Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta Tilboð gildir til 23. júli Mikið úrval áklæða 299 .900 krLyon B set t 3+1 +1 Aðein s þes sa vik u A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… GÓÐUR GÖNGUTÚR á kvöldin getur hjálpað þeim sem eiga erfitt með að sofna að svífa inn í draumalandið. Öll hreyfing bætir svefninn og mikilvægt að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi. Markmið mitt með þátttöku er fyrst og fremst að styðja við góðan málstað þótt ég fari líka ánægjunnar vegna,“ segir Ingi- björg Gréta Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Hugmyndahúss háskólanna, sem ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka 21. ágúst, til styrktar Einstökum börnum, stuðningsfélagi barna og ung- menna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerð- ingar. Þetta er í þriðja sinn sem Ingi- björg tekur þátt í Reykjavíkur- maraþoninu. Hún hefur tvisvar sinnum hlaupið tíu kílómetra en ákvað að taka þetta lengra í ár. „Ég er alla daga umkringd frum- kvöðlum í Hugmyndahúsi háskól- anna sem stöðugt fara út fyrir þægindarammann og sjá hlutina í nýju ljósi þannig að ég ákvað að taka þeirri áskorun að bæta mig og hlaupa 21 kílómetra.“ Að sögn Ingibjargar liggur tölu- verður undirbúningur að baki þátttöku í Reykjavíkurmaraþon- inu og hefur hún verið að þjálfa síðan í apríl. „Við hjónin ætlum bæði að taka þátt og höfum farið eftir æfingaáætlun Hals Higdon á Netinu. Kerfið byggir á miserfið- um æfingum og má segja að róð- urinn hafi þyngst stig af stigi en mest þó síðasta hálfa mánuðinn. Síðan höfum við tekið þátt í öllum hlaupum sem hafa verið í boði til að þjálfa okkur fyrir maraþonið, svo sem Ármannshlaupinu og Ice- landair-hlaupinu og kynnst fjöld- anum öllum af góðu fólki.“ Ekki kveðst Ingibjörg þó vera haldin hlaupabakteríu heldur séu hlaupin hluti af breyttum lífsstíl. „Ég hef sem dæmi stundað gló motion í Rope Yogasetrinu síð- ustu ár þar sem öndunar-, flæð- is- og stöðuæfingar koma meðal annars við sögu. Þá hefur viðhorf okkar hjónanna til mataræðis breyst mikið og við leggjum meiri áherslu á hollan mat á heimilinu, sem vekur reyndar ekki alltaf lukku hjá krökkunum. Öllu er þó stillt í hóf í sambland við þeirra uppáhald svo þau þola þetta alveg og njóta góðs af.“ Hvað Reykjavíkurmaraþoninu viðvíkur, segist Ingibjörg hlakka til að láta gott af sér leiða með því að hlaupa til styrktar góðu mál- efni. „Það væri alveg frábært að toppa sumarið með góðum styrk handa félaginu, þannig verð ég líka sigurvegari alveg sama hvað skeiðklukkan segir.“ roald@frettabladid.is Sigurvegari alveg sama hvað skeiðklukkan segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir framkvæmdastjóri hefur undanfarna mánuði æft fyrir þátttöku í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka sem fer fram í ágúst og lætur sig ekki muna um að hlaupa 21 kílómetra. Ingibjörg Gréta hefur stundað gló motion-æfingar undanfarin ár og breytt mataræði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON útipottar – 30% útisófar - 30%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.