Fréttablaðið - 05.07.2010, Qupperneq 42
26 5. júlí 2010 MÁNUDAGUR
- Lifið heil
www.lyfja.is
25% afsláttur
af öllum Schollvörum út júlí í öllum verslunum Lyfju.
Fallegir fætur með Scholl
16-LIÐA ÚRSLIT
Argentína - Þýskaland 0-4
0-1 Thomas Müller (3.), 0-2 Miroslav Klose (68.),
0-3 Arne Friedrich (74.), 0-4 Miroslav Klose (89.).
Paragvæ - Spánn 0-1
0-1 David Villa (83.).
UNDANÚRSLITIN
Úrúgvæ - Holland á morgun kl. 18.30
Þýskaland - Spánn miðvikudag kl. 18.30
MARKAHÆSTU MENN
David Villa, Spáni 5 mörk
Gonzalo Higuain, Argentínu 4
Miroslav Klose, Þýskalandi 4
Thomas Müller, Þýskalandi 4
Wesley Sneijder, Hollandi 4
Robert Vittek, Slóvakíu 4
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Ein skærasta knatt-
spyrnustjarna heims, Portúgal-
inn Cristiano Ronaldo, tilkynnti á
Facebook-síðu sinni í gær að hann
væri orðinn faðir. Fréttirnar komu
á óvart enda er hann einhleypur og
engar fregnir höfðu borist af því
að þetta væri í vændum.
Það var bandarísk kona sem ól
honum son en Ronaldo mun sjálfur
ala upp barnið. Nafni móðurinnar
verður haldið leyndu en hún óskaði
sjálf eftir því. Þau hafa komist að
samkomulagi um að Ronaldo muni
einn hafa forræði yfir drengnum.
Portúgalskir fjölmiðlar greindu
frá því á föstudagskvöldið að
móðir Ronaldo, Dolores, hefði
unnið að því ásamt systrum hans
að ganga frá pappírsvinnunni og
koma barninu til Portúgals.
Ronaldo hefur lengi verið í
sviðsljósinu og var á sínum ítrekað
fjallað um meint samband hans og
Paris Hilton á meðan hann var í
fríi í Bandaríkjunum.
Hann náði sér ekki á strik með
portúgalska landsliðinu á HM í
Suður-Afríku en liðið féll úr leik í
16-liða úrslitum keppninnar eftir
1-0 tap fyrir Spánverjum. Ronaldo
skoraði eitt mark í keppninni, í 7-0
sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppn-
inni.
Eftir leikinn gegn Spáni neitaði
Ronaldo að ræða við fréttamenn
og sagði svo á heimasíðunni sinni
vera „eyðilagður og algjörlega
niðurbrotinn“. Það má því gera
ráð fyrir því að hann hafi nú tekið
gleði sína á ný. - esá
Cristiano Ronaldo er farinn heim frá Suður-Afríku og kominn með nýtt hlutverk:
Cristiano Ronaldo orðinn faðir
CRISTIANO RONALDO
Var óánægður með gengi Portúgals á
HM en hefur tekið gleði sína á ný.
NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Þýskaland er komið í
undanúrslit á HM í Suður-Afríku
eftir glæsilegan 4-0 sigur á Diego
Maradona og lærisveinum hans
í landsliði Argentínu. Miroslav
Klose skoraði tvö marka Þýska-
lands og þeir Thomas Müller og
Arne Friedrich eitt hvor.
„Liðið spilaði nánast fullkominn
leik. Við spiluðum eins og sannir
meistarar,“ sagði Joachim Löw,
þjálfari þýska liðsins, eftir leik-
inn. „Úrslitin eru nánast ótrúleg
því Argentína er með sterka vörn.
Það var fyrsta flokks að hafa náð
að skora svo mörg mörk.“
Þjóðverjar byrjuðu leikinn af
miklum krafti og skoraði Müller
strax á þriðju mínútu. Hin mörkin
þrjú komu svo í síðari hálfleik þar
sem agaður þýskur sóknarleikur
fór illa með argentínsku vörnina.
