Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 2
2 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR
Sveitarstjórar
í Hveragerði
hafa verið í
hópi lægst
launuðu sveit-
arstjóra.”
ALDÍS HAFSTEINS-
DÓTTIR
BÆJARSTJÓRI Í
HVERAGERÐI
SPURNING DAGSINS
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
SAMFÉLAGSMÁL Áströlsk sam-
tök samkynhneigðra hafa sent
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra bréf og óskað eftir því að
hún hjálpi þeim í baráttunni við
lögleiðingu hjónabanda samkyn-
hneigðra þar í landi.
Alex Greenwich, sem fer fyrir
samtökunum, skrifar undir bréf-
ið til Jóhönnu. Hann óskar for-
sætisráðherra til hamingju með
ný hjúskaparlög, sem tóku gildi
27. júní síðastliðinn. Með gildis-
töku þeirra verða eftirleiðis ein
samræmd hjúskaparlög í landinu
óháð kynferði.
Jóhanna gekk
að eiga Jón-
ínu Leósdótt-
ur sama dag og
lögin tóku gildi.
Netmiðillinn
IceNews hefur
eftir Greenwich
að Julia Gill-
ard, sem nýver-
ið settist í stól
forsætisráðherra Ástralíu, hafi
í útvarpsviðtali á dögunum sagt
núgildandi lög um hjónaband eiga
aðeins að ná til karls og konu. Rík-
isstjórnin sé að skoða aðrar leiðir
til að jafna hlut samkynhneigðra.
Greenwich bendir á að það sé í
andstöðu við vilja landsmanna
en sextíu prósent Ástrala munu
hlynnt því að samkynhneigðir fái
að ganga í hjónaband.
Forsætisráðherra hefur verið í
fríi frá því að lögin tóku gildi og
hefur erindi áströlsku samtak-
anna ekki verið svarað. Líklegt er
að það verði gert fljótlega, sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðs-
ins úr stjórnarráðinu. - jab
Samtök samkynhneigðra í Ástralíu óska eftir stuðningi Jóhönnu Sigurðardóttur:
Vilja brúðkaup samkynhneigðra
MEXÍKÓ Kosningar til ríkis- og
borgarstjóra eru hafnar í nærri
helmingi ríkja Mexíkó.
Ofbeldi og ógnanir hafa varpað
skugga á kosningarnar þar sem
tveir frambjóðendur hafa verið
myrtir í kosningabaráttunni.
Fréttaritarar breska ríkisút-
varpsins segja kosningabaráttuna
þá blóðugustu í meira en fimmtán
ár.
Litið er á kosningarnar sem óop-
inbera þjóðaratkvæðagreiðslu um
baráttu forsetans Felipe Calderón
gegn ofbeldi tengdu fíkniefnum.
Um fimm þúsund dauðsföll hafa
verið tengd við fíkniefni í ár. - mmf
Kosningar í Mexíkó:
Morð í aðdrag-
anda kosningaSVEITARFÉLÖG Minnihluti A-listans
í bæjarstjórn Hveragerðis segir
laun Aldísar Hafsteinsdóttur
bæjarstjóra vera of há.
Nýr ráðningarsamningur við
Aldísi var ræddur á bæjarstjórn-
arfundi á þriðjudag. Minnihlut-
inn benti á að samkvæmt honum
yrðu laun og hlunnindi Aldísar um
1.050.000 krónur á mánuði.
Minnihlutinn kveðst ekki gera
athugasemdir við 487 þúsund
króna grunnlaun bæjarstjór-
ans en segir honum ætluð önnur
réttindi og starfskjör sem séu
umfram það sem aðrir starfs-
menn bæjarins fái. „Sem er full-
komlega óeðlilegt og mismun-
un við aðra starfsmenn,“ segir í
bókun minnihlutans.
Aldís Hafsteinsdóttir segir
ráðningarsamninginn nú sam-
bærilegan við
fyrri samn-
ing. Breyting-
in sé aðallega
sú að nú greiði
bærinn ekki
bifreið fyrir
bæjarstjór-
ann heldur
borgi aksturs-
peninga. Þetta
muni bær-
inn væntan-
lega þurfa að
greiða minna í
bifreiðakostn-
að bæjarstjóra
en áður. Þess
utan lækki
hún um tvo launaflokka.
