Fréttablaðið - 13.07.2010, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 13. júlí 2010 13
Í umræðunni um úthlutun veiði-heimilda á Íslandi er því iðu-
lega haldið fram að besta leiðin
til þess að ná fram hagkvæmni
í sjávarútvegi sé að ríkið úthluti
varanlegum eignarrétti yfir afla-
hlutdeildum og leggi síðan enga
frekari skatta á afnot af aflahlut-
deildum umfram þá skatta sem
öll fyrirtæki greiða. Varanlegur
eignarréttur án sérstakra skatta
er sagður tryggja að handhafar
aflahlutdeilda hafi rétta hvata til
fjárfestingar og verðmætasköp-
unar og að þeir fari vel með afla-
hlutdeildirnar. Þessi rök eru oft
notuð gegn hugmyndum um auð-
lindagjöld í sjávarútvegi og einn-
ig hugmyndum um fyrningu afla-
hlutdeilda og endurúthlutun með
uppboði til 20 ára.
Til þess að sjá gallann við þessa
röksemdafærslu er gagnlegt að
horfa til úthlutunar annarra tak-
markaðra náttúruauðlinda svo
sem olíu. Að því er ég best veit
úthlutar ekkert ríki heims sem
býr yfir olíu varanlegum eignar-
rétti yfir olíulindum sínum án
þess að innheimta einhvers konar
auðlindaskatt að úthlutun lokinni.
Flest ríki sem búa yfir olíu og
úthluta afnotarétti til einkaaðila
innheimta stærstan hluta tekna af
olíulindum sínum í formi skatts
sem er hlutfall af söluverði olí-
unnar.
Við fyrstu sýn virðist þessi
staðreynd ef til vill illskiljan-
leg. Skattur sem er hlutfall af
söluverði olíunnar hefur augljós
skekkjandi áhrif á rekstur olíu-
fyrirtækja. Á einhverjum tíma-
punkti verður ekki lengur hag-
kvæmt fyrir fyrirtækið að pumpa
upp olíunni þar sem tekjur eftir
skatta ná ekki að dekka kostnað
þess þó svo að tekjur fyrir skatta
séu meiri en kostnaður þess. Á
þessum tímapunkti hættir fyr-
irtækið að pumpa olíu þó svo að
það sé þjóðhagslega hagkvæmt
að halda áfram að pumpa. Við
fyrstu sýn virðist því sem þessi
ríki gætu aukið tekjur sínar af
olíunni með því að selja varanleg-
an eignarrétt í stað þess að leggja
á auðlindaskatta.
Skortur á trúverðugleika
Þegar við hins vegar veltum fyrir
okkur hvaða ríki það eru sem
búa yfir olíu í heiminum skýrist
af hverju það myndi ekki ganga
í flestum tilfellum að selja var-
anlegan eignarrétt. Tökum til
dæmis Nígeríu. Segjum að Níger-
ía tilkynnti um sölu á varanlegum
eignarrétti yfir ákveðinni olíu-
lind. Myndu stóru olíufyrirtæk-
in í heiminum bjóða sem nemur
væntu verðmæti olíulindarinn-
ar?
Alveg örugglega ekki. Þau
myndu klárlega draga í efa trú-
verðugleika loforðs Nígeríu-
stjórnar um varanlegan eignar-
rétt. Þau myndu meta líkurnar á
því að Nígeríustjórn gengi á bak
orða sinna og setti síðar meir sér-
staka skatta á tekjur af olíulind-
inni eða þjóðnýtti hana með öllu.
Þessi áhætta myndi gera það að
verkum að olíufyrirtækin myndu
bjóða mun lægra verð en vænt
verðmæti olíulindarinnar. Ef
Nígeríustjórn er skynsöm þá gerir
hún sér grein fyrir þessu og reyn-
ir ekki að selja varanlegan eign-
arrétt en gerir þess í stað annars
konar samning við olíufyrirtæk-
in sem meiri líkur eru á að hún
standi við; samning sem felur í sér
greiðslur yfir allan samningstím-
ann og greiðslur sem taka mið af
arðsemi olíuvinnslunnar á hverj-
um tíma.
En hvað með Noreg?
