Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 05.07.2010, Qupperneq 36
20 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Í fyrra var ég stödd á alþjóðlegri ljóðahátíð í Kolkata á Indlandi. Það var ljómandi skemmtilegt, naanbrauð snætt í hvert mál og handartak fólksins hlýlegra en víðast hvar annars staðar. Eftir tveggja daga linnulausan ljóðaflutning á bengölsku ákváðum við ferðafélagar mínir að bregða okkur á markað. Eitthvað forvitnilegt yrði maður nú að koma með heim frá þessum fjarlægu slóðum. Það var enginn vandi að rata því ekki leið á löngu þar til menn komu aðvífandi og smöluðu þeir okkur niður í steinsteyptan niðurgrafinn markað hvíslandi: „Sjöl, sjöl.“ OG ÉG var eins og litla stúlkan sem ætlaði að kaupa klæði í kjól á brúð- una sína. Við vorum heldur ekkert að tvínóna við þetta og í fyrstu búð- inni sem varð á vegi okkar áskotnuð- ust okkur fallegir silkiklútar. Það var ekki fyrr en komið var aftur út á götu að sannleikurinn blasti við. Þetta var ekki silki og hafði aldrei verið. Öll vorum við sammála um að eilitlir prettir væru partur af prógramm- inu en okkur var þægð í því að láta sölukonuna, virðulega frú um sextugt, vita að við hefðum áttað okkur á bolabrögðunum. Við héld- um því til baka og bárum henni á brýn að hafa farið heldur frjáls- lega með sannleikann. VIÐBRÖGÐ konunnar komu á óvart því henni virtist fyrirmunað að skilja hvers vegna við vorum að gera veður út af við- skiptaháttum hennar. Hún brosti blíð á svip og sagði hæg í tíðinni: „You’ve got plenty of money“ eða „Þið eigið fullt af peningum.“ Vitaskuld hafði hún rétt fyrir sér, ekki hjó það stórt skarð í fjárhaginn að greiða 600 kr. fyrir afbragðs pólýester-tuskur. Ég skipti þeim nú samt, fékk ullarsjal í staðinn og þurfti að borga eilítinn mismun. Þegar heim var komið bar ég sjalið saman við það sem ég hafði keypt í bengalskri Ramma- gerð skammt frá markaðinum og komst að því að enn á ný hafði konan haft mig að féþúfu, enda staðföst í þeirri trú að ég ætti „plenty of money“. EINS og ég var nú lens yfir framkomu kon- unnar hef ég nú fundið að á þessu eina og hálfa ári sem liðið er síðan fundum okkar bar saman hefur hugsunarháttur hennar birst mér víðar. Ólíkt því sem áður var læt ég mér nú í léttu rúmi liggja þótt ég sjái erlenda ferðamenn kaupa sér rándýrt vatn á brúsum í matvöruverslunum og þegar ég á von á útlendingum í heimsókn þegi ég þunnu hljóði yfir strætisvögnum borgarinn- ar, hvað þá ég bjóðist til að sækja þá, heldur segi þeim að taka bara leigubíl. Innra með mér, eins og hjá svo mörgum öðrum Íslend- ingum, hvíslar nefnilega bengölsk kven- rödd: „You’ve got plenty of money.“ Hnattrænn skilningur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ókei. Hlustum á þetta. „Kill the Filth“ með Släpphe Pikkür. Algjör list, Elli! Ég veit! Släpphe Pikkür þarf samt alltaf að hafa eina ballöðu. Ég hata það! Hitt er fínt! Hæ, dúlla. Sjáumst, dúlla. Ég elska þig, dúlla. Ég elska þig líka, dúlla. Hæ, dúlla. Við erum ekki alveg komin á gælunafna- stigið. Ekki alveg. Aðalfundur farangurs- höndlara. Meinarðu að þessi fundur átti að fara fram í London? Ég verð svo ánægður þegar þessi ritgerð klárast. Lesturinn, skrift- irnar, teikning- arnar. Ég er að brjálast! Eins gott að Solla er að hjálpa þér. Grunnskólinn er erfiðari í annað skipti. VILTU VINNA RISA SJÓNVARP FRÁ LG? HM LEIKUR ELKO ÞÚ SENDIR SMS ESL HMV Á NÚMERIÐ 1900 VIÐ SENDUM ÞÉR SPURNINGU UM HM. ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ 42" LG SJÓNVARP GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR LG GSM SÍMI · FULLT AF GOSI · FIFA WORLD CUP LEIKINN DVD MYNDIR · TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA Vinningar verða afhendir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/SMS-ið. Þú færð 5. mín. til að svara spurningu. Aðalvinningar dregnir út úr öllum skeytum 9. júlí.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.