Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.07.2010, Blaðsíða 22
14 6. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Listasafn Einars Jónssonar býður gestum sínum í júlí að taka þátt í verkefninu Nýtt sjónarhorn á list Einars Jónsson- ar. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnið af Sigurði Trausta Traustasyni sagnfræðingi í sam- starfi við safnið. Það gengur út á að gestir skrifi niður hug- renningar sínar um tiltekin verk í sölum safnsins sem hefur að geyma hátt í þrjú hundruð verk sem spanna sextíu ára starfsferil Einars sem listamanns, en verk hans vekja oft sterkar tilfinningar og hvetja fólk til að tjá sig. „Þetta kom þannig til að ég var að klára sagnfræðinámið mitt í vor og hef verið að vinna á safninu samhliða því. Það lá því beint við að ég skrifaði BA-ritgerðina mína um Einar. Við þá vinnu rakst ég á mikið af skemmtilegum heimildum og eitt af því sem mér fannst athyglisvert var að Einar vildi sjálfur ekki mikið tjá sig um verkin sín eða segja fólki hvað því ætti að finnast um þau. Honum fannst að það ætti að fá að túlka þau sjálft,“ segir Sigurður og bætir við: „Síðan var ég búinn að lesa mikið af skrifum samtíma- manna Einars um verk hans og ég var forvitinn að komast að því hvað fólki í dag fyndist um þau. Þannig kviknaði hug- myndin, að sjá svona hvað nútímamaðurinn hefur að segja um verkin, hvort hann sjái jafnvel sömu hlutina og þeir sem voru samtíða Einari. Von mín er svo að þetta opni kannski í leiðinni safnið svolítið fyrir fólki, að það geti bara komið á safnið og sé þá jafnvel búið að kynna sér þetta verkefni og skoði síðan verkin út frá því. Þá geti það kannski fengið eitthvert svona nýtt sjónarhorn á verkin hans Einars.“ Gestum býðst að taka þátt í verkefninu út júlí og þeir sem það gera þurfa ekki að borga sig inn á safnið. „Þegar fólk mætir á safnið tekur á móti því safnvörður sem býður því að taka þátt í könnuninni. Ef það hefur áhuga fær það stutt spurningablað og annað blað með útskýringum á verkefn- inu og korti af safninu. Það eru ekki nema tíu verk sem eru í verkefninu, en ég valdi bara nokkur úr svo þetta yrði ekki of mikið. Þá getur fólk sjálft ákveðið hvert af þessum tíu verk- um það velur og skrifað hvað sem er um það, bara allt sem því dettur í hug.“ Verkefnið hófst í síðustu viku og Sigurður segir að það hafi farið mjög vel af stað. „Þetta er búið að ganga rosalega vel þessa fyrstu fjóra daga og eru alveg sextíu til sjötíu manns búnir að taka þátt. Og það taka allir rosalega vel í þetta, ég fæ alveg heilu blaðsíðurnar skrifaðar. Svo það verður mikil vinna fyrir mig að vinna úr þessu næstu mánuðina en það er bara gaman,“ segir hann og hlær. Sigurður reiknar með að nota sumarið í að klára verkefn- ið. „Síðan er ætlunin að þetta birtist á heimasíðu safnsins, skulptur.is, bæði svona textar með myndum af verkunum en síðan er ég líka í samstarfi við kvikmyndagerðarmanninn Gunnar Guðbjörnsson sem er að gera stutt vídeó af öllum verkunum. Þá getur fólk bara komið inn á síðuna og valið verk sem það vill skoða og heyrt mismunandi raddir fólks sem lýsir því hvaða áhrif verkin hafa á það.“ emilia@frettabladid.is EINAR JÓNSSON: Í NÝJU LJÓSI Listunnendur tjá sig sjálfir ÁHRIFAMIKIL VERK Sigurður segir að Einar Jónsson hafi sjálfur viljað að aðrir en hann túlkuðu verk hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRIDA KAHLO FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1907 „Hvers vegna ætti ég að þarfnast ykkar fóta, þegar ég hef vængi til að fljúga með?