Gagnrýni fulltrúa A-listans
beinist að því að bæjarstjóri fái
greiddar 72 klukkustundir í fasta
yfirvinnu alla mánuði ársins,
greiddan bílastyrk fyrir 1.300
kílómetra akstur á mánuði og
skuli eiga rétt á sex mánaða bið-
launum. Sérstaklega óeðlilegt sé
að bæjarstjóri fái yfirvinnu og
akstursgreiðslur á orlofstíma.
Meirihluti D-listans sagði gagn-
rýni A-listans ranga og misvísandi
og felldi tillögu minnihlutans um
að bæjarstjórinn fengi aðeins
greitt fyrir þá yfirvinnu sem hann
vinni eða þá að taka yfirvinnu-
tíma sem frí. Sömuleiðis var fellt
að hann fengi greiddan bílastyrk
í samræmi við akstursbók eins og
aðrir bæjarstarfsmenn og að bið-
launarétturinn yrði þrír mánuðir
í stað sex mánaða.
„Það hefur verið könnun á kjör-
um sveitarstjóra á vegum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga sem
sýnir að sveitarstjórar í Hvera-
gerði hafa verið í hópi lægst laun-
uðu sveitarstjóra í sveitarfélög-
um af okkar stærðargráðu,“ segir
Aldís sem gefur lítið fyrir þá til-
lögu minnihlutans að hún taki yfir-
vinnu út í fríum. „Ég held að flest-
ir sem þekkja störf bæjarstjóra
viti að hann er alltaf á vaktinni
og það væri fátt um vinnudaga ef
ég ætti að taka yfirvinnuna út í
fríum.“ gar@frettabladid.is
Milljónalaun sögð of
góð fyrir bæjarstjóra
Bæjarstjórinn í Hveragerði nýtur launa og hlunninda sem nema 1.050.000 krónum
á mánuði segir minnihlutinn sem gagnrýnir sex mánaða biðlaunarétt og greiðslur
fyrir akstur og yfirvinnu á öðrum kjörum en aðrir bæjarstarfsmenn njóti.
JÓHANNA SIGURÐ-
ARDÓTTIR
STÓRIÐJA Alþjóðleg rannsóknar-
nefnd kemur til landsins í dag til
að rannsaka banaslysið sem varð í
járnblendiverksmiðjunni á Grund-
artanga síðastliðinn þriðjudag.
Einar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri járnblendiverk-
smiðjunnar, sagði í samtali við
Vísi.is í gær að vonast væri til að
fá betri upplýsingar um orsakir
slyssins þegar líður á vikuna.
Járnblendiverksmiðjan á Grund-
artanga rekur þrjá ofna. Búið er
að einangra þetta atvik við þennan
eina ofn en hinir tveir eru komnir í
fulla framleiðslu aftur. - mmf
Rannsókn á Grundartanga:
Alþjóðleg nefnd
rannsakar slys
Helgi, komstu í hlaðið á hvít-
um hesti?
„Já og ég söng og fagnaði góðum
gesti.“
Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson
sendi nýverið frá sér plötuna Þú komst í
hlaðið, ásamt hljómsveitinni Reiðmenn
vindanna.
VIÐSKIPTI „Ég get ekki annað en beðið kröfuhafa
afsökunar. Maður getur ekki verið stoltur þegar
lagasetning á lánafyrirkomulagi sem hefur viðgeng-
ist í níu ár er dæmd ólögmæt,“ segir Árni Tómas-
son, formaður skilanefndar Glitnis.
Skilanefndin hefur kannað réttarstöðu sína eftir
dóm Hæstaréttar fyrir rúmum hálfum mánuði og
hefur skoðað grundvöll þess að höfða skaðabótamál
á hendur ríkinu vegna forsendubrests í samningum.
Við flutning á eignum Glitnis til Íslandsbanka var
ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna ólögmætra geng-
istryggðra lána. Skilanefnd Kaupþings er í sömu
sporum, að sögn fréttastofu Stöðvar 2. Skilanefnd
Glitnis á 95 prósenta hlut í Íslandsbanka en skila-
nefnd Kaupþings á 87 prósenta hlut í Arion banka.
