Samtíðin - 01.02.1971, Síða 10
6
SAMTÍÐIN
KVENNAÞÆTTIR
UM leið og þættimir óska öllum lesend-
um sínum gleðilegs árs, höfum við þá
ánægju að bii-ta hér mynd af fallegum og
hlýjum vetrarkjól til samkvæmisnotkunar
ásamt skemmtilega kögruðu sjali. Kjóll-
inn er frá tízkuhúsi Laroches í París og
er allur með ísaumuðu mynztri í brúnum
og gulum lit. Efnið er grænt ullarkrep.
■Jc Ráð til að vera grönn
1. Neyttu daglega fæðis, sem er ekki
mjög auðugt af hitaeiningum og hvorki
salt né feitt.
2. Iðkaðu daglega æfingar, sem stæia
mjaðmirnar.
3. Nuddaðu mjaðmirnar daglega með
þumal- og vísifingrum, þangað til hörund-
ið er orðið hlýtt og hefur roðnað.
4. Gott er að nudda mjaðmirnar með
sérstökum nuddtækjum eða grófum þar til
gerðum hönzkum.
5. Mundu, að' sundíötin þín frá í fyrra
hafa elcki hlaupið. Ef þau eru orðin of
þröng, þá ert það þú, sem hefur fitnað.
6. Reyndu að halda líkamsþunganum
niðri og varðveita þau mál, sem þú hafðir
um tvítugt.
7. Mældu lendamar vikulega og hag-
aðu mataræði, neyzlu og hreyfingu sam-
kvæmt útkomunni.
8. Mundu, að æskilegasta lendamálið á
Jretfju
Krommnie VINYL FLÍSAR □ G GOLFDÚKAR
SJÁLFBLJÁANDI - AUÐVELT VIÐHALD - MJLJKT UNDIR FÆTI
FÆST í ÖLLUM HELZTU BYGGINGAVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.