Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 29 SAMTÍÐIN óskar afmælisbörnum mánaðarins allra heilla "^ ^tjörnuApá farir MARZ 1970 &☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆} VATNSBERINN: 21. janúar—19. febrúar Ólík fjölskyldusjónarmið geta or'ðið til þess að tefja fyrir framkvæmdum. Dokaðu við með ýta á eftir þeim. Notaðu tækifærið 11. apríl að koma fram málum þinum. Vertu varkár í ástum 19. apríl. Þú átt gullið tækifæri 2(5. april. FISKARNIR: 20. febrúar—20. marz Þú getur vænzt ávinnings með aðstoð vina þinna. Varastu að taka mikilvæga ákvörðua 19. apríl. Gott verður að leita samvinnu við 'ini 22. apríl og gera út um óleysl vandamál -6. april. Þú átt gróðavon 29. apríl, ef vel tekst til. HRÚTURINN: 21. marz—20. apríl Nú er tækifærið lil að gera áætlanir um við- ■skipti og fjármál langt fram í timann. Gerðu bað 10. og 11. apríl. Leggðu þig sérstaklega fi’am við störf þín 11. og 15. apríl, og griptu heppilegt tækifæri 23. april. Ástamálin verða óhagstæðari eftir 20. april. NAUTIÐ: 21. apríl—21. maí Hott verður að jafna ágreining 5. og 7. april. Hvildu þig 10. apríl, en reyndu að linna ábata- sama leið 11. og 20 april. Gott verður til fé- lagsstarfs og ásta 23. april. Þú skalt verjast á- gengni 19. april og fresta mikilvægum ákvörð- unum 27. apríl. TVÍBURARNIR: 22. maí—21. júní Vertu vakandi og gríptu ábatasamt tækifæri 9- april. Gættu heilsunnar vel vegna áreynslu í störfum 5., 7. og 21. apríl. Leggðu sérstaka rækt 'ið störf þín 11. april, og sættu fjölskyldusjón- armiðin lieima fyrir 23. apríl. Varastu meiri háttar ákvarðanir 19. og 27. apríl. KRABBINN: 22. júní—23. júlí l'reystu sjálfum þér eingöngu vegna árása annarra 5., 7. og 21. apríl. Gættu heilsunnar 'el 19. apríl. Kynntu þér rækilega nytsamar skoðanir annarra í ábata skyni. ÚJÓNIÐ: 24. júlí—23. ágúst Griptu ábatasamleg tækifæri 11. og 23. april. ^ era má, að nokkurra breytinga á lifnaðarhátt- Urn lúnum sé þörf 21. apríl. Gefðu gaum að fjáraflaáformum 19. og 27. apríl til að afstýra tapi. MEYJAN: 24. ágúst—23. september Leggðu þig fram við gott samstarf 11. apríl, en hvildu þig siðan. Gættu góðs samkomulags við ættingja þína og mágfólk 5., 7. og 21. apríl. Varastu tjón 19. og 27. apríl. Frestaðu meiri háttar fjármálaákvörðun til 26. april. VOGIN: 24. september—23. október Hugsaðu til að auka umsvif þín 3. apríl og framkvæmdu áformin 11. og 23. ágúst. Ofreyndu þig ekki 10. og 11. apríl, heldur hvíldu þið. Ásta- málin verða hagstæð 26. april. Farðu varlega 19. og 27. april. SPORÐDREKINN: 24. október—22. nóv. Fjárliagslegt samkomulag við sainstarfsmenn 10. og 11. apríl mun koma i veg fyrir ágreining. Farðu gætilega i þessum efnum 19. apríl, og vertu aðsjál(l) 27. april. Ástamálin kalla 29. april. BOGMAÐURINN: 23. nóv.—21. desember Leggðu rækt við atvinnumálin í april, og nytfærðu þér góð tækifæri í þeinl efnum 11. og 23. Iðkaðu líkamsrækt 5., 10 og 21. apríl. Vertu samvinnuþýð(ur) eftir 18. apríl. Varastu að treysta loforðum vina þinna 27. apríl. STEINGEITIN: 22. desember—20. janúar Heimilisvandamálin kalla 5. april, og yngra fólkið kann að gera kröfur 10. og 11. Reyndu að bæta starfsaðstöðu þína 8. og 9. april, og forðastu áföll 19. Varastu fjölskylduárekstra 27. april. Skemmtu þér i lok mánaðarins. Litill drengur fór með pabba sínum að horfa á ballett. Þegar hann sá, að allar meyjarnar dönsuðu á tánum, varð honum að' orði: „Af hverju fá þeir sér ekki hærra kven- fólk?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.