Slíkur skortur á trúverðugleika
er landlægur þegar fátækari lönd
heims svo sem Nígería, Bólivía og
Venesúela eiga í hlut. En hvað með
Noreg? Ef eitthvert ríki í heimin-
um er til sem getur staðið við lof-
orð um varanlegan eignarrétt þá
hlýtur það að vera Noregur.
Ég hef spurt nokkra af fremstu
hagfræðingum Noregs hvernig
standi á því að Noregsstjórn skuli
ekki selja varanlegan eignarrétt
yfir olíulindum sínum í stað þess
að leggja himinháa skatta á tekj-
ur af olíuframleiðslu. Þeir segja
iðulega að ástæðan sé sú sama og
í Nígeríu. Ef í ljós kæmi nokkr-
um árum eftir söluna að olíulind-
in væri tíu sinnum stærri en búist
var við eða að olíuverð tífaldaðist
þannig að hagnaður fyrirtækisins
sem keypti olíulindina væri gríð-
arlegur myndi pólitískur þrýst-
ingur á það að skattleggja „ofur-
hagnað“ í olíuframleiðslu verða
óbærilegur. Bæði olíufyrirtækin
og Noregsstjórn gera sér grein
fyrir þessu og reyna því ekki að
fara þessa leið.
Sömu lögmál gilda um Ísland
Það er einfeldni að halda því fram
að pólitískur þrýstingur um skatt-
lagningu „ofurhagnaðs“ myndi
ekki vera til staðar á Íslandi í
framtíðinni ef stjórnvöld reyndu
að úthluta varanlegum eignarrétti
á aflahlutdeildum eða öðrum nátt-
úrauðlindum (hvort sem þær auð-
lindir væru gefnar eða seldar) og
lofa síðan handhöfum að þeir muni
fá að halda öllum hagnaði umfram
venjulega fyrirtækjaskatta.
Af þessum sökum er vænleg-
asta leiðin hvað hagkvæmni varð-
ar að úthluta þessum auðlindum
þannig að gjaldið sem tekið er af
afnotum þeirra hækki og lækki
sjálfkrafa í takt við verðmæti
auðlindanna. Fyrning aflaheim-
ilda og endurúthlutun til 20 ára
og/eða auðlindagjald hafa þennan
mikilvæga eiginleika.
Varanlegur eignarréttur yfir auðlindum
Auðlindamál
Jón
Steinsson
lektor við Columbia-
háskóla
Við sem stóðum fyrir átakinu Akureyri í öndvegi töldum
miklu skipta að heildarbragur yrði
á frekari uppbyggingu í miðbæn-
um og samræmis gætt þannig að
hann myndaði vistvæna heild frá
Samkomuhúsinu og norður fyrir
íþróttavöllinn. Með þessu yrði
vikið frá því fyrirkomulagi sem
hafði ríkt og oft líkt við bútasaum
og felst í því að drita niður ósam-
stæðum byggingum hér og þar –
allt eftir hagsmunum einstakra
verktaka, einstaklinga eða fyrir-
tækja.
Það er hinsvegar á könnu og á
ábyrgð bæjaryfirvalda að gæta
heildarsýnar og tryggja að ákvarð-
anir um byggingar á tilteknum
stöðum og aðrar framkvæmdir
falli vel að fyrirfram ákveðinni
stefnu eins og þeirri sem hið fjöl-
menna íbúaþing á Akureyri árið
2004 óskaði eftir: Að miðbærinn
yrði skjólsæll og bjartur, hús ekki
hærri en þau sem fyrir væru og
íbúðum fjölgað þar svo úr yrði
líflegur vettvangur atvinnu og
mannlífs. Þannig voru mótaðar
meginlínur sem íbúarnir óskuðu
að lagðar væru til grundvallar í
nýju heildarskipulagi miðbæjar-
ins. Í arkitektasamkeppni og vand-
aðri vinnu sérstaks starfshóps sem
fram fór í kjölfarið var tekið tillit
til þessara óska.
Nú liggur fyrir til afgreiðslu
í bæjarstjórn nýtt deiliskipulag
miðbæjarins sem byggir á þess-
ari sýn. En nú virðist eins og ný
bæjarstjórn hafi vikið af þessari
leið og leitt bútasaumsaðferðina
aftur til öndvegis með tilheyrandi
hrossakaupum.
