Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 18

Fréttablaðið - 05.07.2010, Page 18
 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR2 „Sumarið hefur farið í að undir- búa vöruna til framleiðslu og hún kemur í sölu 9. eða 10. júlí í Kraumi og í kjölfarið í safnverslanir Lista- safns Reykjavíkur,“ segir Helga Björg Jónasardóttir vöruhönnuður og ein þriggja aðstandenda hönn- unarfyrirtækisins Björg í bú, sem átti vinningstillöguna í samkeppni Listasafns Reykjavíkur, Kraums og Hönnunarmiðstöðvar Íslands um nytjahlut í anda Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara. Tveir vöruhönnuðir standa að Björg í bú auk Helgu, þær Edda Jóna Gylfadóttir og Guðrún Hjör- leifsdóttir og saman hönnuðu þær púsluspil úr formum sem finna má í verkum Ásmundar sem þær kalla Minn Ásmundur. „Við köfuðum í karakter Ásmund- ar sjálfs en hann var kallaður alþýðuskáld í myndlist. Hann var natinn við krakka og vildi að þau léku sér og klifruðu í skúlptúrun- um hans og tækju þátt í verkinu. Við notuðum því hluta úr verkum hans og virkjum fólk eins og hann gerði,“ útskýrir Helga. Undirtitill verksins er Skapaðu þinn eigin skúlptúr og er hægt að raða formunum saman á mismunandi vegu. „Þeir sem þekkja verk Ásmundar kannast strax við formin og bygg- inguna í spilinu en við notuðum áberandi tákn og form frá honum. Höndin er til dæmis sterkt form í mörgum verka hans og hún er því sterkur partur í púsluspilinu líka.“ Spilið er samsett úr níu stykkj- um sem skorin eru út í krossvið og er framleitt af fyrirtækinu Format. Helga segir það skipta þær máli að varan sé framleidd hér á landi. „Við skoðuðum þann möguleika að láta framleiða erlendis en við vilj- um helst framleiða á Íslandi. Okkar hugsjón er að skapa atvinnu með okkar vörum, og leggja okkar að mörkum við uppbyggingu atvinnu- lífsins í landinu,“ segir Helga en Björg í bú hefur meðal annars verið að þróa kartöfluflögur í samvinnu við íslenskan kartöflubónda sem væntanlegar eru á markaðinn með haustinu. Helga segir ferlið frá því að vara sé fullhönnuð og þar til hún kemst í framleiðslu geta tekið tíma og íslenskir hönnuðir rekist gjarnan á veggi þegar kemur að því að finna efni til framleiðslu og framleiðend- ur að vöru. Hún segir það þó ekki draga úr kraftinum í hönnuðum en frá því að Björg í bú tók til starfa fyrir tæpu ári hefur það þegar sent frá sér línu af Skínandi skartgrip- um og nú púsluspilið, auk þess sem mörg verkefni eru í farvegi. „Við rekumst á marga veggi í framleiðsluferlinu en erum orðnar þokkalega klárar að fella þá. Björg í bú er bæði með eigin verkefni og verk í samvinnu við aðra í vinnslu og mun kynna nýjar vörur í haust, bæði matartengdar og ekki.“ Nánar má forvitnast um Björg í bú á Facebook. heida@frettabladid.is Ásmundi púslað saman Minn Ásmundur er heiti á púsluspili eftir þrjá íslenska vöruhönnuði sem er væntanlegt á markaðinn í lok vikunnar. Púsluspilið er framleitt á Íslandi og fékk fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni nú í vor. Hér eru þær Helga Jónasardóttir og Edda Gylfadóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Hjörleifsdóttur en hún eignaðist litla stúlku fyrir nokkrum dögum og er heima í barneignarleyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Úr iðrum jarðar er yfirskrift sýn- ingar sem stendur yfir í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Listakonan IngaElín sýnir nýjustu verk sín á sýningunni Úr iðrum jarðar. Um er að ræða skreyting- ar sem undirstrika kraft íslenskr- ar náttúru en IngaElín notar ösku úr Eyjafjallajökli í verkin. Í sýn- ingarskrá segir að Eyjafjallajökull hafi haft áhrif á líf fjölda