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir
mig,“ sagði Maradona sem hefur
verið mikið í sviðsljósinu í Suður-
Afríku. „Það verður erfitt að fara
aftur heim eftir þetta tap en við
munum setjast niður og kom-
ast að því hvað fór úrskeiðis. Við
erum mjög leiðir og þetta er erf-
itt. Við ætluðum okkur að komast
í hóp bestu fjögurra liða heims-
ins. Það var draumur okkar en það
gagnstæða gerðist.“
Argentína féll úr leik í milli-
riðlakeppninni á HM árið 1982
en þá lék Maradona með liðinu.
„Ég upplifði þetta árið 1982 sem
leikmaður. Þá var ég strákur og
skildi þetta ekki fyllilega. Ég
verð fimmtugur í október og orð-
inn þroskaður. Þetta er erfiðasti
dagur lífs míns og eins og einhver
hefði sparkað í andlitið mitt. Ég
er algerlega orkulaus,“ sagði Mar-
adona sem segist ekki hafa íhug-
að hvort hann muni halda áfram
sem landsliðsþjálfari Argentínu
eða ekki.
„Ég vona að hann verði áfram,“
sagði Gabriel Heinze. „Þetta er
ekki tíminn til þess að taka slík-
ar ákvarðanir. Það verður að bíða
þar til allir róast á ný. Maradona
hefur lagt mikið á sig og það væri
frábært ef hann myndi halda
áfram.“
Miroslav Klose hefur nú skor-
að fjögur mörk í Suður-Afríku og
alls fjórtán í úrslitakeppni HM á
ferlinum. Hann vantar aðeins eitt
mark upp á að jafna markamet
Brasilíumannsins Ronaldo.
„Ég er hæstánægður fyrir hönd
Klose,“ sagði Löw. „Hann er sann-
arlega frábær leikmaður sem
hefur náð frábærum árangri. Það
eru afar fáir leikmenn sem eru á
sama stalli og hann og afrek hans
verður skráð í sögubækurnar.
Hann var frábær á bæði HM 2002
og 2006 og svo aftur nú.“
Sjálfur sagði Klose að marka-
metið skiptir hann litlu máli. „Ég
veit ekki hvort ég næ meti Ronaldo
og mér er í raun alveg sama. Ég
var ekki að hugsa um metið fyrir
leikinn heldur aðeins að vinna.
Ég hef meiri áhuga á því hvernig
við stöndum okkur sem lið. Það
er miklu mikilvægara að verða
heimsmeistarar en að telja mörk-
in sem ég hef skorað.“
Það eina neikvæða við sigur Þjóð-
verja var að markaskorarinn Müller
fékk sína aðra áminningu í mótinu í
leiknum og verður því í banni þegar
Þýskaland mætir Spánverjum í und-
anúrslitum.
„Það er mikið áfall fyrir okkur
að missa hann enda hefur hann
sýnt hversu hættulegur hann er,“
sagði Löw sem setti stórt spurn-
ingarmerki við áminninguna sem
hann fékk. Müller var áminntur
fyrir að handleika knöttinn.
eirikur@frettabladid.is
Spiluðum eins og sannir meistarar
Þýskaland sýndi allar sínar bestu hliðar er liðið vann ótrúlegan 4-0 sigur á Argentínu í fjórðungsúrslitum
HM í Suður-Afríku. „Liðið spilaði nánast fullkominn leik,“ sagði Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja.
MAGNAÐIR Þjóðverjar hafa farið á kostum á HM í Suður-Afríku og hafa í þremur leikjum skorað fjögur mörk. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Spánverjar komust í und-
anúrslit á HM í Suður-Afríku með
1-0 sigri á Paragvæjum um helg-
ina og þótt ótrúlega megi virðast
er þetta í fyrsta sinn sem þetta
knattspyrnustórveldi kemst í und-
anúrslit í heimsmeistarakeppni.
