Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 4
4 6. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR ÍSRAEL Tyrkir hafa í fyrsta sinn hótað því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael, en Tyrk- land var lengi mikilvægasti bandamaður Ísra- els meðal múslimaþjóða. Tilefnið er árás Ísra- ela á hjálparskip á alþjóðlegu hafsvæði í maí. Eftir árásina kölluðu Tyrkir sendiherra sinn heim frá Ísrael. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði í gær að aðeins væri hægt að afstýra slíkum slitum ef Ísraelar biðjist afsökunar á árásinni eða samþykki niðurstöðu alþjóðlegr- ar rannsóknar á árásinni. Stjórnvöld í Ísrael sögðust ekki ætla að biðjast afsökunar á neinu. Hersveitir hafi aðeins verið að bregðast við árásum skipverja þegar þeir komu um borð í skipið. Ísraelar tilkynntu í gær að þeir hefðu að mestu aflétt einangrun á Gasasvæðinu. Ein- angrunin hefur verið í gildi undanfarin þrjú ár en hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóða- samfélaginu. Enn verður þó bannað að flytja byggingarefni á svæðið nema undir eftirliti Ísraela, og aðeins í byggingar sem alþjóðasam- tök eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa umsjón með. Mikil þörf er á byggingarefnum á svæð- inu því eyðilegging þar er mikil. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggj- um sínum af því að málið sé sett fram núna til að létta á alþjóðlegum þrýstingi en muni ekki hafa raunveruleg áhrif á fólkið á Gasasvæðinu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra á að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta í dag. - þeb Tyrkir hóta að slíta stjórnmálasambandi við Ísraela nema þeir biðjist afsökunar á árás á hjálparskip: Ísraelar aflétta einangrun að mestu VIÐ LANDAMÆRIN Í GÆR Ísraelskir verkamenn tóku við vörum á landamærunum við Gasa í gær eftir að einangruninni var aflétt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Með tilmælum Seðlabanka og Fjármálaeftirlits til fjármála- fyrirtækja vegna dóms Hæstarétt- ar um gengistryggingu lána er verið að hvetja almenning til að greiða fé inn í fyrirtæki sem standa sum mjög tæpt og gætu orðið gjaldþrota, segir Eygló Harðardóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins. Ljóst er að tilmælin eru hvorki skuldbindandi fyrir fyrirtækin eða almenning. Eygló gagnrýnir harð- lega að þau hafi verið sett fram án nægilegs undirbúnings. Niðurstaða Hæstaréttar hafi komið stjórnsýsl- unni í opna skjöldu. Viðskiptanefnd og efnahags- og skattanefnd Alþingis héldu í gær sameiginlegan fund um hin umdeildu tilmæli vegna lánasamn- inga sem innihalda gengisviðmið gagnvart erlendri mynt. Fulltrúar Seðlabanka, FME og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins komu á fund nefnd- armanna, auk Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra, Gísla Tryggva- sonar, talsmanns neytenda, og fulltrúa frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Eygló segir að eftir fundinn sé ljóst að ríkisstjórnin, Seðlabank- inn og Fjármálaeftirlitið hafi ekki nauðsynlega yfirsýn yfir áhrif dóms Hæstaréttar. Undirbúningur fyrir útgáfu tilmælanna hafi verið óvandaður og ófullnægjandi. Yfir- lýsingar viðskiptaráðherra, Seðla- banka og Fjármálaeftirlits um áhrif dóms Hæstaréttar á fjár- málastöðugleika hafi ekki byggst á neinum sérstökum útreikn- ingum. Enn sé ekki búið að kort- leggja efnahagsleg áhrif dómsins og takmörkuð lögfræðiálit virðist hafa legið fyrir. Nefndarmenn óskuðu eftir því í gær að lögð yrðu fram þær mats- gerðir og þau minnisblöð lögmanna sem tilmæli Seðlabankans og FME byggðust á. Stefán Jóhann Stefáns- son, talsmaður Seðlabankans, sagði í gær við Fréttablaðið að lögfræð- ingar á vegum bankans og FME hefðu komið að gerð tilmælanna en sameiginlegt lögfræðiálit lægi ekki fyrir með þeim hætti að það verði gert opinbert. Eygló segir að þingmenn stjórn- arandstöðunnar séu reiðubúnir til að fara strax í það verkefni að setja ný lög um flýtimeðferð mála sem tengjast gengislánum, setja lög um hópmálsóknir og fleira sem ekki megi dragast frekar en orðið er. Ríkisstjórnin hafi frá því í febrú- ar daufheyrst við viðvörunum um þá stöðu sem nú er komin fram. Líklega