég hefði verið ein, þegar ég hitti hann, þá hefði allt þetta ef til vill farið öðruvísi .. Að nokkrum tíma liðnum kvaðst Rut hafa útvegað sér aðra íbúð og fluttist burt. Hún fann upp á að segja, að hún þarfnaðist stað- ar, þar sem hún gæti verið í algeru næði. Það voru nú ekki sérlega sannfærandi rök, þegar vitað var, hve mikil samkvæmismanneskja hún var. Tíminn leið, og honum fylgdi þessi furðu- legi lækningamáttur. Ég skrifaði bók, en ekki þá, sem ég hafði áður ætlað mér að semja. Skáldsagan mín fjallaði um afbrýði- semi. Gagnrýnendunum fannst hún ákaf- lega bersögul, og fólk keypti hana. Ég gift- ist bókaútgefandanum, sem gaf hana út, og öðlaðist meiri hamingju en mig hafði grun- að, að til væri. Rut kom í veizluna, sem við hjónin héldum, þegar við komum heim úr

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.