“ Listakonan Frida Kahlo slasaðist alvarlega í bílslysi aðeins 18 ára gömul og þó að hún gæti geng- ið aftur þjáðist hún alla ævi vegna áverka sinna. Á þessum degi árið 2004 var því lýst yfir af forseta Indlands, Dr. A.P.J. Abdul Kalam, að tungumál Tamíla væri klassískt tungumál. Tamíl-tungumálið er eitt af 22 skipu- lögðum tungumálum Indlands og það fyrsta til að vera viðurkennt sem klassískt tungumál af stjórnvöldum. Tungumálið er dravískt og aðallega talað af Tamíl- fólkinu í Suður-Asíu og eitt af opinberum tungumálum á Srí Lanka og Singapúr. Það er einnig talað af minnihlutahópum í Malasíu og Máritíus og af hópum innflytjenda víða um heim. Bókmenntir Tamíla hafa verið til í meira en 2.000 ár. Þær elstu eru frá því 300 árum fyrir Krist og kallast Sangam. Áletranir á tungumáli Tamíla frá fyrstu öld fyrir Krist og annarri öld eftir Krist hafa fundist í Egyptalandi og Taílandi. Tvö elstu handritin sem fundist hafa í Indlandi og verið viðurkennd og skráð af UNESCO 1997 og 2005 eru á tungumáli Tamíla. ÞETTA GERÐIST: 6. JÚLÍ 2004 Tungumál Tamíla viðurkennt Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, tengdamóðir og amma, Erna Björg Guðmundsdóttir Tjarnhólma 2, Stykkishólmi, lést þann 4. júlí. Útförin auglýst síðar. Guðþór Sverrisson Guðmundur Þór Guðþórsson Jóhanna María Ríkharðsdóttir Kristján Valur Guðþórsson Guðmundur Rúnar Guðþórsson Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir Guðríður Guðmundsdóttir Þorsteinn Svavar McKinstry Guðrún Guðmundsdóttir Sveinn Einar Magnússon Björgvin Trausti Guðmundsson Nína Berglind Sigurgeirsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæri Óskar Stefánsson Katrínarlind 5 sem lést af slysförum 30. júní síðastliðinn, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. júlí kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd ættingja og vina, Ísabella Alexandra Óskarsdóttir Stefán Eiríksson Guðmunda Óskarsdóttir Nanna Maren Stefánsdóttir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu, langömmu og systur, Ástu Ólafsdóttur Beck Snorrabraut 56b. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir persónulega og hlýja umönnun. Ása Beck Ólöf Una Beck Ulf Beck Magnús Haukur Jökulsson Þórunn Magnúsdóttir Gyða Ólafsdóttir 80 ára afmæli Sigurður R. Guðmundsson verður áttræður í dag 6. júlí. Hann og kona hans Laufey Kristjánsdóttir taka á móti vinum og vandamönnum í Húnabúð kl. 17.00. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Guðfinnu Jónsdóttur Bólstaðarhlíð 60, áður til heimilis að Syðsta-Ósi í Miðfirði. Þorvaldur Böðvarsson Hólmfríður Skúladóttir Hólmfríður Böðvarsdóttir Sveinn Kjartansson Jón Böðvarsson Ingibjörg Jóhannesdóttir Ingibjörg Böðvarsdóttir Þórunn Guðfinna Sveinsdóttir Pétur Böðvarsson Hildur Árnadóttir Elísabet Böðvarsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær bróðir okkar, Ágúst Sigurbjörn Sigurðsson skrifstofumaður, Kjarrhólma 28, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 2. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Systkini og fjölskyldur hins látna. Elskuleg mamma okkar, tengda- mamma og amma, Klara Björnsdóttir, lést miðvikudaginn 30. júní að Hornbrekku Ólafsfirði. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 14. Bjarkey, Helga, Ásgeir, tengdabörn og barnabörn. Útför dr. Þorgeirs Einarssonar kennara, Granaskjóli 26, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 8. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en Þorgeir var mikill dýravinur og þeim sem vildu minnast hans er góðfúslega bent á dýrahjálp eða Kattholt. Fjölskylda hins látna. AFMÆLI EIRÍKUR JÓNSSON formaður Kennara- sambands Íslands er 59 ára. SIGURÐUR SIGUR- JÓNSSON leikari er 55 ára. ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR stjórnmálafræðing- ur er 42 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.