Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 4

Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 4
4 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR Í kvöld opnum við litla flösku af kampa- víni og á morgun opnum við stóra flösku.“ KOMOROWSKI VERÐANDI PÓLLANDSFORSETI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 02.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 212,4388 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,04 125,64 190,03 190,95 156,38 157,26 20,989 21,111 19,368 19,482 16,35 16,446 1,4262 1,4346 186,47 187,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SAMGÖNGUMÁL Dregið hefur úr myndun raða við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaða- vegar eftir að vinstri beygja var bönnuð þar á álagstímum. Þetta segir á vef Reykjavíkurborgar. Ástandið var verst síðdegis. Teygðu biðraðir sig þá eftir Sæbrautinni og inn á Miklubraut, sem olli töfum og slysahættu. Bannað er að beygja til vinstri af Bústaðavegi út á Reykjanes- braut á morgnana og síðdegis virka daga en áfram er leyft að taka þessa beygju um helgar. - þeb Borgin segir árangur góðan: Styttri raðir eft- ir beygjubann Enginn slasaðist Engin meiðsl urðu á fólki þegar bíll með fjórum ungmennum lenti utan vegar á Skagastrandarvegi klukkan hálf fimm aðfaranótt sunnudags. Bíllinn er þó mjög illa farinn. Fíkniefni á Írskum dögum Skemmtanahald fór vel fram á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Einn var tekinn með innan við gramm af fíkniefnum til eigin neyslu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. LÖGREGLUFRÉTTIR UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra opnaði Surtseyjarstofu í Vestmannaeyj- um á föstudag. Surtseyjarstofa er gestastofa fyrir friðlandið Surts- ey en þar er að finna fróðleik um friðlandið og heimsminjasvæðið Surtsey. Einnig er þar til húsa skrif- stofa Umhverfisstofnunar í Vest- mannaeyjum og Surtseyjar- sýning sem byggð er á sýningu Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 2007 þegar Surtsey var tilnefnd á heimsminjaskrána. Surtsey var friðlýst árið 1965 í þágu rannsókna og náttúru- verndar. - rat Surtseyjarstofa opnuð: Hýsir sýningar og fróðleik VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 28° 30° 22° 30° 27° 21° 21° 22° 21° 25° 35° 30° 21° 24° 21° 23°Á MORGUN Vaxandi NA-átt um kvöldið. MIÐVIKUDAGUR Stíf NA-átt NV- og SA- lands, annars hægari. 12 13 12 14 14 11 10 16 13 12 14 3 3 6 4 3 6 3 7 2 3 5 12 14 16 11 13 8 1010 16 13 HVESSIR ANNAÐ KVÖLD Það verður víða hægviðri á landinu í dag en á morgun verð- ur nokkuð kröpp lægð fyrir sunnan land og fáum við þá heldur hvassa norðaustanátt með dágóðum skammti af vætu, einkum um landið suðaust- anvert. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FJARSKIPTI Vodafone hefur stefnt Fjarskiptasjóði ríkisins og Sím- anum vegna samnings á milli þessara aðila um háhraðanet- tengingar í dreifðum byggðum landsins. Lægsta tilboð í verkið barst frá Símanum og hljóðaði upp á 378 milljónir. Þegar samningurinn var undirritaður var samnings- upphæðin 606 milljónir. Samn- ingurinn tryggir Símanum einka- rétt á að veita þjónustu um þann búnað sem settur er upp. Vodafone telur að samningur- inn feli efnislega í sér verulegar ívilnanir af almannafé fyrir einn aðila á fjarskiptamarkaði og raski verulega samkeppni. - mmf Vodafone stefnir ríkinu: Símanum sagt hyglað af ríkinu RÚSSLAND Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt algjört bann við akstri undir áhrifum áfengis. Það þýðir að ekkert áfengi má finn- ast í blóði öku- manna. Dmitry Med- vedev for- seti kallaði eftir banninu í desember síðast- liðnum. Hann sagði þá að ef lítið magn af áfengi væri leyft hvetti það fólk til þess að drekka meira. Búist er við því að efri deildin samþykki bannið líka og því verði tillagan að lögum. Yfir tvö þúsund manns létust og átján þúsund slösuðust í bíl- slysum sem rekja má til ölvunar- aksturs í Rússlandi á síðasta ári. - þeb