Samtíðin - 01.02.1971, Síða 31
SAMTÍÐIN
27
UNDUR - AFREK
^ Geysir í Haukadal er frægasti goshver
heimsins, enda eru hverir víða um lönd
heitnir eftir honum. Vatnssúla Geysis hefur
mælzt 55 metrar.
+ Stærsti eldgígur jarðarinnar er í jap-
anska fjallinu Aso, sem er 1592 m hátt. Gíg-
urinn er 27 km langur og 114 km að ummáli.
+ Stærsta kona, sem vitað er um, hyggja
menn að verið hafi Vassilili Calliandji frá
Korinþu í Grikklandi (1882-1904). Hún var
230 cm á hæð og vó 120 kg.
^ íslenzki risinn, Jóhann Pétursson (f.
1913) er 225 cm á hæð, en samsvarar sér vel.
Til dæmis um fótarstærð hans má nefna, að
hann kvað nota skó nr. 63.
+ Minnsti dvergur, sem vitað er um með
vissu, var hollenzk stúlka, Pauline Musters
að nafni. Hún var fædd árið 1876 og lézt úr
lungnabólgu 1895, aðeins 19 ára gömul. Hún
var 61 cm á hæð, og „Venusarmál“ hennar
voru 47-48-43 cm.
4 Stærsta „lífvera“ jarðarinnar er risa-
furan „Sherman hershöfðingi“ í Kaliforníu.
Hún er 83 m á hæð, og ummál hennar niðri
við rótina er 30.96 cm. Talið er, að timbrið
í þessu geysistóra tré myndi nægja í 35 fimm
herbergja bjálkakofa.
4 Jörðin vegur 5.976.000.000.000.000,-
000.000 (þ. e. 5.976 trilljónir) lesta. Talið er,
að jörðin taki við 11.500 lestum af ryki á
sólarhring.
4 Lengsta sævarsund heimsins er Ma-
lakkasundið milli Malakkaskaga og Súmatra-
eyjar; það er 780 km langt.
4 Breiðasta sævarsund heimsins er Mos-
ambiksundið milli Mosambik í Austur-Afríku
°g eyjarinnar Madagaskar. Á einum stað er
Það 395 km breitt.
4 La Paz, höfuðborg' Bólivíu, er í 3684
m hæð yfir sjávarmál og stendur því hæst
allra höfuðborga heimsins.
RADIOSTOFAX s.f.
ÓÐINSGÖTU 4 — REYKJAVÍK — SÍMI 14131
ViSgerðir á:
SIÖNVARPS-. OTVARPS-. SEGULBANDS-
TÆKJUM og PLÖTUSPILURUM.
RÖDD FORSETANS:
ÉG viðurkenni, að það verður mjög við-
kvæmt mál, þegar þjóðinni verður ljóst,
að ekki er unnt að líkja sannleiksgildi Is-
lendingasagnanna við hina raunverulegu
sögu.
Dr. KRISTJÁN ELDJÁRN,
forseti Islands.
STYÐJA ÍSRAELSMENN DYGGILEGA
ALKUNNUGT er, hve Gyðingar reynast
samhentir og að samstarf þeirra er frábær-
lega vel skipulagt á öllum sviðum. í erlend-
um blöðum sáum við til að mynda nýlega
getið um geysimikil fjárframlög Gyðinga víða
um lönd til Ísraelsríkis. Sýna þessar stór-
gjafir, hve auðugir gefendurnir eru og jafn-
framt örlátir við ættmenn sína í landinu
helga.
Af frægum listamönnum, sem sent hafa
rausnarlegar peningagjafir til fsraels, sáum
við þessara getið; gjafir þeirra eru birtar
innan sviga:
Herb Alpert, bandarískur trompetieikari
(1 millj. dollara). Elvis Presley (3 millj.
dollara). Elizabeth Taylor (1 millj. dollara).
Frederick Loewe (1 millj. dollara). Barbra
Streisand (500000 dollara). Auk þess var
sagt frá því, að þeir Leonard Bernstein, Bob
Dylan, Danny Kaye og Sam Davis jr. legðu
að staðaldri fé inn í ísraelskan bankareikning
í Bandaríkjunum.
Það vekur athygli í þessu sambandi, hve
margt heimsfrægt listafólk reynist vera af
Gyðingaættum.
Lausn á MARGT BÝR í ORÐUM á bls. 21:
Her, hers, Hergil, Hergils, liel, helg, helgs,
helgi, hclgir, hels, helsi, heil, heils, hey, heyi,
heys, heyr, heyri, lieyir, hyl, hyli, hyls, hyr,
lireysi, liegli, heglir, er, ergi, eg, el, ey.eyg,
eys, eir, eirs, es, elg, elgi, elgs, Egil, Egils, reis,
ris, gil, gils, ger, geri, gers, geril, gerils, geil,
geir, geirs, Geysir, Geysi, glys, glysi, grey, greyi,
il, les, lesi, lesir, leg, legi, legir, legs, lygi, lygir,
leir, leirs, leys, leysi, leysir, sel, seli, selir, segl,
segli, sig, seil, seg, segi, segir, syrg, syrgi, seyri,
sylg, sylgi, sylgir, seig, slig, yl, yli, yls, ys,
ysi, ygi, ygli, yglir.