Fréttablaðið - 05.07.2010, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 5. júlí 2010 15
Samkvæmt frétt Fréttablaðs-ins á laugardag voru fimm
Rúmenar handteknir á dögunum
á Seyðisfirði af árvökulli lög-
reglu vegna þess að þeir hugðust
pranga inn á landsmenn ódýru
glingri sem eðalmálmar væru.
Þeir eru á tánum í löggunni
gagnvart aðvífandi háska – frá
Rúmeníu: fyrir nokkrum árum
voru gerð upptæk málverk af
grátandi börnum sem þóttu ekki
standast listmat lögreglunnar til
að prýða veggi íslenskra heim-
ila. Þeir mega ekki einu sinni
spila fyrir okkur á harmonikk-
ur án þess að löggan sé mætt til
að stugga við þeim, enda eru víst
alls konar skalar og trillur í þess-
ari músík þeirra sem eiga ekkert
erindi við grandalausa þjóð við
ysta haf. Og árlega gerir lögg-
an upptækt glópagullið hjá þess-
um bragðvísu farandsölum frá
Rúmeníu …
„Ósýnilega höndin …“
Gott til þess að vita að það sé
passað upp á okkur fávísa og
auðtrúa þjóð og þess gætt að við
förum okkur ekki að voða í við-
skiptum við óprúttna aðila.
Bara að slík árvekni hefði verið
til staðar þar sem hennar var
þörf. Hvar voru laganna verð-
ir þegar bankarnir buðu okkur
gengistryggðu lánin meðan þeir
voru að grafa undan krónunni í
næsta herbergi? Hvar var lög-
reglan þegar bankarnir töldu
okkur trú um að við hefðum efni
á að kaupa íbúð þegar við höfð-
um það ekki – bíl, hús, pallbíl,
byggja blokk, reisa hverfi, því
að þeir hefðu fundið svo sniðuga
hjáleið framhjá verðtrygging-
unni og framhjá íslensku krón-
unni fyrir okkur? Óhætt er að
segja að eina ósýnilega höndin á
svæðinu þegar þessi ósköp dundu
yfir þjóðina hafi verið hinn langi
armur laganna.
Þessir fínu menn sem störf-
uðu samkvæmt páfabréfi frá
Friedman og Hayek – hversu
miklu skaðlegri voru þeir ekki
þegar upp er staðið en glingur-
salar frá Rúmeníu? Hver var
munurinn á glópagullinu sem
bankarnir buðu okkur og því sem
glingursalarnir hugðust fara með
um sveitir landsins?
Að vísu er hann ærinn. Glingr-
ið kann að dofna með árunum
og þar kemur að þú sérð í gegn-
um það rétt eins og þú uppgötv-
ar að eftirlætisbangsinn þinn
er bara klæði með tróði í. Og sú
uppgötvun kann að reynast dálít-
ið sár að djásnið reyndist gler eða
pjátur eitt en það vakti þó sína
ánægju og gaf eiganda sínum í
þokkabót þann lærdóm að ekki er
allt gull sem glóir.
En hvað á að segja um
glópagullið sem bankarnir
prönguðu inn á grandalausan
almúgann sem gert er að greiða
með raunverulegum peningum –
hundrað þúsund á mánuði í fimm
ár í stað þeirra fimmtíu á mán-
uði í þrjú ár sem þér var talin
trú um að greiðslan yrði? Hver
refsar loddurunum sem sátu bak
við skrifborð og skörtuðu öllum
tiltækum vottorðum upp á áreið-
anleika frá Fjármálaeftirliti og
Seðlabanka? Hvar var vörður
að verja okkur fyrir þeim sem
töldu Íslendingum trú um að vís-
asti vegurinn til velgengni í líf-
inu væri lántaka – og því stór-
fenglegri sem lántakan væri,
þeim mun meiri velgengnin og
hamingjan?
Því meira lán, því meira lán …
Ætli Íslendingar séu ekki ann-
ars eina þjóðin í heiminum sem
hefur sama orðið yfir gæfu og
peningasölu? En lánin reyndust
ólán. Það var ólán í láni.