íbúa Evr- ópu undanfarna mánuði og umbrot- in veki fólk til umhugsunar um líf forfeðranna sem lifðu við erfiðar aðstæður án nútímaþæginda. „Hug- myndin með þessum verkum var að búa til varanlegan minjagrip um Eyjafjallajökul, askan er þarna ekki bara duft sem fýkur burt,“ útskýrir IngaElín en aska er notuð í glerjung í verkunum. Sýningin opnaði 16. júní síðastlið- inn og stendur til 14. júlí og er opin á verslunartíma. - rat Askan nýtt í listina Skreytingar InguElínar eru glerjaðar með ösku úr Eyjafjallajökli. MYND/ÚR EINKASAFNI - Gefðu íslenska hönnun Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Sængurfatnaðurinn frá Lín Design er ofinn úr bómullardamask. Yfir 30 tegundir af íslenskum sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði. Dúnmjúkarbrúðargjafir Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. kl.9 -13 Samskipti í lit - Litir nýttir til að auka skilning okkar hvert á öðru. kl. 10 -11 Skapaðu þér góða framtíð! - Hópastarf fyrir 16-25 ára. Styrktu sjálfs- myndina og lærðu tilfinningastjórnun. Þriðji hluti af sex. Lokað! kl. 13 -15 Jóga - Léttar æfingar og teygjur. Komdu og prófaðu. kl. 15 -16 Ráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14 -16 Briddsklúbbur kl. 14 -16 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Ókeypis fyrir alla Mánudagur 5. júlí Hvernig stöndumst við álag? - Hvers vegna snögg reiðumst við og pirrumst yfir hversdagslegum smámunum? kl.13 -14 Prjónahópur - Heklaðu og prjónaðu með okkur. kl. 13 -15 Verkefni Rauða kross Íslands - Hvað gerir Rauði krossinn innanlands? Hvað getur þú lagt af mörkum? kl.14:30 -15:30 Þriðjudagur 6. júlí Miðvikudagur 7. júlí Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu Fimmtudagur 8. júlí Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Art of living - Sjálfboðavinna kl. 15 -16 LOKAÐ! Rauðakrosshúsið verður lokað alla föstudaga í júlí. Heilsuhópur Takts - Fyrir 16-25 ára. Útileikfimi í Nauthólsvík. Mæting kl. 9 í Rauðakrosshúsinu. Leikfimin hefst kl. 9:30. Föstudagur 9. júlí - Lokað Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi - Gengið um höfuðborgarsvæðið þrisvar í viku (mán. kl. 13, mið. og fös. kl.10) og margvíslegir staðir skoðaðir. Upplýsingar um upphafsstaði hverju sinni á raudakrosshusid@gmail.com. Grínsenur - Leikum okkur saman og búum til grínþætti í sameiningu. Umsjón: Aldís leikkona. kl. 13-14 Lífskraftur og tilfinningar - Lærðu að þekkja tilfinningar þínar og stjórna þeim. Fyrsti hluti af sex. Skráning nauðsynleg. kl.14 -16 Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. kl.9 -12 Skapandi skrif í dagbókina - Dagbókarfærslur geta verið margvíslegar og óþarfi að einblína á upptalningaraðferð. Fyrri hluti. kl.13-14 Ítölsk matargerð -Lærðu að gera ljúffenga rétti og smakkaðu. kl.13 -14 Lífskraftur og tilfinningar - Annar hluti af sex. Skráning nauðsynleg. kl.14 -16 Heilsuhópur - Vertu með í hópi sem vill bæta heilsu sína og líðan. kl.14-15 Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is teg. ARIEL - saumlaus skál og getur verið hlýralaus í BCD skálum á kr. 7.680,- teg. BRILLANT - yndisleg blúndusam- fella í BCD skálum á kr. 9.885,- LAGERSALA 5/7 mánudagur kl: 14 - 16 6/7 þriðjudagur kl: 14 - 18 Rýmum til á lager DIM DÖMU OG HERRA UNDIRFATNAÐUR Mikið úrval af SOKKABUXUM ÝMSAR SNYRTIVÖRUR MEDICO - heildverslun Akralind 3 - 201 Kópavogi MIKILVÆGT er að lesa á miðana á fatnaði til að sjá hvort hann þolir heitt straujárn. Eigi svo að strauja fleiri en eina flík er ágætt að byrja á þeim sem þurfa minnst- an hita og enda á þeim sem þurfa mestan. Fimmtudaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.