Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 4
4 20. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR IÐNAÐUR Evrópski flugvélafram- leiðandinn Airbus er kominn hálfa leið að því marki sínu að afhenda að minnsta kosti tuttugu A380 risaþotur á þessu ári. Tíunda þotan var afhent fyrir helgi þegar Singapore Airlines fékk sína elleftu vél og Lufthansa aðra vél sína, að því er fram kemur í tilkynningu Airbus. Núna eru því 33 slíkar þotur í notkun í heiminum. Þeim á þó eftir að fjölga, því sautján viðskiptavinir Airbus hafa alls pantað 234 vélar. Önnur flugfélög sem hafa risa- þotuna í flota sínum eru Emirates Airline, Air France og Qantas. - óká Tíunda risaþotan afhent í ár: Airbus hálfnað með árssöluna STIGIÐ UM BORÐ Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims. Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við STJÓRNMÁL Aukin þátttaka kvenna í stjórnmálum er einn lykillinn að betri heilsu kvenna og barna, þar sem konur eru líklegri til að forgangs- raða í þágu þessara mála. Þetta sagði Ásta R. Jóhann- esdóttir, for- seti Alþingis, í ávarpi sínu á ráðstefnu kven- þingforseta um helgina. Hún talaði um þróun þessara mála á Íslandi, aðferð- ir við að koma á auknu jafnrétti í stjórnmálum og mikilvægi þess að karlar taki þátt í velferðar- og jafnréttismálum í auknum mæli. Aðalefni ráðstefnunnar voru þúsaldarmarkmið SÞ um aukið kynjajafnrétti, bætt heilsufar kvenna og átak til að draga úr barnadauða. - þeb Forseti Alþingis á ráðstefnu: Aukin þátttaka kvenna lykill að bættri heilsu ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 31° 28° 26° 31° 31° 26° 26° 23° 26° 25° 32° 35° 21° 31° 19° 23° Á MORGUN 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s V-til annars víða hægviðri. 12 15 14 14 15 15 16 16 13 19 10 5 2 3 2 4 6 3 4 3 1 3 14 15 1815 13 15 13 13 16 18 FLOTT NA-LANDS Norðausturlandið verður með besta veðrið í vikunni en þar fer hitinn hækkandi og horf- ur á bjartviðri að minnsta kosti fram að helgi. Annars staðar verður áfram hið besta veður en dregur eilítið fyrir vestan til næstu daga. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Ökuleið konunnar Eftirförin hófst á Hallsvegi og þaðan ók konan suður Gullinbrú, upp Höfðabakka og beygði vestur Ártúnsbrekku. Þaðan fór hún um slaufu inn á Reykjanesbraut og ók hana í suður og vestur þar til hún beygði inn á Fífuhvammsveg. Hún fest- ist síðan í umferðarteppu á bílastæði við skyndibitastaðinn Metró á Smáratorgi. LÖGREGLUMÁL „Til allrar guðs lukku slasaðist enginn, ég skil ekki hvern- ig það slapp til,“ segir Karl Hjartar- son lögregluvarðstjóri um glæfra- akstur 27 ára konu úr Grafarvogi yfir í Kópavog síðdegis í gær. Lögregla veitti númerslausum bíl konunnar athygli á Hallsvegi í Grafarvogi og gaf henni merki um að stöðva. Hún sinnti því engu heldur spændi af stað, rásaði á milli þétt- skipaðra akreina á allt upp undir 140 kílómetra hraða uns hún stöðv- aði nauðug viljug í umferðarteppu við Smáratorg í Kópavogi. Á leið- inni fór hún tvisvar yfir á rauðu ljósi. Konan var handtekin þegar í stað og færð í fangageymslur. Í þvagsýni fundust leifar af ein- hvers konar fíkniefnum. Til stóð að yfirheyra hana í gærkvöldi eða í dag. Konan er ökuréttinda- laus eftir ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglu telst til að hún hafi með stórhættuleg- um akstri sínum í gær gerst sek um minnst ellefu lögbrot. Að sögn Karls var enginn með konunni í bílnum, nema skíthrædd- ur smáhundur. - sh Ung kona handtekin eftir ofsaakstur undan lögreglu: Framdi ellefu lögbrot