Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 05.07.2010, Qupperneq 6
6 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR Fæst í heilsubúðum, og matvöruverslunum • Lífrænt ræktað hráefni • Án viðbætts sykurs • Engin rotvarnarefni KONGÓ Talið er að rúmlega 230 manns hafi látið lífið þegar eldsneytis flutningabíll sprakk aðfaranótt laugardags í þorpinu Sange í Kongó. Meirihluta þeirra sem fórust var komið fyrir í fjöldagröf fyrir utan bæinn af hjálparliðum Rauða krossins. Líkin voru það illa brennd og óþekkjanleg. Samkvæmt talsmanni Sameinuðu þjóðanna lést að minnsta kosti 231 í sprengingunni, þar af 61 barn, og 195 slösuðust. Flutningabíllinn valt þegar bílstjórinn reyndi að komast fram úr litlum strætisvagni. Tók olía strax að leka úr tanki bílsins. Slysið varð í grennd við þrjár sjónvarpsmiðstöðv- ar þar sem hundruð manna höfðu safnast saman til að horfa á heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Mikinn fjölda fólks dreif einnig að með allra handa fötur og krukkur til að verða sér úti um olíu þrátt fyrir við- varanir friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna um eld- hættu. Eldurinn braust út innan við klukkustund eftir að slysið varð. Mikil fátækt hrjáir íbúa Kongó en óstöðugt ástand hefur ríkt í landinu frá stríðslokum árið 2002 en þá hafði geisað stríð þar frá árinu 1996. - rat Yfir tvö hundruð fórust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í þorpi í Kongó: Reyndu að safna olíu í fötur EFNAHAGSMÁL Eygló Harðardóttir og Birkir Jón Jónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, óskuðu á fimmtudag eftir fundi í efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd um tilmæli Seðlabankans og Fjár- málaeftirlitsins til fjármálafyrir- tækja um endurútreikning mynt- körfulána. Orðið hefur verið við ósk þing- mannanna og gert er ráð fyrir fundi í dag. Þar munu Gylfi Magn- ússon viðskiptaráðherra, Arnór Sig- hvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, mæta til að svara spurn- ingum þing- mannanna auk þeirra Gísla Tryggvason- ar, talsmanns neytenda, Frið- riks Ó. Friðriks- sonar frá Hags- munasamtökum heimilanna og fleirum. Þingmennirnir spyrja um hver beri ábyrgð á því að ekki var tekið tillit til þess við uppgjör nýju og gömlu bankanna að erlendu lánin gætu verið ólögmæt. „Sú staðreynd virðist hafa skert umtalsvert verð- mæti eignasafns nýju bankanna,“ segir Eygló. „Löngu áður en gengið var frá uppgjörinu, og þá sérstak- lega á milli gamla Landsbankans og NBI, var búið að benda stjórnvöld- um á vafaatriði um lögmæti þess- ara lána. Stjórnvöld völdu að hunsa það. Ef rétt er að núna geti íslenska ríkið þurft að greiða 100 milljarða aukalega inn í bankakerfið, þá sér- staklega NBI, þá hlýtur einhver að axla ábyrgð á því.“ - shá Þingmenn Framsóknar krefjast svara vegna tilmæla Seðlabanka og FME: Spyrja um ábyrgð á uppgjöri EYGLÓ HARÐARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Þrír ungir menn syntu ölvaðir yfir Hvítá ofan við Iðubrú í Laugarási aðfaranótt sunnudags. Voru mennirnir á tjaldsvæðinu í Laugarási. Lögreglu barst tilkynning um atvikið klukkustund eftir að þeir höfðu ætlað í sundið. Björgunarsveitir voru kallaðar út en var snúið við eftir að lög- reglan hafði fundið þremenning- ana heila á húfi. Ungu mennirnir höfðu gengið í um klukkustund þaðan sem þeir komu í land í Auðsholti í Hrunamannahreppi. Að sögn vakthafandi varð- stjóra á Selfossi voru þremenn- ingarnir blautir og kaldir þegar þeir fundust. - mmf Björgunarsveitir kallaðar út: Þrír drukknir syntu yfir Hvítá LÖGREGLUMÁL Margar tilkynningar bárust um aðfinnsluvert ökulag ökumanna í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um helgina. Lögreglan fékk einnig tilkynn- ingu um nakinn mann sem var að húkka sér far á Suðurlandsvegi við Selfoss um klukkan sjö á laugar- dagskvöld. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var engan nakinn mann að sjá. Að sögn vakthafandi varðstjóra er ekki vitað hvort til- kynningin hafi verið gabb eða hvort einhver hafi tekið manninn upp í. Aðrar tilkynningar sner- ust um glæfralegan akstur og að ökutæki rásuðu á vegi. - mmf Óhefðbundinn vegfarandi: Nakinn maður húkkar sér far BRIDDS Íslenska landsliðið í bridds endaði í 4. sæti Evrópumótsins í ár. Mótinu lauk nú í gær. Íslenska liðið vann sinn síðasta leik 19 gegn 11 á móti Rússum og fengu 289 stig á mótinu. Ítalir urðu Evrópumeistarar í ár með 314 stig. Pólverjar urðu í 2. sæti með 308 stig og Ísraelar í því 3ja með 304,5 stig. Íslenska liðið mun spila á heims- meistaramótinu sem haldið verð- ur í Hollandi haustið 2011. Ísland hefur einu sinni áður komist á heimsmeistaramót. Það var árið 