Samtíðin - 01.06.1971, Síða 7

Samtíðin - 01.06.1971, Síða 7
5. blað 38. árg, rVlr- 373 Júní 1971 SAMTÍÐIIM HEIIUILISBLAÐ TIL SKEMMTUIMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason, Reykjavík, simi 12526, pósthólf 472. AfgreiSslusími 18985. ÁrgjaldiS 250 kr. (erlendis 300 kr.), greiSist fyrirfram. Áskriftir miSast viS áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka í Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — FélagsprentsmiSjan hf. BÓKIN ER EIN AF DÁSEMDUM VERALDAR ÞAÐ ER mikið viðfangsefni að stytta sér stundir á mannsæmandi hátt. Orðið skemmtun er dregið af skammur og merkir tilraun til að láta fólki finnast, að tíminn sé fljótur að líða. Svo munu margir skynsamir menn mæla, að starf í einhverri mynd sé bezta skemmtun, sem völ !er á. Manni, sem er önnum kafinn við störf, getur naumast leiðzt, ef rétt er á haldið. Þess vegna er vinnan ein mesta'blessun, sem hugsazt getur, og það fólk er að vissu leyti aimikunarvert, sem á sér ekki lieilbrigða ' starfsgleði. En menn geta ekki unnið erfiðisvinnu nema vissan hluta sólarhringsins, þetta frá 8-10 klst. Og ef gert er ráð fyrir 7 klst. svefni, verður þó nokkur tími afgangs. sem mikið ríður á, að sltynsainlega sé varið. Það eru liinar svonefndu tómstundir. Nú vill svo til, að í okkar stóra landi býr ákaflega fámenn þjóð, en margvís- leg störf kalla að henni, þvi hér er margt ó- gert. íslendingum fjölgar og víða þarf að taka hendinni til, þó að ekki sé nema við að byggja yfir uppvaxandi fólk, veita því niannsæmandi hiisakynni, húsmuni o. s. frv. Við höfum liitt marga íslendinga, sem segjast vinna allt að 16 klst. á sólarhring um þessar mundir, en yppta öxlum yfir því, segjast vera þreyttir, kvarta uni, að þetta sé ólióflegt álag og að þeir séu að verða lúnir fyrir aldur fram. En sú kemur tíð, að þetta fólk mun eignast tómstundir, sem það þarf að verja sér til ánægju og sálubótar. Það viðfangsefni knýr á, þegar fólk eldist. Ungt fólk virðist eiga sér allmikiar tómstundir, margt af því kveðst vera f í vandræðum með að eyða þeim. Þetta vita forustumenn skemmtanaiðnaðarins og bjóða æskunni dægrastyttingn. Miklu fé er eytt á þeim vígstöðvum, þar sem verið er að „drepa tímann“, en mörgum mun þó koma saman um, að æskan beri ekki varanleg verðmæti úr býtum fyrir a.llt það 'fé og allan þann tíma, sem hún sóar á skemmtanamarkaðinum. Rosknir embættismenn, sem hið opinbera sviptir störfum á mjög sæmilegum starfsaldri vegna löggjafar, sem heldur hefur verið linað á upp á síðkastið, þurfa að átta sig vel á, hvernig þeir eigi að fara að því að verja 16 klst. daglega á sem skynsamlegastan liátt. Ýms- ir þeirra liafa gefizt upp við það, látið brátt mjög á sjá vegna þungbærs athafnaleysis og dáið fyrir aldur fram. Rosknir menn, sem sviptir eru störfum, eiga sennilega eitt athvarf bezt: góðar bækur. Með þær milli hanilanna eru þeir í stórkostlegum félagsskap, sem býður þeim fræðslu og skemmt- un, þegar þeim lientar bezt. Það hefur verið reynt að finna upp tæki til að keppa við bæk- urnar á þessu sviði, en þær tilraunir liafa mis- tekizt, af þvi að þær hafa ekki staðizt bókun- um snúning. tJtvarp og sjónvarp eru í sjálfu sér sannkölluð tækniundur, en það, sem þau bjóða fólki, skilur einatt lítið eftir. Sama fólk- ið, sem las íslenzkar fornsögur áratugum sam- an áður fyrr, var alltaf jafnhrifið af þeim, ef ekki lirifnara og hrifnara. En okkur vantar sígild rit á íslenzku í vasabókarbroti, sem við getum haft meðferðis, hvert sem við förum og auðveldlega haldið á, þegar við erum lögzt

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.