þurfi að dæma í fimm til sex prófmálum áður en öllum vafa hefur verið eytt í kjölfar dóms Hæstaréttar. peturg@frettabladid.is Þingmenn gagnrýna skort á undirbúningi Stjórnendur Seðlabankans, FME og viðskiptaráðherra gengu á fund þingnefnda í gær til þess að ræða tilmæli til fjármálafyrirtækja í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengistryggingu lána. Lagarök Seðlabanka og FME verða ekki opinberuð. Á NEFNDARFUNDI Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, Arnór Sighvatsson aðstoðar- seðlabankastjóri og Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, komu á fund við- skiptanefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 26° 23° 19° 24° 23° 20° 20° 22° 22° 24° 36° 34° 21° 24° 21° 22°Á MORGUN 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum og SA-til. FIMMTUDAGUR Stíf NA-átt NV- og V- til, annars hægari. 12 12 12 12 12 14 14 14 10 15 10 8 5 6 4 5 4 3 4 6 13 4 15 16 10 10 10 16 13 10 10 9 HVESSIR SÍÐDEGIS Veður verður ekki skemmtilegt næstu daga en við eigum von á rigningu og stífum vindi fram á föstudag. Mesta vætan verður suð- austan- og austan- lands í fyrstu en á fi mmtudag eru horfur á talsverðri vætu norðanlands en þá léttir til suð- vestanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BRASILÍA Hin fræga Jesústytta í Rio de Janeiro í Brasilíu er nú aðgengileg ferðamönnum á ný. Styttan hefur verið í viðgerð síðustu fjóra mánuði þar sem gert var við hana fyrir fjórar milljón- ir dollara. Það hefur því ekki sést í hana allan þann tíma, en þessa 38 metra háu styttu heimsækja nærri tvær milljónir ferðamanna á hverju ári. Styttan var afhjúpuð í síðustu viku og lýst upp í gulu og grænu ljósi – litum brasilíska landsliðs- ins í knattspyrnu, sem þá var enn í keppninni. - þeb Kennileiti Rio úr viðgerð: Jesústyttan sýnileg á ný STYTTAN Jesústyttan fræga gnæfir yfir borginni og sést hún nú á nýjan leik. REYKHÓLAR Enginn framboðslisti kom fram áður en framboðsfrest- ur vegna endurtekinna hrepps- nefndarkosninga í Reykhóla- hreppi rann út í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí voru úrskurðaðar ógild- ar í Reykhólahreppi þar sem sveitarstjórnin sinnti því ekki að fræða íbúa Breiðafjarðareyja um framboð og framkvæmd kosn- inganna. Nýjar kosningar eiga að fara fram 24. júlí. Þar sem eng- inn listi hefur borist verða þær óbundnar persónukosningar, þar sem allir kjörgengir íbúar eru í kjöri, rétt eins og hinar fyrri, að því er segir á reykholar.is. - pg Endurteknar kosningar: Enginn listi á Reykhólum Galli í Lexus Toyota á Íslandi hefur innkallað átján Lexus-bíla vegna ventlagorma sem valdið geta gangtruflunum. Um 200 kvartanir hafa verið skráðar á heims- vísu og því ákveðið að innkalla 275 þúsund bíla. VIÐSKIPTI SVÍÞJÓÐ Aska úr eldgosinu í Eyja- fjallajökli breytti áætlunum 42 prósenta sænskra ferðalanga, og hafði einhver áhrif á 11 prósent allra Svía. Visa í Svíþjóð lét framkvæma könnun um málið. Þar kom fram að truflunin hafði efnahagsleg- ar afleiðingar fyrir rúmlega sjö- tíu prósent þessara Svía. 38 pró- sent eyddu yfir þúsund sænskum krónum í aukakostnað og 12 pró- sent meira en 5.000 sænskum krónum. Mestu þurfti fólkið að eyða í mat og drykk, næstmest í breytt- ar ferðaáætlanir og gistingu. - þeb Könnun um áhrif eldgossins: Askan hafði áhrif á tíunda hvern Svía RÚSSLAND Medvedev, forseti Rúss- lands, hefur fullvissað Barack Obama Bandaríkjaforseta um að handtaka ellefu Rússa fyrir njósnir muni ekki hafa neikvæð áhrif á samband ríkjanna. Medvedev gat þessa í bréfi sem hann skrifaði hinum bandaríska starfsbróður sínum í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Ellefumenningarnir hafa ekki verið ákærðir fyrir beinar njósnir heldur fyrir að ganga erinda erlends ríkis án þess að vera til þess formlega skráðir. - ót Medvedev skrifar Obama: Njósnir hafa ekki áhrif AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 05.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 200,7049 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,82 125,42 188,98 189,9 156,37 157,25 20,984 21,106 19,355 19,469 16,267 16,363 1,4208 1,4292 186,15 187,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.