1991 í Yokohama og urðu Íslend- ingar þá heimsmeistarar. - rat Evrópumótinu í bridds lokið: Íslendingar í fjórða sæti LANDSLIÐIÐ Í BRIDDS Íslenska liðið vann sér inn rétt til að taka þátt í heims- meistaramótinu sem fram fer haustið 2011 í Hollandi. BORGARMÁL Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinn- ar í borgarstjórn Reykjavíkur nýtur stuðn- ings 71 pró- sents borg- arbúa. Þetta kemur fram í nýrri könn- un sem Miðlun ehf. vann fyrir Morgunblað- ið á tímabilinu 11. til 28. júní. Meirihlutinn nýtur stuðnings í öllum aldurs- hópum, þó mestan meðal ungs fólks eða 85,3% stuðnings hjá 18 til 24 ára og 76,6% hjá 25 til 34 ára. Fleiri konur en karlar styðja meirihlutann eða tæp 74% kvenna gegn 68% karla. 680 ein- staklingar á aldrinum 18 til 75 ára voru spurðir og tóku 87% afstöðu til spurningarinnar. - rat Skoðanakönnun í Reykjavík: Nýr meirihluti með mikið fylgi JÓN GNARR BÍLHRÆIÐ Flutningabíllinn valt þegar bílstjórinn reyndi að komast fram úr litlum strætisvagni. Á þriðja hundrað létust er hann sprakk. NORDICPHOTOS/AFP IÐNAÐUR Verðmæti seldra fram- leiðsluvara árið 2009 var 574 milljarðar króna. Það er 28 millj- örðum króna meira en árið 2008. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Framleiðsla fiskafurða og framleiðsla á málmum vegur þyngst, fiskafurðirnar námu 34,8 prósentum af heildarverðmæt- inu og málmarnir 33,4 prósentum. Verðmæti seldra framleiðsluvara árið 2009 án fiskafurða og fram- leiðslu málma nam tæplega 183 milljörðum króna og dróst saman um 4 milljarða frá fyrra ári. - kóp Aukin sala framleiðsluvara: Seldum fyrir 574 milljarða Ferðaðist þú um landið um helgina? Já 18,1% Nei 81,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú borðað hvalkjöt? Segðu þína skoðun á visir.is Ég er tiltölu- lega ánægður með skýrsl- una. Hún er vönduð og inniheld- ur góðar ábendingar. Ég held að skattkerfið fái þarna tiltölu- lega jákvæða umfjöllun.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA EFNAHAGSMÁL Íslenska skattkerf- ið er í grunninn skilvirkt og hafa breytingar bætt úr göllum sem á því voru. Á móti þykir hluti skatt- kerfisins flókinn og bjóða upp á skattaundanskot. Þetta er á meðal þess helsta sem fram kemur í óbirtri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um íslenska skattkerfið. Ýmsar ábend- ingar er að finna í skýrsl- unni, svo sem um það hvern- ig s t y rkja megi skatt- stofna. Eft ir því s e m n æ s t verður komist mun AGS ekki hafa afskipti af breyting- um á skatt- kerfinu svo lengi sem þær stangist ekki á við efnahags- áætlun AGS og stjórnvalda og séu liður í því að grynnka á skuldum hins opinbera. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytis sem á að leggja fram heildartillögur að breytingum á skattkerfinu fyrir árslok mun hafa skýrslu AGS til hliðsjónar. Gert er ráð fyrir að til- lögurnar bæti afkomu ríkissjóðs í samræmi við áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum en miði um leið að því að dreifa skattbyrði með sanngjörnum hætti og hlífa tekju- lágum við skattahækkunum. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra, segist tiltölulega ánægður með skýrsluna. Hún sé vönduð og innihaldi góðar ábend- ingar. „Ég held að skattkerfið fái þarna tiltölulega jákvæða umfjöllun. Það voru göt á kerfinu fyrir hrun og ljóst að það var mjög vanbúið. Nú er búið að taka á því. Ýmislegt er þó enn ógert. En skattkerfið er skilvirkt og þjónar tilgangi sínum. Þeir sem hafa gagnrýnt skattkerf- ið fá ekki liðsstyrk í skýrslunni,“ segir fjármálaráðherra. Hópur sérfræðinga AGS kom til Íslands að ósk á fjármálaráð- herra í vor og gerði ítarlega úttekt á skattkerfinu. Skattkerfið hér var borið saman við önnur lönd og gerðar tillögur að breyting- um. Steingrímur fékk helstu nið- urstöður í hendur í maí og gerði þá ríkisstjórn grein fyrir þeim. AGS leit á skýrsluna sem vinnu- skjal fyrir stjórnsýsluna og varð Steingrímur að óska eftir því sér- staklega að hún yrði gerð opinber. Hann fékk endanlega gerð skýrsl- unnar í hendur fyrir stuttu. „Ég reikna með að hún verði birt á næstu dögum,“ segir ráðherra. jonab@frettabladid.is STEINGRÍMUR J. Skattkerfið var vanbúið og götótt fyrir banka- og gengishrunið. Búið er að staga í helstu göt og verður það bætt á nýju ári, að sögn fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslenska skattkerfið er skilvirkt segir AGS Breytingar á skattkerfinu eru jákvæðar, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Ég er tiltölulega ánægður,“ segir fjármálaráðherra, sem telur skattkerfið hafa verið vanbúið og götótt fyrir hrun. Hann vonast til að skýrslan verði birt fljótlega. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.