Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2010 19 Grindavíkurvöllur, áhorf.: 837 Grindavík Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark): 14-6 (7-4) Varin skot: Óskar 3 – Bjarni 6 Horn: 4-10 Aukaspyrnur fengnar: 10-13 Rangstöður: 7-1 STJARNAN 4–3–3 Bjarni Þ. Halldórsson 7 Bjarki P. Eysteinsson 5 Daníel Laxdal 6 Tryggvi Bjarnason 8* (90. Birgir Birgisson -) Jóhann Laxdal 5 Baldvin Sturluson 7 Björn Pálsson 6 Halldór O. Björnsson 5 Þorvaldur Árnason 5 Arnar M. Björgvinsson 6 (77. Víðir Þorvarðars. -) Ellert Hreinsson 6 *Maður leiksins GRINDAV. 4–5–1 Óskar Pétursson 7 Loic Mbang Ondo 5 Auðun Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jósef K. Jósefsson 5 Matthías Friðriksson 4 Jóhann Helgason 5 Grétar Hjartarson 5 (63. Gjorgi Manevski 7) Scott Ramsey 3 Hafþór Vilhjálmsson 5 (63. Ray A. Jónsson 5) Gilles Mbang Ondo 6 0-1 Ellert Hreinsson (19.) 1-1 Gjorgi Manevski (88.) 1-1 Örvar Sær Gíslason (5) sport@frettabladid.is Staðan í Pepsi-deild karla: Breiðablik 12 8 2 2 28-13 26 ÍBV 12 8 2 2 19-9 26 FH 12 5 4 3 21-18 19 Keflavík 12 5 4 3 12-13 19 Valur 12 4 6 2 20-18 18 Fram 12 4 5 3 18-17 17 Fylkir 11 4 3 4 23-22 15 Stjarnan 12 3 5 4 21-20 14 KR 11 3 4 4 17-18 13 Grindavík 12 2 2 8 12-22 8 Selfoss 12 2 2 8 15-26 8 Haukar 12 0 7 5 15-25 7 Pepsi-deild kvenna í kvöld: Breiðablik - Þór/KA 19.15 Afturelding - KR 19.15 Valur - FH 19.15 Haukar - Fylkir 19.15 Grindavík - Stjarnan 19.15 PEPSI-DEILDIN FÓTBOLTI Logi Ólafsson varð í gær enn einn þjálfarinn sem þarf að standa upp frá hálfkláruðu verki í Vesturbænum þegar hann og stjórn Knattspyrnudeildar KR komust sér saman um að best væri að Logi hætti sem þjálf- ari KR-liðsins. KR situr í fjórða neðsta sæti Pepsi-deildar karla aðeins sex stigum frá fallsæti og síðasti leikur Loga var 3-3 jafn- teflisleikur við nýliða Hauka í fyrrakvöld. „Það býr miklu meira í þessu liði og óánægjan snýst um það að úrslitin hafa ekki verið okkur í hag. Staðan er ekki góð í töflunni og menn töldu að þetta væri nið- urstaða sem væri best fyrir liðið. Ég get verið svekktur að fara frá þessu eins og staðan er núna en ég er stolltur að öðru leyti. Mér finnst ég hafa unnið ágætisstarf fyrir þetta félag,“ sagði Logi. Rúnar Kristinsson tekur við af Loga en það var í starfssamningi hans sem yfirmanns knattspyrnu- mála að taka við liðinu við svona aðstæður. „Ég ætla ekki að skor- ast undan þeirri ábyrgð sem ég skrifaði undir á sínum tíma. Ég tel mig alveg vera tilbúinn að klára þetta tímabil fyrir félagið og hef Pétur Pétursson áfram með mér í þessu. Við vinnum þetta saman. Ég er búinn að vinna náið með Loga hingað til og ég þekki þenn- an hóp mjög vel,“ sagði Rúnar. „Það er mun styttra niður en upp á við í töflunni. Menn eru samt ekkert að spá í töfluna í dag. Við eigum ærin verkefni fram undan. Við byrjum á þessum Evr- ópuleik og svo verður mjög erfið- ur leikur fyrir okkur á Selfossi þegar við komum heim,“ segir Rúnar en fyrsti leikur hans sem þjálfari er á móti hinu sterka úkr- aínska liði Karpaty Lviv. „Við förum út á miðvikudaginn og komum heim á föstudaginn. Þetta verður stutt og hnitmiðuð ferð. Við vitum að þetta er gríðar- lega erfitt verkefni en við munum reyna að nýta það sem jákvæðan punkt í þessu ferli. Við ættum að geta nýtt tímann á ferðalaginu og á hótelinu til að spjalla saman og fara yfir hlutina til þess að stilla strengina í réttan tón,“ segir Rúnar sem ætlar sér að ná miklu meira út úr liðinu. „Við eigum fullt af góðum knattspyrnumönnum en hugur- inn þarf að fylgja. Menn þurfa að vera tilbúnir að leggja sig fram hver einn og einasti. Það er það sem er brýnast í stöðunni okkar í dag að fá alla til að fórna sér og hlaupa og berjast í 90 mínútur fyrir KR. Það er það sem maður þarf að ná í gegn,“ sagði Rúnar Kristinsson um nýja starfið. „Ég ætlaði að vera hættur þessu þegar kallið kom frá KR 2007 því ég er búinn að reyna allt í íslenskum fótbolta. Mér fannst þetta mjög ögrandi verkefni sem það var. Ég vissi að ég væri í heitu sæti með að vera þjálfari hjá KR,“ sagði Logi og það sýnir líka þróun mála hjá þjálfurum KR eins og sjá má í töflu hér til hliðar. „Það sem mér finnst persónu- lega leitt fyrir annars þetta ágæta félag er að það er nánast alveg nákvæmlega sama hvaða maður kemur þarna að verki sem þjálfari. Ég held að það hafi ekki einn einasti maður þjálfað þetta lið á undanförnum árum sem ekki hefur þurft að fara annað- hvort vegna lélegs árangurs eða einhver læti og leiðindi komið í kjölfarið,“ segir Logi. