Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 um 6 Merínokindur, og þar sem loftslagið J ^olland' roýndist þeim allt of rakt of kalt, voru þær sendar til Suður-Afríku Þaðan fengu Ástralíumenn síðan fyrsta Merino-fjárstofn sinn. Er nú svo komið, uð Spann er orðinn tiltöluiega ntill ullar- ótflytjandi, en þar eru um 24 millj. sauð- Már, er gefa af sér um 40 millj. kg aí óþveginni ull á ári. Merino-ullin nemur í dag um 40% af ullarframleiðslu heimsins, en Crossbred- ullin 38%. Aðrar ullartegundir nema 22%, 0g eru þær af margs konar fjái’teg- undum. Allfræg er ull af skozku fé. Hún er uokkru grófari en fyrrnefndar úrvals- tegundir og er bæði höfð í tweed og í ýmiss konar ábreiður. Rúning sauðfjár fer venjulega fram einu sinni á ári, og annast hana þúsundir þjálfaðra manna í hinum miklu sauðfjár- uæktarlöndum. Fara þeir hópum saman óæ frá bæ til að rýja féð. Víðast eru not- aðar hraðvirkar vélar, en vana menn þarf til að stjórna beim, því að reifið af kindinni verður að vera í einu lagi vegna ullarmatsins. Duglegir rúningsmenn eru ^ Juínútur að rýja hverja kind, og geta þeir rúið um 200 kindur á dag. Hafa þeir því há daglaun. Meiri hlutinn af hinu gífurlega ullar- Wagni, sem Ástralía og Nýja-Sjáland setja árlega á heimsmarkaðinn, er fluttur ut óþveginn. Þannig er frábært hráefni Selt háþróuðum iðnaðarþjóðum, sem breyta þyí í 1. fl. vefnaðarvöru o. fl„ er ullar- ió'amleiðendur Ástralíu og Nýja-Sjálands þaupa síðan af þeim háu vei’ði. Þetta er gömul saga, sem við Islendingar þekkjuro vel af eigin reynslu, því að héðan hefur um alda raðir flutzt mikið af óunnum gæðavörum, sem aðrar þjóðir breyttu í dýrari vöru og seldu okkur síðan aftur í einhverri mynd. A ---------- Gíæpamaður gerist leikari ÞAÐ þykir yfirleitt ekki sérstökum tíð- indum sæta með stórþjóðum, þótt leikrit sé sett á svið, nema eitthvað sérstakt komi til. En suður í Sydney í Ástralíu hefur í vetur verið sýndur við fádæma aðsókn sjónleikur, sem vakið hefur heimsathygli. Leikurinn gerist í fangaklefa, og fer fyrrum forhert- asti glæpamaður álfunnar með eitt aðaihlut- verkið, en hann leikur þarna af mikilli nær- færni hlutverk fangavarðar. Þessi ,,afbrotakóngur“, eins og erlend blöð nefna hann, hefur nú loks bætt ráð sitt. Hann heitir Darcy Dugan og er 49 ára. Dugan hefur setið í tugthúsinu í samtals 24 ár, aðallega fyrir gripdeildir og rán. Hann er býsna svalur náungi, er hefur sennilega sett heimsmet í þeirri list að „brjótast út“ úr rammbyggilegustu fangelsum og skjóta gæzlumönnum sínum þannig ref fyrir rass. En aldrei hefur hann komið mönnum jafn rækilega á óvart og með leik sínum í vetur. Leikritið heitir samkvæmt þýzkri þýðingu: „Hamingjan og augu mannanna". SAMTÍÐIN er óskablað allrar fjölskyld- unnar. Við heitum á velunnara blaðsins að út- vega því nýja áskrifendur meðal vina sinna og vandamanna. Munið liið einstæða kostaboð okkar til nýrra áskrifenda: Þeir fá sendan ár- ganginn 1970 og tvo eldri árganga fyrir aðeins 375 kr. Greiðsla fylgi áskriftarpöntun. ★ Skófatnaður í fjölbreyttu úrvali. ★ Kaupið skóna þar, sem úrvalið er mest. SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSS0NAR Laugavegi 17 — Laugavegi 96 — Framnesvegi 2

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.