Fréttablaðið - 05.07.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 05.07.2010, Síða 34
18 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær maðurinn minn, faðir, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Vigfús Sólberg Vigfússon Rjúpnasölum 12, Kópavogi, sem lést föstudaginn 24. júní, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 13.00. Margrét Kjartansdóttir Jónína Vigfúsdóttir Páll Stefánsson Lára E. Vigfúsdóttir Magnús Ásmundsson Katrín F. Jónsdóttir Ólafur Ásmundsson Salgerður Jónsdóttir Svavar Ásmundsson Pálína Hinriksdóttir Vivi Andersen börn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Hanna Ármann Sléttuvegi 17, sem lést mánudaginn 28. júni á Landspítalanum, verð- ur jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.00. Finnur Björnsson Valdís Ella Finnsdóttir Jónas Ólafsson Ólafur Jónasson Finnur Jónasson Elvar Finnur Grétarsson Heiðar Kristján Grétarsson Hannar Sindri Grétarsson MOSAIK Sonur minn, bróðir okkar og mágur, dr. Kjartan G. Ottósson prófessor við Háskólann í Osló, sem lést mánudaginn 28. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 11. Gyða Jónsdóttir Óttar Ottósson Helga Ottósdóttir Stefán S. Guðjónsson Geirlaug Ottósdóttir Grímur Guðmundsson Theodór Ottósson Árný Elíasdóttir Helga Ehlers Reinhard Wolf Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, Ólafs Kr. Þórðarsonar kennara frá Innri-Múla, Barðaströnd, Hjallaseli 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Seljahlíðar fyrir hlýja og góða umönnun. Kolbrún Ólafsdóttir Hörður Eiðsson Skarphéðinn Ólafsson Sigríður M. Skarphéðinsdóttir Þórður G. Ólafsson Jónína S. Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hátíðin Villa Reykjavík verður hald- in nú í júlí þegar tólf evrópsk gall- erí sækja höfuðborgina heim. Hátíð- in hefst á föstudag næstkomandi og stendur út júlí. „Árið 2006 stóð Raster-gallerí- ið í Varsjá í Póllandi fyrir sambæri- legri hátíð á yfirgefnum herragarði. Þar buðu þeir galleríum að koma og vera með sýningar og viðburðurinn fékk nafnið Villa Varsjá,“ segir Lilja Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum hátíðarinnar Villa Reykjavík sem er haldin í fyrsta og eina sinn nú í júlí. Skipuleggjendur hátíðarinnar í Var- sjá komu til landsins og langaði að end- urtaka leikinn í Reykjavík. „Pæling- in er að búa til galleríþorp eða hverfi eins og tíðkast víða erlendis. Hug- myndin er að finna hús sem ekki eru notuð í augnablikinu og standa tóm og nýta þau undir myndlistarsýningar,“ segir Lilja og bætir við að húsin sem hafi orðið fyrir valinu séu Vesturgata 10, Tryggvagata 18 og Fiskkaupahúsið á Geirsgötu. Lilja segir að vinatengsl hafi mynd- ast milli Raster-gallerísins og Íslands. „Þau eru skipuleggjendur hátíðarinn- ar í samstarfi við i8 í Tryggvagötu og Kling og Bang á Hverfisgötu. Það verða líka sýningar hjá þessum tveimur gall- eríum í tengslum við hátíðina. Eitt erlendu galleríanna verður svo með sýningu í kaffistofunni við hliðina á Kling og Bang. Sýningar verða á stóru svæði í kringum höfnina og upp eftir Hverfisgötunni,“ segir Lilja brosandi. Lilja vill meina að Villa Reykja- vík verði mikil vítamínsprauta fyrir listalífið í höfuðborginni en tólf evr- ópsk listagallerí munu setja upp sýn- ingar. „Það er bara eins og tólf ný gall- erí opni hérna,“ segir Lilja en galleríin eru frá ýmsum löndum, þar á meðal frá Ítalíu, Frakklandi, Tyrklandi og Englandi. Lilja segir að Raster-galleríið hafi séð um að kynna Villa Reykjavík fyrir erlendu galleríunum. „Ég held að það hafi bara gengið mjög vel að fá gallerí- in hingað. Það eru allir mjög spenntir að koma og opna sýningar hérna,“ upp- lýsir Lilju. Hún segir að fyrirhugað sé að íslenskir listamenn muni í tengslum við Villa Reykjavík setja upp sýningar erlendis líka. Villa Reykjavík hefst á viðburða- viku frá 9. til 16. júlí. „Þá er opnunar- vika með viðburðum á hverjum einasta degi. Það eru tónleikar, svo eru kvik- myndasýningar og ýmislegt fleira en enginn aðgangseyrir,“ segir Lilja. „Við erum í samstarfi við Havarí og Útúr- dúr niðri í Austurstræti og þar verður húsband hátíðarinnar Villa Reykjavík- bandið sem samanstendur af íslensk- um tónlistarmönnum og pólskum sem koma hingað sérstaklega fyrir hátíðina. Svo erum við í samstarfi við Bakkus þar sem fram kemur fjöldi tónlistar- manna.“ martaf@frettabladid.is GALLERÍHÁTÍÐIN VILLA REYKJAVÍK: HALDIN Í FYRSTA OG EINA SKIPTIÐ Eins og tólf ný gallerí opni VÍTAMÍNSPRAUTA FYRIR LISTALÍFIÐ Lilja Gunnarsdóttir og Edda Kristín Sigurjónsdóttir undirbúa gerð gallerís á Vesturgötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EVA GREEN LEIKKONA ER ÞRÍTUG Í DAG. „Velgengni er hverful. Þú reiðir þig algerlega á löngun annarra og þess vegna er erfitt að slaka á.“ Eva Green er frönsk leikkona sem ólst upp í París. Hún vann BAFTA verðlaunin árið 2006 fyrir leik sinn í James Bond myndinni Casino Royale. EDIE FALCO leikkona er 47 ára. PAUL SMITH tískuhönnuð- ur er 64 ára. Þennan dag fyrir fjórtán árum var kindin Dolly fyrsta spendýrið sem var klónað. Fruman sem var klónuð var tekin úr brjóstkirtli og af þeim sökum var hún nefnd eftir hinni frægu söngkonu Dolly Parton. Dolly hefur verið kölluð frægasta kind heims samkvæmt vef breska ríkisútvarpsins BBC. Dolly var borin á Roslin-stofnun- inni í nálægt Edinborg í Skotlandi þar sem hún lifði alla sína ævi. Hún eignaðist sex afkvæmi og það fyrsta var kallað Bonnie en hún fæddist í apríl árið 1998. Næsta ár varð hún tvílembd og það þriðja þrílembd. Haustið 2001 þegar Dolly var fimm ára fékk hún liða- gigt og átti erfitt með gang. Gigtin var þó læknuð með bólgueyðandi lyfjum. Dolly var svæfð 14. febrúar 2003 vegna vaxandi lungnasjúk- dóms og alvarlegrar liðagigtar. Haft var eftir vísindamönnum á Roslin-stofnuninni að það hefði ekkert með það að gera að Dolly væri klónuð. Veikindi af því tagi sem Dolly glímdi við koma oft upp hjá kindum sem hafðar eru á húsi lengi, en þar hafi Dolly verið í sex ár. Í dag er Dolly höfð til sýnis á hinu konunglega safni í Skotlandi. ÞETTA GERÐIST: 5. JÚLÍ 1996 Fyrsta spendýrið klónað AFMÆLI MERKISATBURÐIR 1080 Ísleifur Gissurarson, fyrsti íslenski biskupinn, andast í Skálholti. 1541 Ögmundur Pálsson, síð- asti kaþólski biskupinn í Skálholti, er tekinn fastur í skip sem flytur hann til Danmerkur. 1811 Venesúela fær sjálfstæði frá Spáni. 1846 Helgi Thordersen dóm- kirkjuprestur vígður bisk- up yfir Íslandi og gegnir embættinu í tuttugu ár. 1851 Þjóðfundur sem fjallar um frumvarp dönsku rík- isstjórnarinnar um rétt- arstöðu Íslands er sett- ur í húsi Lærða skólans í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.