Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 35
SAMTlÐIN 31 liinr " j“ J 1 1 : r • r : t.-:: - : - :r: • —•" •:- ÞEIR VITRU SÖGÐU BOKAMARKAÐINUM HELGI ÞORLÁKSSON skólastjóri: „Is- lenzk tunga er ætíð í hættu, mikilli eða lítilli eftir ástæðum. Á sínum tíma var ís- lenzk tunga í mikilli hættu. I hita íslenzkr- ar sjálfstæðisbaráttu var höfuðáherzla lögð á málhreinsun. Var fylgt svonefndri hreintungustefnu, og' vantlað mál varð að- alsmerki góðs Islendings, Hættunni var bægt frá. Sú hætta vofir nú yfir, að Is- lendingar fæddir að loknu stríði séu and- varalausir um málvöndun, af því að þeir kynntust aldrei stoð hennar og styttu, sjálfstæðisbaráttunni. Er brýnt að gera þeim Ijóst, að íslenzk þjóð heyr sífellda sjálfstæðisbaráttu, þótt í breyttri mynd sé. Reynsla sýnir, að okkur er hollast að halda áfram umhirðu um íslenzkt mál, ef við viljum vera sérstök þjóð í eigin landi. Algengt er að nefna alla viðleitni til varð- veizlu tungu einu nafni, málhreinsun. Þetta er villandi. Ég kýs að nefna þá við- leitni einu nafni málvöndun og flokka eftir eðli í þrjá þætti, a) málhreinsun, b) málrækt, c) málvernd. Ég tel, að málvönd- un sé ekki sinnt sem skyldi. Að vísu er við- leitni til málvöndunar nokkuð rík, en framkvæmd röng. Málrækt og málvernd vilja gleymast“. MARTIN LUTHER KING: „Kúgarinn afhendir frelsið aldrei af frjálsum tyilja; undirokaðir verða að kref jast þess.... Hæfileika ykkar til að leggja þjáningar á aðra bjóðum við byrginn með hæfi- leika lokkar til að þjást“. ALBERT EINSTEIN: „Þegar öllu er lokið, eigum við þó alltaf framtíðina fyrir okkur“. Magnús Magnússon: Sjáðu landið þitt. Frá- sagnir frá liðnum árum, ferðaþættir. Teikn- ingar eftir Halldór Pétursson. 177 bls., íb. kr. 540.00 Conrad Tuor: Val og venjur í mat og drykk. Fyrri hluti. Með myndum. Framreiðsla, framreiðsla vina o. fl. Geir R. Andersen þýddi. 181 bls., íb. kr. 520.00. Ruth Montgomery: Lífið eftir dauðann. Bók um dulræn efni. Hersteinn Pálsson þýddi. 186 bls., íb. kr. 435.00. Marteinn frá Vogatungu. Leiðin til baka. Skáld- saga. 175 bls., ib. kr. 350.00. Eiríkur Sigurðsson: Undir Búlandstindi. Aust- firzkir sagnaþættir. Austurland. Safn aust- firzkra fræða. VII. Með myndum. 272 bls., ib. kr. 600.00. A. J. Cronin: Straumhvörf. Skáldsaga. Jón Helgason þýddi. 224 bls., íb. kr. 448.00. Siglaugur Brynleifsson; Svarti dauði. í þessari bók rekur höfundur feril plágunnar um Vesturlönd á glöggan og eftirminnileg- an hátt. 166 bls., íb. kr. 525.00. Maurice Barbanell: Miðlar og merkileg fyrir- bæri. Bókin segir frá ýmsum frægum miðlum og huglækningum. Sveinn Víkingur þýddi. 242 bls., íb. kr. 445.00. Viadimir Nabokov: Elsku Margot. Skáldsaga. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. 192 bls., íb. kr. 355.00. Karen Campbell: Frækin flugfreyja. Bók um hættur og ævintýri í flugfreyjustarfi. Anna Jóna Kristjánsdóttir þýddi. 196 bls., íb. kr. 335.00. Guðmundur Guðni Guðmundsson: Saga Fjalla- Eyvindar. í bókinni er samandregið flest það, sem skráð hefur verið um þennan þjóðkunna útilegumann. Teikningar eftir Bjarna Jóns- son. 248 bls., íb. kr. 575.00. Útveguim allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. fính ti twrzsht n ÉSÆF'OLfíA.fí Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.