Samtíðin - 01.02.1971, Page 7

Samtíðin - 01.02.1971, Page 7
I. blað 38. árg, l\lr. 369 Febrúar 1971 Q SAMTÍÐIN HEIIVIILISBLAÐ TIL SKEIUIUTLIVAR OG FRÓDLEIKS SAMTÍÐIN keniur út mánaðarlega nema í januar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: SigurSur Skúlason, Reykjavík, simi 12520, pósthólf 472. AfgreiSslusími 18985. Árgjaldið 250 kr. (erlendis 300 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka i Bókaverzlun fsafoldar, Austurstrœti 8. — Félagsprentsmiðjan lif. Ómakfegur hleypidómur um konur MENN eru oft haldnir undarlegum hleypidóm- um, sem hver nernur af öðrum. Þegar verst tekst til, er þar um múgsefjun að ræða. Stundum eru ltessar getsakir broslegar, oftar hvimleiðar, en geta orðið skaðlegar. Líklega gætir þeirra mest hjá smáþjóðum, þar sem menn hálfþekkja eða kannast við tiltölulega margt fólk. Pólitískar áróðursvélar ala á hleypidómum um menn og málefni, og verður sú iðja ógeð- felldust fyrir kosningar. Þeir, sem muna eitt- hvað aftur í tímann, geta fagnað þvi, að íslenzk- ur kosningaáróður er orðinn með meiri menn- ingarbrag en áður var, hvað svo sem hugarfari aróðursvélstjóranna kann að líða. Sá hleypidómur hefur lengi verið í tízku víða um lönd, að konur séu lausmálli en karlar og það til þeirra mun, að ógerlegt sé að trúa þeim fyrir leyndarmáli! Þetta er fráleit getsök. Hér fer á eftir örstutt grein varðandi þetta efni. Hún birtist á sínum tíma í blaðinu „Liberty“, undirrituð: Dr. W. S. Þar segir svo: >,Hvorir eiga auðveldara með að þegja yfir ieyndarmálum: kvenmenn eða karlmenn? Auð- vitað karlmenn! Sú er vissulega bjargföst sann- færing margra, sem telja sig fróða um sálarlíf fólks. En ekki eru sálfræðingarnir þeirrar skoð- unar. Brezki uppfyndingamaðurinn, Sir Robert atson-Watt, hefur staðhæft, að meira en 1000 konur hafi í heimsstyrjöldinni vitað um hið uukivæga leyndarmál, að ratsjáin væri komin td sögunnar, án þess að minnast á það einu orði. Þegar Sir Robert hóf rafsegultæknitilraunir sínar, hafði hann aðeins 3 konur sér til aðstoð- ar- Næstu 10 árin störfuðu meir en 1000 konur í skrifstofum og rannsóknarstofum hans, og aldrei bárust nein leyndarmál þaðan. Sá hleypidómur, að konur geti ekki þagað yfir leyndarmáli, stafar af því, að þær eru mælsk- ari cn karlar. Forsendan fyrir þessari ályktun virðist því vera sú, að sá, sem talar meira, sé lausmálli. Þar af leiðandi töldu menn lengi vel sjálfgert að trúa konum aldrei fyrir lcyndar- máli. Konur eru oft hafðar til að njósna, bæði sem einkalögregla og njósnarar, og telja yfirboðarar þeirra þær traustastar og þagmælskastar allra manna við þau störf. Hinn frægi njósnari í heimsstyrjöldinni fyrri, dansmærin Mata Hari, kaus heldur að standa brosandi andspænis af- tökusveit en að segja aukatekið orð, er gæti skaðað eða vakið grun á þeim mönnum, sem höfðu auðsýnt henni traust. Stanley Baldwin, fyrrum forsætisráðherra Breta, sagði opinberlega: „Konur segja ekki frá“. Og hann bætti því við, að alla stjórnmála- tíð sína hefði hann aldrei vitað til þess, að kona hefði ljóstað upp leyndarmáli, enda þótt hún hefði vel getað brugðizt pólitísku trausti. Hins vegar kvaðst hann vita um karlmenn, sem hefðu brugðizt trúnaði í þeim efnum, enda þótt þeir hefðu átt að vita miklu betur en konurnar, hvað í húfi var.“ Þetta sagði nú doktorinn í „Liberty". En okkur er spurn: Er ekki kominn tími til, að við kveðum niður hinn arfgenga hleypidóm, að hæpið sé að treysta þagmælsku kvenþjóðarinn- ar? Er ekki auk heldur kominn tími til, að kon- um sé í miklu ríkari mæli pn nú tíðkast SSr á landi trúað fyrirí. mikiIvfegjiAffjopinberuji störfum? ^ "íh 305092

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.