Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 alli telpu, og liann pabbi gamli er ný- lagztur á spitala til að deyja! — Eina ánægja mín í lífinu er þess vegna að fhlabka til að geta farið úr þessum bann- settum skóm, þegar ég kem beim!“ IXIytsöm jólagjöf KONA sagði svo frá: „Ég fékk einu sinni tóma peningabuddu í jólagjöf. Á kortið, sem fylgdi, var þetta skrifað: Buddan er til vkkar hjónanna beggja. Bóndi þinn getur fyllt hana og þú getur tæmt hana! Þetta var sannarlega nyt- söm jólagjöf. Síðan höfum við hjónin notað hana upp á hvern dag!“ Erfðaskrá listamannsins: ÖLLUM sönnum vinum mdnum sendi ég beztu þak'kir. Ekki í fyrsta sinn LÖGREGLAN: „Er þetta í fyrsta sinn, sem þér gerizt brotlegur við lögin?“ „Nei, ég hef einu sinni verið sektaður um 70 aura, af þvi ég komst ekki til að skila Borgarbókasafninu bók fyr en 7 dögum eftir að skilafresturinn var út runninn“. > Eg er sammála VOÐALEGUR hávaði heyrðist innan úr ibúðinni. Loks hejæðist eiginmaður- inn kalla: „Jæja, við skulum ekki vera að rífast um þetta lengur, ég treysti mér livort eð er ekki til annars en vera þér sammála!“ „Það er nú of seint séð! „æpti konan, „því ég var að skipta um skoðun“. IMæturgalinn „Af hverju kallarðu konuna þína næt- urgala? Syngur hún upp úr svefninum á nó'ttinni?“ „Nei, biddu fyrir þér. En hún verður alveg galin af vonzku, þegar ég kem seint Iheim á nóttunni!“ Of margir lyklar „VEIZTU, al’ hverju það er svo örðugt að finna rétta lykilinn að hjarta konunn- ar?“ „Nei“. „Af því það ganga svo margir lyklar að því“. (Jmskiptingur ? „Fyrst eftir að ég fæddist, var ég alveg yndislegt barn“, sagði Gutti glóðarauga fyrir rétti. „En svo hljóp fjandinn i spil- ið, svo mamma sagði oft, að ég hlyti bara að vera umskiptingur!“ Skilist fljótt FORSTJÓRI danshúss i útlöndum aug- lýsti i dagblaði: Sá, sem tók pels í Silfur- stjörnunni síðastliðið laugardagskvöld, er beðinn að skila honum tafarlaust og eins ljóshærðu dömunni, sem i honum var. Hún er okkur alveg ómissandi vegna frábærs aðdráttarafls. IMenn og dýr FAÐIR sagði við dóttur sína: „Karl- menn eru alveg eins og liundar. Ef þú eltir þá, leggja þeir á flótta, en ef þú læt- ur eins og þú sjáir þá ekki, koma þeir til þín, dingla rófunni og grátbiðja um blíðu þína“. Vildu ólmir kvænast henni A HEIMSStNINGU var m. a. til sýnis stúlka, sem hafði fastað heilan mánuð. Læknir nokkur spurði gæzlumann henn- ar, hvort þetta væri virkilega rétt. „Já,“ svaraði maðurinn. „Og hefur ekkert skeð?“ spurði lækn- irinn. „Ekki annað en það, að hér hafa komið nokkrir Skotar, sem vildu ólmir kvænast stúlkunni!“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.