Spánverjar eru ríkjandi Evrópu-
meistarar og munu mæta Þýska-
landi í undanúrslitunum en þessi
lið mættust einmitt í úrslitum EM
2008.
Hetja Spánverja í leiknum á
laugardaginn var David Villa sem
hefur nú skorað í fjórum leikj-
um í röð í Suður-Afríku og er nú
markahæsti leikmaður keppninn-
ar með fimm mörk. Markið skor-
aði hann undir lok leiksins þegar
hann fylgdi eftir skoti Pedro sem
hafnaði í stönginni.
Fyrr í síðari hálfleik höfðu bæði
lið misnotað vítaspyrnu. Fyrst
varði Iker Casillar frá Oscar Car-
dozo og aðeins tveimur mínútum
síðar varði Justo Villar frá Xabi
Alonso. Alonso skoraði reyndar
fyrst en vítið var dæmt ólöglegt og
þurfti hann að endurtaka það.
„Þetta var afar óþægilegur leik-
ur en við áttum svo sem von á því,“
sagði Vicente del Bosque landsliðs-
þjálfari Spánar. „Á mínum tíma sem
landsliðsþjálfari hefur liðinu aldrei
liðið jafn illa á vellinum og gefið svo
margar lélegar sendingar í einum
leik. En þeir leyfðu okkur ekki að
spila eins og við erum vanir.“
Hann sagði þetta þó frábær-
an árangur fyrir spænska knatt-
spyrnu og Del Bosque á von á
hörkuleik gegn Þýskalandi í
undanúrslitum. „Við vorum ekk-
ert sérstaklega góðir í dag en við
vitum að við höfum það sem þarf
til að vinna Þjóðverjana.“
Það skal þó tekið fram að Spánn
varð í fjórða sæti á HM í Brasilíu
árið 1950 en þá voru engir leikir í
undanúrslitum og úrslitum held-
ur úrslitariðill. Spánverjum hefur
gengið betur á Evrópumeistara-
mótum og tvívegis fagnað sigri á
þeim vettvangi. Alls hefur liðið
komist þrisvar í undanúrslit á
EM og ávallt sigrað og komist í
úrslitin. - esá
Spánn komst í undanúrslit á HM með 1-0 sigri á Paragvæ eftir dramatískan síðari hálfleik:
Spánn í undanúrslit á HM í fyrsta sinn
FIMM MARKA MAÐUR David Villa var
hetja Spánverja um helgina, enn og
aftur. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Iker Casillas, fyrirliði og
markvörður spænska landsliðs-
ins, þakkaði Pepe Reina fyrir að
hann varði víti Oscars Cardozo í
leik Spánar og Paragvæs í fjórð-
ungsúrslitum HM. Spánn vann
leikinn, 1-0.
„Það var tilviljun að ég varði
vítið,“ sagði Casillas. „Ég skutl-
aði mér eins og ég gerði vegna
þess að ég var að ræða við Pepe
Reina fyrir leikinn og hann sagði
mér að Cordozo myndi líklegast
skjóta í vinstra hornið. Það var
því innsæi, heppni og hjálp liðsfé-
laga að þakka að ég varði vítið.“
Reina er markvörður Liverpool
og varamarkvörður spænska
landsliðsins. „Hann á allt lof skil-
ið því hann varði vítaspyrnuna,“
sagði Reina. „Ég veit ekki hvort
ég hjálpaði til eða bara ruglaði
hann í ríminu. En ég sagði þetta
því það var þannig sem Cordozo
tók víti fyrir Benfica í leik gegn
mér á sínum tíma.“ - esá
Iker Casillas varði víti:
Reina að þakka
FYRIRLIÐINN Iker Casillas fagnar eftir
sigurinn á Paragvæ um helgina.
NORDIC PHOTOS/AFP