Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.06.1971, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 29 SAMTÍÐIN óskar afmælisbörmun mánaðarins allra heilla CtjemuApá farír JÚNÍ 1971 ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆T VATNSBERINN: 21. janúar—19. febrúar Útlitið í viðskiptum er ágætt nema einna helzt 6. og 11. júní. Ráddu sjálf(ur) fram úr vandamálum þínum 7. og 13. Ástamálin kalla 11. og 19. júní. Reyndu að treysta aðstöðu þína eftir 21. Vandamál munu leysast 29. júni. FISKARNIR: 20. febrúar—20. marz Fjármálin virðast verða í frábæru lagi 6., 15. og 29. júní, en eitthvað kann að mæða á þér í starfi og heima fyrir 7. og 13. Meðeigendur þínir verða samvinnuþýðari 5. og 9. júni og er rétt að nytfæra sér það. Ástamálin glæðast 21. júní. HRÚTURINN: 21. marz—20. apríl Samstarf þitt við aðra gengur mjög að ósk- um 6., 15. og 29. júní. Einhverjir viðskiptaörðug- leikar geta steðjað að 6. og 11. Vertu samvinnu- þýð(ur) 11. og 19. Ástandið verður ánægju- legast 6. júní. NAUTIÐ: 21. apríl—21. maí Varastu ósamkomulag í viðskiptum og fjár- málum 6. og 11. júní, en útlitið er gott í þeim efnum 6., 15. og 29. Ástamálin verða hagstæð 5. og 9. júní, en geta valdið vonbrigðum eftir 18. júní. Gættu hófs í eyðslusemi í lok mánaðar- ins. TVÍBURARNIR: 22. maí—21. júní Gættu heilsunnar vel eftir 4. júni og reyndu að hafa gott samstarf við áhrifamenn 6. og 11. júní. Vertu vökul(l) og fylgstu vel með fram vindu mála 6., 15. og 29. Ástamálin ættu að verða ánægjulegust 11. og 19. Reyndu að skipu- leggja hagsmunamál þín eftir 18. júní. KRABBINN: 22. júní—23. júlí Andstæð öfl spilla félagsstarfi þínu og ásta- málum 6. og 11. júni. Láttu það afskiptalaust. Kú öðlast gullið tækifæri til að hagnast á við- skiptum og samstarfi 6., 15. og 29. Þú kannt að hagnast með óvæntu móti 11. og 19. júní. Gættu heilsunnar vandlega 7., 13. og 25. júní. LJÓNIÐ: 24. júU—23. ágúst Samstarf þitt við aðra getur veitt þér ný hag- stæð tækifæri 6., 15. og 29. júní. Bættu fjár- hag þinn 5. og 9. Andstæð öfl valda þér örðug- leikum i félags- og ástamálum. 7. og 13. júní. Árekstrar geta orðið við fjölskyldu þína vegna starfsskyldu þinnar 6. og 11. Reyndu að miðla þar málum. Láttu ekki bugast af mótlæti í ásta- og atvinnumálum 25. júní. MEYJAN: 24. ágúst—23. september Athyglin beinist að atvinnu- og fjánnálum 6., 15. og 29. júní, enda hillir þá undir auknar tekjur. Vandamál, sem kunna að risa innan fjölskyldu þinnar 7. og 13. leysast bezt með gamalli reynslu. Gerðu þér áætlun um fjármál þín 11. og 19. júni og láttu ekki glepjast af fagurgala vina þinna í þeim efnum. VOGIN: 24. september—23. október Vera má, að þú hafir áhyggjur af heilsufari þínu fyrri helming júnímánaðar. Gættu varúð- ar, hvað heilsuna og fjármálin snertir 6. og 11. júní. Varastu ferðalög í þessum mánuði, þvi að þau geta leitt til slysa. SPORÐDREKINN: 24. október—22. nóv. Eitthvað markvert getur gerzt 4. júní. Gættu varúðar í umgengni við aðra 6. og 11. Takmark- aðu eyðslu þína 7. og 13. júni. Dagarnir 6., 15. og 29. júni verða gæfurikir, hvað heimilismál- in snertir. Félagsmálin ganga vel 5. og 9., en verr eftir 17. júní. Farðu varlega í fjármálum og ástum 25. júní og 27. júní. BOGMAÐURINN: 23. nóv.—21. desember Gættu heilsunnar vel 6. og 11. júní. Skipu- legðu viðskiptamálin 5. og 9. Farðu með lönd- um í félagsmálum eftir 18. júni, en góð tæki- færi bíða þín á þeim vettvangi 11. og 19. Láttu ekki ágengni samstarfsmanna spilla samkomu- laeinu við þá 25. júni. Ástamálin ganga vel 29. júni. STEINGEITIN: 22. desember—20. ianúar Ástamálin verða ekki hagstæð í júní nema helzt hinn 5. og 9. Vera má, að þú verðir fyrir vonbrigðum í starfi og vináttu 6. og 11., en fjármálin verða í góðu lagi 6., 15., 19. og 29. júni. Einbeittu þér að störfum þinum eftir 18. júní.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.