Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Það má kalla ömurlegt, að mestu ullarframleiðendur heimsins skuli Selja mestalla ullina óþvegna úr landi LÁTA mun nærri, að Norðurlandabúi þarfnist ullar af einni sauðkind í föt á ári, en um það bil % af þeirri ull, sem kemur á heimsmarkaðinn, er frá löndum á suðurhveli jarðar. Þaðan kemur m. a. hin fræga Merino-ullartegund. Talið er, að samtals séu í heiminum um 920 milljónir sauðfjár, sem ull fæst af, og að 1.6 kg af þveginni ull fáist að meðal- tali af hverri kind á ári. Þess má þó geta, að í háþróuðustu sauðfjárræktarlöndum heimsins, þaðan sem mest er flutt út af ull, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, fæst miklu meiri ull af hverri kind. 1 Ástralíu fást að meðaltali 4—5 kg af kind á ári, og eftir að öll óhreinindi hafa verið þvegin úr reif- inu svo og fitan, lanolinið, sem notað er í hörundskrem og smyrsl, vegur það um 2J/> kg. Ástralía er mesta ullarframleiðsluland heimsins. Þar eru um 165 milljónir sauð- fjár, og samtals fást af þeirri miklu hjörð árlega um 765 millj. kg af óþveginni ull, en út eru flutt um 650 millj. kg af óunn- inni ull. Næst kemur Nýja-Sjáland með um 51 millj. sauðfjár, og nemur árlegur ullarútflutningum þess lands um 250 millj. kg. Samtals framleiða þessi tvö lönd meira en helming þeirrar ullar, sem kem- ur á heimsmarkaðinn, enda nemur ullar- útflutningurinn, hvað verðgildi snertir, um 35% af heildarútflutningi þeirra. Af- koma þeirra byggist því að verulegu leyti á ullarframleiðslunni og verðlagi á ullinni, og geta langvarandi þurrkar eða verðfali haft mjög örlagaríkar afleiðingar, hvað afkomu þeirra snertir. Ástralíubændur, sem eiga að meðaltali um 1100 fjár hver, geta að sjálfsögðu engu ráðið um tíðarfarið í álfunni, en tii að reyna að fá sem hæst verð fyrir ullina sína hafa þeir í samvinnu við fjárbændur Nýja-Sjálands og Suður-Afríku stofnað allsherjar ullarsölufélag, er reynir af öli- um mætti að verjast áhrifum hinnar gíf- urlegu samkeppni við margs konar gervi- efni, sem komin eru á vefnaðarvörumark- aðinn. Þessi sölusamtök ullarframleiðendanna reyna að halda verðlaginu sem stöðugustu, því að mikil verðlækkun á ull getur dregið mjög úr framleiðslu hennar, og mikil verðhækkun getur einnig örvað vefnaðar- vöruframleiðendur til að nota gerviefni í ríkari mæli en áður í stað ullar. Tvö fjárkyn, er nefnast á erlendu máli Merino og Crossbred. eru talin ullarbezt. Ástralía er Merinö-fjárlandið, en Nýja- Sjáland Crossbred-fjárland, og þykir un af því fé tæplega jafn góð og ull af Merino- fé. En Crossbredfé hefur samt unnið á, því að kjöt af því þykir einkar gott. Crossbred er tiltölulega ungt kynblönd- unarfé, en Merinoféð er gamalt, hrein- ræktað kyn. Ætt þess má rekja til Spánar allar götur aftur á 15. öld. Þar var þetta fjávkyn ræktað fram á 18. öld, og var all- ur útflutningur Merinofjár frá Spáni stranglega bannaður að viðlagðri þungi'i refsingu á þessum öldum, enda voru ullar gæði þess miklu betri en annarra fjárteg- unda. En svo gerðist það fyrir rúml. 160 ár- um, að Spánarkonungur gaf Hollending-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.