Tillaga forsetans samþykkt: Bann við akstri undir áhrifum DMITRY MEDVEDEV UMHVERFISRÁÐHERRA Opnaði Surts- eyjarstofu, gestastofu fyrir friðlandið Surtsey, í Vestmannaeyjum. MYND/ÓSKAR DÓMSMÁL Hæstiréttur Bandaríkj- anna hefur úrskurðað að erlendir fjárfestar geti ekki sótt mál þar í landi á hendur erlendum fyrir- tækjum fyrir hlutabréfaviðskipti á erlendum mörkuðum. Þykir dómurinn marka tíma- mót, enda hafði það færst í vöxt að fjárfestar utan Bandaríkjanna, einkum frá Evrópu, sem töldu sig hafa verið hlunnfarna í hluta- bréfaviðskiptum, nýttu sér banda- ríska löggjöf um hópmálsóknir til að sækja málin þar í landi. Málum sem þessum verður framvegis vísað frá dómi og stefnendum gert að höfða málið í heima- landi sínu. Slitastjórn og skilanefnd Glitnis hafa höfðað mál á hendur sjö fyrr- verandi eigend- um og stjórn- endum Glitnis í Bandaríkjun- um. Sjömenn- ingarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum íslenskra króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnarinnar, hafði ekki kynnt sér dóm Hæstarétt- ar Bandaríkjanna en sagðist við fyrstu sýn telja að hann hefði ekki áhrif á málareksturinn gegn Glitni. Hann væri vegna skulda- bréfaútboðs í Bandaríkjunum og meint brot sjömenninganna beindust því gegn hagsmunum bandarískra lögaðila. Málið yrði hins vegar skoðað gaumgæfilega. - sh Tímamótadómur í Bandaríkjunum bannar málsóknir ótengdar landinu: Hefur tæpast áhrif á mál Glitnis STEINUNN GUÐ- BJARTSDÓTTIR PÓLLAND, AP Bronislaw Komorow- ski verður næsti forseti Póllands ef marka má útgönguspár. Í gær fór fram önnur umferð forseta- kosninganna í Póllandi. Búist er við lokatölum í dag. Kosið var milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni sem fór fram fyrir hálfum mánuði, þeirra Bronislaw Komorowski sem hlaut þá 41,5 prósent atkvæða og Jaroslaw Kaczynski sem hlaut 36,5 prósent. Komorowski hefur gegnt for- setaembættinu frá því að Lech Kaczynski forseti fórst í flugslysi 10. apríl síðastliðinn ásamt eig- inkonu sinni og 94 öðrum. Mót- frambjóðandi hans, Jaroslaw Kaczynski, er fyrrverandi for- sætisráðherra og tvíburabróðir Kaczynski forseta. „Í kvöld opnum við litla flösku af kampavíni og á morgun opnum við stóra flösku,“ sagði Komorowski er hann ávarpaði fagnandi flokks- félaga sína í Varsjá í gærkvöldi. Hann lýsti þó ekki yfir formleg- um sigri þar sem enn væri verið að telja atkvæði en leyfði sér að vera bjartsýnn. Jaroslaw Kaczynski virtist einnig að sama skapi ekki reikna með sigri en hann sagðist í gær „óska sigurvegaranum til hamingju og óska þá Bronislaw Komorowski til hamingju“. Strax á fyrstu fimm klukkutím- um kosninganna höfðu um 27 pró- sent kosningabærra manna skilað atkvæði sínu en um 30 milljónir hafa kosningarétt af 38 milljónum íbúa Póllands. Ljóst var frá upphafi að mjótt yrði á mununum en Komorowski nýtur vinsælda sem traustur og friðelskandi leiðtogi. Flokkur hans hefur stýrt Póllandi gegnum efna- hagsþrengingarnar sem dunið hafa á heimsbyggðinni undanfarin miss- eri, án þess að efnahagur landsins hafi hrunið. Hann hefur einnig sagst munu vinna náið með ríkis- stjórn Donalds Tusk, forsætisráð- herra að upptöku evrunnar innan fimm ára og draga allt pólskt herlið frá Afganistan fyrir árið 2012. Kaczynski þykir aftur á móti harðfylginn og ríkisstjórnartíð hans á árunum 2006 til 2007 þótti skipulagslaus. Skoðanakannanir sýndu þó aukið fylgi við hann síð- ustu daga sem skrifaðar voru á samúð vegna dauða bróður hans. heida@frettabladid.is Komorowski næsti forseti Póllands Annarri umferð forsetakosninganna í Póllandi lauk í gærkvöldi. Búist er við lokatölum í dag. Ef marka má útgönguspár fór Bronislaw Komorowski með sigur af hólmi gegn Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróður fyrrverandi forseta. BJARTSÝNN Á SIGUR Bronislaw Komorowski ávarpar flokksfélaga sína í gærkvöldi þegar það þótti ljóst að hann færi með sigur af hólmi í forsetakosningunum. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.