Er ekki óhætt að slá því föstu
að árvekni yfirvalda í neyt-
endavernd hér á landi gagnvart
ómerkilegum pröngurum sé í
öfugu hlutfalli við mikilvægið?
Ólánsmenn
Enn súpum við seyðið af ein-
hverju ógurlegasta feigðarflani
Íslandssögunnar: einkavæðingu
bankanna. Munið heiðruðu les-
endur í hvert sinn sem þið kinkið
kolli yfir leiðara Morgunblaðs-
ins eða Staksteinum: Maðurinn
sem stóð fyrir einkavæðingunni
og stjórnaði því hvernig hún fór
fram heldur þar á penna til að
þyrla upp moldviðri og koma
aftur á glópagullöldinni.
Á sex árum tókst prívatmönn-
um fyrir hans atbeina að koma
á hausinn banka sem lifað hafði
af heimskreppuna miklu, heims-
styrjaldirnar, hvarf síldarinnar,
verðbólguárin, umsvif íslenskra
athafnamanna, afskipti íslenskra
stjórnmálamanna og nepótisma
íslenska ættbálkasamfélagsins.
Þeir voru ólánsmenn. Þeir gerðu
Ísland að skuldugasta landi Evr-
ópu og leiddu smán yfir landið.
Þeir flæktu íslenskan almenning
í skuldbindingar á sparifé algjör-
lega óviðkomandi fólks í Hollandi
og Englandi. Þeir prönguðu inn
á fólk fullkomlega óraunhæfum
lánum og lögðu mörg líf í rúst.
Þeir gerðu ekkert rétt og allt
vitlaust.
Þeim var sigað dýrvitlausum á
okkur og enginn sem varði okkur
fyrir þeim því að öll orka yfir-
valda beindist að því að hand-
sama pjátursala frá Rúmeníu. Og
þannig er það greinilega enn.
Hvar var lögreglan þegar bankarnir
töldu okkur trú um að við hefðum
efni á að kaupa íbúð þegar við höfð-
um það ekki
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Í DAG
Ólán í láni
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-
orku ritaði grein í Fréttablaðið
fyrir skömmu þar sem hann talar
um villur, meinlegan misskilning
og villandi framsetningu í umfjöll-
un minni um nýja reglugerð um
takmörk brennisteinsvetnis í
andrúmslofti.
Aðstoðarframkvæmdastjórinn
heldur því fram að ég fari rangt
með staðreyndir þegar ég fjalla um
þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin (WHO) setur um brenni-
steinsvetni í andrúmslofti. Við deil-
um ekki um að WHO mörkin eru
sett við 150 milligrömm í rúmmetra
til að koma í veg fyrir bráðaáhrif.
Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000
milligrömm en WHO setur mörk-
in við 1% þeirrar tölu til að gæta
fyllstu varúðar. En aðalatriði máls-
ins er að mörkin í umræddri reglu-
gerð eru sett lægri en WHO mörkin
til að verja almenning fyrir mögu-
legum langtímaáhrifum mengun-
arinnar og til að koma í veg fyrir
megna lyktarmengun. Aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samorku skaut-
ar framhjá þeirri staðreynd.
Þá telur hann til þau rök að
brennisteinsvetni hafi einu sinni
mælst yfir mörkum WHO frá því
að Hellisheiðarvirkjun var tekin í
notkun. Engu að síður hafa margar
kvartanir borist vegna óþæginda
vegna sterkrar lyktar, jafnvel á
þeim dögum þar sem gildin hafa
verið verulega undir mörkum WHO.
Nýlegar rannsóknir gefa líka vís-
bendingar um að brennisteinsvetni
hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert
lægri styrk en við mörk WHO. Það
eru því rík fagleg rök fyrir því að
setja strangari mörk í reglugerð en
þau sem WHO miðar við.