Árni bendir á að kröfuhafar Glitnis hafi tapað á
milli fimmtán hundruð til tvö þúsund milljörðum
króna á falli bankans og séu mjög ósáttir.
Skilanefndin hefur reiknað út hugsanlegan kostn-
að bankans í tengslum við dóm Hæstaréttar og mið-
ast hann við ýmsar hugsanlegar niðurstöður. Árni
segir erfitt að gefa upp tölur. Það geti orðið dýr-
keypt komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að
ólögmæt gengislán nái til íbúðalána og fyrirtækja-
lána og láti samningsvexti standa. - jab
ÁRNI TÓMASSON Kröfuhafar Glitnis eru mjög ósáttir vegna
dóms Hæstaréttar í gengislánamálinu, að sögn formanns skila-
nefndar Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Skilanefndir bankanna íhuga skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu:
Biður kröfuhafa afsökunar
ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR Bæjarstjórn hefur endurnýjað ráðningarsamning við Aldísi
Hafsteinsdóttur bæjarstjóra. Minnihlutinn er ósáttur við að Aldís njóti ríflegra kjara
miðað við aðra bæjarstarfsmenn sem tekið hafi á sig skerðingar. MYND/EGILL BJARNASON
LÖGREGLUMÁL Umferð þyngdist
töluvert í umdæmi lögreglunnar á
Selfossi eftir hádegið í gær.
Tveir árekstrar urðu á hring-
torginu við Hveragerði seinni
partinn. Annar áreksturinn var
milli tveggja bíla en hinn var fjög-
urra bíla árekstur. Að sögn vakt-
hafandi varðstjóra hjá lögreglunni
á Selfossi sakaði engan.
Töluverð umferð var seinni
partinn hjá lögreglunni í Borgar-
nesi en að sögn lögreglunnar gekk
hún vel.
Umferð hjá lögreglunni á
Blönduósi gekk vel og tók að
minnka eftir því sem líða tók á
kvöld. - mmf
Þung umferð síðdegis í gær:
Tveir árekstrar
við Hveragerði
ATKVÆÐI GREITT Mexíkósk kona greiðir
atkvæði í kosningum gærdagsins í
Mexikó. NORDICPHOTOS/AFP
FASTEIGNIR Fasteignaverð á höfuð-
borgarsvæðinu mun hrynja á
næstu árum niður í 150 þúsund
krónur á fermetra úr um 220 þús-
und krónum sem það er í dag að
meðaltali, ef eftir ganga spár sér-
fræðinga Landsbankans.
Eins og fram kom í kvöldfrétt-
um Stöðvar tvö gat nýi Lands-
bankinn, með því að spá svo lágu
verði, yfirtekið lánasafn gamla
Landsbankans með talsverðum
afslætti. Þegar fasteignalán voru
því færð úr gamla Landsbankan-
um í þann nýja voru þessar sömu
spár notaðar til að réttlæta allt
að 75 prósenta afslátt á fasteigna-
lánunum. - rat
Svört spá Landsbankans:
Sjá fyrir hrun í
fasteignaverði
TÆKNI Markaðssetning nýja
iPhone-farsímans frá Apple er sú
besta í sögu fyrirtækisins. Þetta
kemur fram í tilkynningu sem
Apple sendi frá sér á föstudag.
Síminn kom á markað fyrir
rúmri viku og hefur selst í um
tveimur milljónum eintaka.
Í tilkynningu Apple er lýst yfir
furðu á kvörtunum um lélegt
talsamband símans og meintan
galla á loftneti hans. Þar kemur
fram að galli sé í símunum sem
sýnir styrk talsambands. Síminn
sýni betri skilyrði en þau raun-
verulega eru. Skekkjan verður
löguð með uppfærslu á hugbúnaði
á næstu vikum. - jab
Selst eins og heitar lummur:
iPhone sá besti
í sögu Apple
NÝI SÍMINN Steve Jobs, forstjóri Apple,
kynnti nýja iPhone-farsímann í byrjun
júní. FRÉTTABLAÐIÐ/AP