Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 1S hverju kvöldi. Hann kyssti mig, eins og hann væri unnusti minn, og á eftir spurði hann mig spjörunum úr, eins hann væri lögreglu- 'þjónn. Ég vissi ekki, hvernig ég ætti að losna við Ármann. Ég sagði, að hann væri enn í Napóli, að hann væri efnaður og vildi kvæn- ast mér, en lét í það skína, að ég væri á báðum áttum. Þrátt fyrir allar þessar rök- ræður vorum við Ósvaldur hamingjusöm. Ég kom seint heim, og mamma sagði, að sauma- konan þrælaði mér út. Hún sagðist ætla að hringja til hennar morguninn eftir, þegar hún kæmi á fætur. En til allrar hamingju hafði hún svo mörgu að sinna, að hún steingleymdi því. Niðurl. í næst blaði. SA«T ER að skvnsöm kona hrífi karlmann. ♦ ‘ að falleg kona 'heilli hann. ♦ að matreiðslukona klófesti hann. ♦ að eftir að þau eru gift, sé þeim ólift, nema þau kunni að gleyma. ♦ að nú á dögum sé jafn örðugt að finna saumnál í hendi ungrar stúlku og í fullri heyhlöðu. = Hva5 merkja þessi ■ -- . ORD? 1. Ábúðarlegur, 2. aðventa, 3. árarhlummur. 4. armingi, 5. aurriði, 6. að bergja, i7. flæðar- flaustur, 8. föggur, 9. gnýfari, 10. hlamm. Merkingarnar eru á bls. 15. MENNINGARSTARF GYÐINGA í NEW YORK NÝLEGA rákumst við á mjög athyglis- verða grein í Lundúnablaðinu Daily Mirror um menningarbaráttu Gyðinga í New York. Þar sem ætla má, að lesendum SAMTÍÐAR- INNAR sé yfirleitt ókunnugt um þessi mál, leyfum við okkur að birta hér eftirfarandi staðreyndir úr frásögn blaðsins: í New York er vafalaust fjölmennasta og auðugasta Gyðingasamfélag veraldarinnar, fjölmennara en í ísrael. New York er líka menningarhöfuðborg Bandaríkjanna. Hálf þriðja milljón Gyðinga fluttist búferl- um til Bandaríkjanna á árunum 1880-1921. Meiri hluti þessa fjölmennis steig á land í New York og settist þar að. Síðan 1945, er heimsstyrjöldinni síðari lauk, hefur þessi gáfaði kynstofn tekið forustuna í skemmtana- lífinu vestan hafs, einkum í kvikmyndaheim- inum og á sviði tónlistarlífsins. En sama máli gegnir einnig á ýmsum sviðum æðri menn- ingar, m. a. í vísindum, skáldskap og listar- gagnrýni. Það er almennt viðurkennt, að fremstu skáldsagnahöfundar Bandaríkjanna séu Gyð- ingar. Við nefnum þessi örfáu nöfn því til staðfestingar: Saul Bellow, Bernard Malam- ud, Norman Mailer, Philip Roth, Bruce Jay Friedman og Joseph Heller. Þessir menn hafa ekki beinlínis myndað skáldaskóla, en þeir hafa vakið hreyfingu eða a. m. k. mark- að stefnu. Sú staðreynd, að þeir eru Gyðing- ar, einkennir verk þeirra, sem eru gagnsýrð því, sem kalla mætti angurværa kímni, af- strakt hugmyndaflug og borgarlífsbaksýn. Þessi andlega hreyfing er engin tilviljun. Að baki fulltrúa hennar stendur hópur gagn- rýnenda, sem styður hana og eykur skáld- unum sjálfstraust. Auk þess standa tvö Gyð- ingatímarit, Partisan Review og Commen- LJÓSMYNDAVÖRIJR KVIKM YIXIDAVÖRIJR SÝIMIIMGARTJÖLD O. FL. 111 ■' ■ ITT FILMUR QG VÉLAR S.F, uiuu Skolavorðustig 41 — Simi 2U235 — uo\ yyö

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.