Því næst snýr aðstoðarfram-
kvæmdastjórinn út úr þegar hann
vekur athygli á þeim ummælum
mínum að m.a. Finnar hafi sett
strangari reglur en gert er með
umræddri reglugerð. Hann segir:
,,Hjá Samorku er okkur ekki kunn-
ugt um að Finnar státi af jarð-
varmavirkjunum. /.../ Við gætum
að sama skapi án nokkurra vanda-
mála skákað Finnum og sett hér
mun strangari reglur en þeir hafa
gert um rekstur kjarnorkuvera.“
Finnar setja sín mörk vegna þess
að brennisteinsvetni er hluti af
þeirri mengun sem verður til við
framleiðslu pappírs. Aðstoðarfram-
kvæmdastjórinn verður sjálfur að
svara því hvort hann vissi ekki
betur eða kaus að villa um fyrir
almenningi með útúrsnúningi.
Að lokum vekur aðstoðarfram-
kvæmdastjórinn athygli á því að
reglugerð um brennisteinsdíox-
íð setji sex sinnum hærri mörk en
WHO mælir með. Hvort að hann
álíti það rök fyrir því að hér séu
aldrei sett strangari mörk en þau
sem WHO miðar við skal ósagt
látið. Ástæðan fyrir háum mörk-
um brennisteinsdíoxíðs í reglu-
gerð miðað við WHO mörkin er sú
að WHO lækkaði sín mörk eftir að
reglugerðin var sett. Þess vegna
hefur umhverfisráðuneytið haft það
til athugunar að lækka mörk reglu-
gerðarinnar.
Íslenskum stjórnvöldum ber að
taka ákvarðanir og móta stefnu
sína í samræmi við alþjóðlegar
skuldbindingar. Ákvarðanataka
felur í sér mat á ólíkum hagsmun-
um, t.a.m. hagsmunum orkufyrir-
tækja og almennings. Undanfarin
ár hafa pólitískar áherslur verið
með þeim hætti að hagsmunir
orkufyrirtækja hafa vegið þyngra
en hagsmunir almennings. Það er
því kannski eðlilegt að fulltrúar
orkufyrirtækja hrökkvi við þegar
áherslurnar breytast. Almenningur
ákvað í síðustu kosningum að kjósa
stjórnmálaflokka sem setja sjónar-
mið náttúru- og umhverfisverndar á
oddinn. Þær áherslur eru því í fyrir-
rúmi við stefnumótun og ákvarð-
anatöku umhverfisráðherra.
Íslensk orkufyrirtæki stæra sig
af grænni orku, segjast stuðla að
sjálfbærri þróun og markaðssetja
sig sem slík. Því mætti ætla að í
samræmi við þann metnað að þau
tækju því fagnandi að settar séu
reglur sem takmarka mengun frá
starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram
kemur í grein Samorku hlýtur því
að vera í nokkru ósamræmi við þá
stefnu. Framleiðsla umhverfisvænn-
ar orku hefur verið hluti af þjóðar-
stolti okkar Íslendinga og skapað
okkur sérstöðu um allan heim. Því
ættu fulltrúar orkufyrirtækja að
líta á ríkisvaldið sem bandamann
sinn í því að skapa græna umgjörð
í kringum orku fyrirtækin en ekki
sem andstæðing.
Orkuframleiðsla og umhverfisvernd
Umhverfismál
Svandís
Svavarsdóttir
umhverfisráðherra
AF NETINU
Bændur ættu að vilja ESB
Finnar og Svíar hafa reynslu af því að ganga í Evrópusambandið og ekki er
að sjá að landbúnaður í þeim löndum hafi lagst af, enda varð til hugtakið
heimskautabúskapur þegar löndin gengu í Evrópusambandið, hugtak og
peningar sem því fylgdu, til að tryggja áframhaldandi búskap á þessum
svæðum. Þeir kvarta ekki undan Evrópusambandsaðild en sjá kannski
fleiri tækifæri.
Og það er þess vegna sem bændur á Íslandi ættu að vera hörðustu
stuðningsmenn aðildar, því þar eru einu sóknarfærin sem möguleg eru
bændum. Núverandi ástand þýðir ekkert annað en áframhaldandi barning,
áframhaldandi kröfur um meiri ölmusur, áframhaldandi minnkandi lamba-
kjötsneyslu og fækkun búa o.s.frv., o.s.frv.
G. Pétur Matthíasson
http://gpetur.blogspot.com/