SAMFÉLAGSMÁL Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir þá landsmenn sem verst eru settir eftir hrun íslensku bankastofnan- anna. Félagið Sumarhjálpin stend- ur að söfnuninni en það var stofnað af hópi fólks sem tekið hefur þátt í grasrótarstarfi á undanförnum misserum. Þær fjölskyldur og einstakling- ar sem þurfa á aðstoð að halda geta haft samband við Sumarhjálpina í síma 534-7720 eða í gegnum tölvu- póstfangið sumarhjalpin@simnet. is. Gefa þarf upp nafn, heimilis- fang, símanúmer, kennitölu og helstu ástæður fyrir aðstoð. - mþl Söfnunarreikningur stofnaður: Safna fyrir þá verst settu G ul lin br ú Smáratorg Re yk ja ne sb ra ut Ártúnsbrekka SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráð- herra upplýsir í næsta mánuði hvort ákvörðun hans um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar á veiðiárinu 2010/2011 standi. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra, fundaði í gær um málið með fulltrúum Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að farið hafi verið yfir stöðu máls- ins á fundinum og ráðherra kynnt afstaða og röksemdir LÍÚ. Sam- bandið telur ákvörðun um að gefa veiðarnar frjálsar ólögmæta. „Við fórum þess á leit við ráðherrann að hann endurskoði þessa ákvörð- un sína, en það verður svo bara að koma í ljós,“ segir hann. Þá segir Friðrik ákvörðun ráð- herra um að gefa veiðarnar frjálsar að stórum hluta byggða á misskiln- ingi. „Við fórum yfir af hverju afla- markið hefur ekki veiðst, en fyrst og fremst hefur það verið vegna þess að það hefur ekki verið arð- bært. En það hefur skánað og nú er þetta að veiðast. Þannig að í ljósi þessa erum við bara bjartsýnir á að ráðherrann breyti þessari afstöðu sinni.“ Friðrik hefur eftir ráðherra að farið verði yfir málið í ágúst. Kristinn H. Gunnarsson, fyrr- verandi þingmaður, sem fjallar um málið á vef sínum, furðar sig hins vegar á að veiðarnar skuli ekki hafa verið gefnar frjálsar fyrr. Hann segir að samkvæmt lögum beri ráðherra að gefa veiðar frjáls- ar séu útgefnar veiðiheimildir ekki nýttar. Hann segir fyrrverandi ráð- herra hafa virt lögin að vettugi og sýnt einbeittan brotavilja enda hafi legið fyrir í mörg ár að úthafs- rækjustofninn hafi verið vannýtt- ur. olikr@frettabladid.is Skorið úr um rækju- kvóta í næsta mánuði Farið verður nánar yfir ákvörðun um að gefa frjálsar veiðar á úthafsrækju. Full- trúar LÍÚ funduðu um málið í gær með Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar - og sjáv- arútvegsráðherra. Framkvæmdastjóri LÍÚ er vongóður um viðsnúning í málinu. JÓN BJARNASON Fulltrúar Landssambands íslenskra útvegsmanna gengu á fund ráðherra í sjávarútvegsráðuneytinu í gær og fóru fram á að hann endurskoðaði ákvörðun sína um að gefa frjálsar veiðar á úthafsrækju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FASTEIGNAMÁL Íbúðaverð á höfuð- borgarsvæðinu hefur lækkað um 37,8 prósent að raunvirði frá því að verðbólgan stóð sem hæst, sam- kvæmt greiningardeild Íslands- banka. Eru það litlar fjölbýlisíbúðir sem eru vinsælastar á markaðnum en stærri og dýrari eignir eru tregari í sölu. Ekki er talið líklegt að velt- an aukist á íbúðamarkaðinum fyrr en óvissa varðandi tekjumöguleika heimila minnkar. - sv Raunvirði íbúða snarlækkar: Lækkar um tæp 38 prósent AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 19.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 212,997 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,24 122,82 186,9 187,8 158,63 159,24 21,245 21,369 19,437 19,551 16,628 16,726 1,4043 1,4125 184,83 185,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.