Bensínstöðvum skal fjölgað!
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var
samþykkt að auglýsa nýtt deili-
skipulag á reitnum fyrir norðan og
neðan Samkomuhúsið. Samkvæmt
því er gert ráð fyrir að þar verði
sett á laggirnar enn ein bensínstöð-
in. Þó eru nægar slíkar í bænum og
raunar fleiri á hvern íbúa en fyrir
finnast á byggðu bóli. Auk þessar-
ar bensínstöðvar er gert ráð fyrir
veitingastað á blettinum í amerísk-
um stíl með tilheyrandi auglýsinga-
mennsku, bílaumferð og skarkala.
Dæmigerð bútalausn sem að auki
er ekki í neinu samræmi við niður-
stöðu íbúaþings að haga skipulag-
inu á þann veg að miðbærinn laði
til sín fleiri íbúa. Lögð var áhersla
á að slík byggð yrði í útjaðri mið-
bæjarins en veitingarekstur og
önnur atvinnustarfsemi nær miðj-
unni eða þá annarsstaðar í bæjar-
landinu. Þar eru margir og góðir
valkostir. En nú þarf nauðsynlega
að fjölga bensínstöðvum því auk
þessarar er verið að gefa leyfi fyrir
enn annarri á Glerártorgi enda
heilir 100 metrar í þá næstu! Um
það virðist bæjarstjórnin sammála
að sé hið mesta nauðsynjamál!
Viljum við þetta?
Bútasaumur í skipulagi borga og
bæja er kjörland þeirra sem vilja
fara sínu fram án heildarsýnar.
Hefst þá hið dapurlega böggla-
uppboð á lóðum og lendum þar
sem auðna ræður för en skipulegri
hugsun er ýtt til hliðar. Í mörgum
bæjarfélögum hefur verið kvart-
að undan slíkum vinnubrögðum og
því haldið fram að aðrir en stjórnir
þeirra ráði í raun meiru um skipu-
lagið enda þótt bæjarstjórnir beri
ábyrgð á þeim málaflokki. Þá ríður
einmitt á að hafa heildarsýn og
mótaða stefnu. Það ágæta fólk sem
nú hefur tekið við stjórn Akureyr-
ar er ekki þekkt fyrir að hafa hana
en frekar talað almennt um einstök
málefni, forðast að setja fram mót-
aðar skoðanir og enn síður hvern-
ig þau hyggjast fylgja þeim eftir.
Þau verða því ekki hönkuð á að
hafa ekki gert það sem þau vildu
stefna að þar sem engin var stefn-
an. Þess vegna er ástæða til að ótt-
ast að í hönd fari blómatími þeirra
sem unna ómarkvissum vinnu-
brögðum við frekari uppbyggingu
bæjarins. Fyrsta verk nýrrar bæj-
arstjórnar bendir því miður til að
bútasaumsaðferðin hafi verið leidd
til öndvegis og hún síðan skreytt
með bensínstöðvum hvar sem unnt
er að pota þeim niður í bæjarland-
inu. Það er að mínum dómi ógæfu-
leg stefna og til marks um að til
valda sé komið fólk sem hefur ekki
tileinkað sér heildarsýn um mála-
flokka eins og skipulagsmál og sé
því berskjaldað gagnvart ásókn
sérhagsmunahópa.
Bútasaumur og bensínstöðvar
Skipulagsmál
Ragnar
Sverrisson
kaupmaður
Við erum hér alla virka daga frá 9.00-16.00. Einnig getur þú hringt eða sent
okkur tölvupóst og við finnum hentugan tíma handa þér.
Okkur er ávallt sönn ánægja að taka vel á móti þér.
Með bestu kveðju,
Guðrún Gísladóttir, útibússtjóri í Kópavogi
kopavogur@byr.is
VIÐ ERUM HÉR FYRIR ÞIG
BYR | Sími 575 4000 | www.byr.is
Við erum 12 manna samhentur hópur hér í Kópavogi sem starfar með
það að markmiði að veita þér persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf.
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
KÓPAVOGUR
Útibúið er hluti af
öflugri 200 starfsmanna
liðsheild sem
kappkostar að veita
viðskiptavinum Byrs
góða þjónustu.