Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 FRÓÐLEG RAUNASAGA MANNKYNSINS SÆNSKUR maður, Folke Henschen að nafni, hefur skrifað ýtarlega sögu sjúkdóm- anna í heiminum, og má af henni fræðast um margt merkilegt. Að sjúkdómar eiga sér langa sögu má nokkuð ráða af því, að vissir sýklar hafa lifað í 300 milljónir ára. Þeir hafa fundizt í saltlagi úr hafi einu á Perma tímanum og hefur tekizt að lífga þá við eða rækta þá, sem svo er nefnt. Nú á tímum hefur vísindamönnum tekizt að hafa hemil á bakt- eríusjúkdómum, og ef þeim auðnast að út- rýma þeim með öllu, er geysimerkum áfanga háð. í Meira en helmingur þessarar bókar fjallar um bakteríur og annað smitefni. í mannkyns- sögubókum lesum við um afrek ýmiss konar þjóðarleiðtoga, svo sem kónga og keisara, en sýklarnir hafa þó verið ennþá áhrifameiri. Þegar Cortez og öðrum spænskum landvinn- ingamönnum veittist svo auðvelt, sem raun varð á, að leggja undir sig ríki vestan hafs, stafaði það m. a. af því, að næmir sjúkdómar drápu fjölda Indíána, sem þeir áttu í höggi við. Það var bólusóttin og mislingarnir, sem felldu Indíánana, en Evrópumenn fengu sára- sóttarsýkilinn í skiptum fyrir þessa sjúk- dóma! Ekki færri en 100 drepsóttir herjuðu á Ev- rópumenn 15 fyrstp aldirnar e. Krb. og ollu gífurlegu manntjóni. Þar við bættist hungurs- neyð alltaf öðru hverju fram til 1800. Þetta er mönnum hollt að hafa í huga, þegar þeir eru að kvarta um hlutskipti sitt nú á dögum í „velferðarríkjum“ Norðurálfunnar. FOLKE HENSCHEN rekur allt þetta mjög skilmerkilega í riti sínu. Við lestur þess sann- færast menn um, að enda þótt margt nýtt hafi gerzt nú á tímum, búa nútímamenn við ýmislegt ævagamalt. Kynsjúkdómur, sem nefnist gonorré á erlendum málum og kallað- ur hefur verið lekandi á íslenzku, hefur hald- izt óbreyttur um þúsundir ára. Hann var kunnur á dögum Gyðinga þeirra, sem Gamla testamentið segir frá, og læknarnir Hippo- krates og Aretaios þekktu hann. Lömunar- veiki hefur orðið vart á smurðu líki (múmíu) frá um það bil 3700 f. Krb., og berklar hafa vafalaust herjað á fólk, áður en sögur fóru af. Auk baktería og veira hafa fjöldi sníkju- dýra þjáð mannkynið frá elztu tíð allt fram til okkar daga. Þannig má nefna, að 90 millj- ónir Kínverja ganga með bandorma, og ekki þarf að fara lengra en til Finnlands til að hitta þjóð, þar sem fimmti hver maður er með þennan orm í þörmum. Þriðji hluti mann- kynsins er ormaveikur, og eru sumir orm- arnir metri á lengd. Hlýtur að vera fremur ógeðfellt að ganga með þvílík kvikindi. Þar sem Henschen segir frá plágum Egyptalands, getur hann þess, að ormamir valdi þar ár- lega vinnutjóni, er nemi 80 milljónum tyrk- neskra punda, en ekki kunnum við að breyta þeirri fjárhæð í ísl. krónur. í seinni hluta bókarinnar er líffærum manna lýst nákvæmlega. Er þar sagt frá hjartasjúkdómum, vakasjúkdómum, geðsjúk- dómum og ýmsum öðrum kvillum. Fer höf. þar með lesandann land úr landi, heimsálf- anna milli, og lýsir heilbrigðisástandi ýmsra kynflokka og starfsstétta. Er þar ekki einvörð- ungu um að ræða lýsingu á sjúkdómunum sjálfum, heldur þeim aðstæðum, sem þeir þrífast bezt við. Margar myndir eru efninu til skýringar, og segja ýmsar þeirra átakan- lega sögu um þjáningar mannanna af völdum margs konar krankleika. Trúlega myndi bók Henschens vekja mikla athygli hér á landi, ef henni yrði snarað á líslenzku. RÖDD FJÁRMÁLAMANNSINS: ÞAÐ er afrek að auka eignir sínar úr einni milljón í tvær, en óhjákvæmilegt, að þær aukist úr hundrað milljónum í hundr- að og tíu. BERNARD BARUCH, bankastjóri í Wall Street. KELVIN-DIESEL-mótorinn er einn öruggasti og sterkasti mótor íslenzka bdtaflotans. Véla- stœrðir 10—320 hestöfl. STÝRI OG VÉLAR IIF. Laugavegi 1&9—151. — Sími í-49-40.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.