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns hvort sem er í leikmanna- hópnum, í knattspyrnudeild KR eða meðal samstarfsmanna minna. Það er ekkert út á sam- starfið að setja því það eru fyrst og fremst úrslitin sem féllu ekki með okkur og það er ástæðan fyrir þessu. Mér finnst það leitt fyrir félagið að þetta skuli ávallt þurfa að enda með þessum hætti. Ég held að ég eigi tiltölulega langa starfsævi hjá KR miðað við þá þjálfara sem hafa verið á undan mér,“ sagði Logi að lokum og tölfræðin sýnir það líka svart á hvítu því enginn þjálfari hefur stýrt KR-liðinu í fleiri deildar- leikjum í röð en Logi. ooj@frettabladid.is Vissi að hann var í heitu sæti Logi Ólafsson er fimmti þjálfari KR-inga í röð sem klárar ekki samning sinn hjá félaginu. Logi hætti sem þjálfari KR í gær. Rúnar Kristinsson mun stýra liðinu út tímabilið og hafa Pétur Pétursson sér til aðstoðar. GÓÐ RÁÐ Rúnar Kristinsson talar hér við Óskar Örn Hauksson í hálfleik á Evrópuleik í fyrra. Hann tekur við af Loga Ólafssyni sem sést hér í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Síðustu fimm þjálfarar KR* (Hlutfall stiga innan sviga) LOGI ÓLAFSSON Stýrði liðinu í 62 leikjum (58 prósent) Sagt upp störfum 19. júlí 2010 KR í 9. sæti með 13 stig í 11 leikjum TEITUR ÞÓRÐARSON Stýrði liðinu í 29 leikjum (43 prósent) Sagt upp 29. júlí 2007 KR í 10. sæti með 7 stig í 11 leikjum MAGNÚS GYLFASON Stýrði liðinu í 12 leikjum (36 prósent) Sagt upp 26. júlí 2005 KR í 6. sæti með 13 stig í 12 leikjum WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON Stýrði liðinu í 54 leikjum (56 prósent) Sagt upp í lok tímabils, átti eftir 2 ár af 5 ára samningi KR endaði í 6. sæti PÉTUR PÉTURSSON Stýrði liðinu í 25 leikjum (59 prósent) Sagði upp 26. júní 2001 KR í 8. sæti með 7 stig úr 7 leikjum * Hér eru ekki meðtaldir þjálfarar sem hafa tekið við á miðju tímabili en ekki haldið áfram. Það eru þeir David Winnie (2001) og Sigursteinn Gíslason (2005). > Gunnar Kristjánsson á leið til FH frá KR Kantmaðurinn knái Gunnar Kristjánsson er að ræða við FH og býst við að ganga í raðir félagsins í vikunni. „Ég bíð eftir símtali frá FH og er spenntur að heyra hvað þeir hafa upp á að bjóða. Maður vill aldrei fara frá KR en ég verð að fara. Ég er ekki búinn að fá að spila neitt og þjálfaraskiptin breyta engu um ákvörðun mína. Ég ákvað þetta fyrir nokkru. Ég er ekki hræddur við samkeppni en það verður að vera sanngjörn samkeppni. Hún var það ekki hjá KR en ég hef heyrt að hún sé það hjá FH,“ sagði Gunnar. FÓTBOLTI Liverpool vann kapp- hlaupið um enska landsliðsmann- inn Joe Cole sem var samn- ingslaus hjá Chelsea. Cole var á óskalista Tottenham, Arsenal og Liverpool og valdi hann síðast- nefnda kostinn. Cole kemur frítt til Liverpool en laun hans eru talin vera um 90 þúsund pund. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Roy Hodgson fær til félagsins. Hann mun fylla skarð Yossi Benayoun, sem gekk einmitt í raðir Chelsea fyrir sex milljónir punda í sumar. - hþh Roy Hodgson: Fékk Joe Cole til Liverpool Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins. „Þeir voru að athuga hvort það væri möguleiki á því að ég kæmist heim núna. Það verður ekki.“ Gylfi segir að eftir tíu ár í atvinnumennsku sé kannski réttast að fara heim. Hann fór frá Fylki árið 2000 til Lilleström í Noregi, þaðan til Leeds á Eng- landi og þá aftur til Noregs, nú til Brann. „Ég var ekkert alltaf spenntur fyrir því að koma heim en er að verða heitur núna. Það er fínt að spila aðeins heima áður en maður hættir þessu,“ segir Gylfi sem segir ekki öruggt að hann fari til Fylkis. „Ég verð alltaf Fylkismaður og Fylkir er mitt félag. En ég útiloka ekkert og það gæti þess vegna verið gaman að prófa eitthvað annað,“ sagði Gylfi sem má semja við félag núna þar sem samningur hans er að renna út. „Ég er ekkert að drífa mig að þessu,“ segir Gylfi sem segir að ef ekki væri fyrir stóra fjölskyldu væri hann kannski heitur fyrir því að ljúka ferlinum á framandi slóðum. „Ef ég væri einn myndi ég kannski fara til Ástralíu eða eitthvað. En ég er með fjögur börn svo það er ekki að fara að gerast. Ef eitthvað virkilega spennandi býðst loka ég ekki á að prófa eitthvað annað land áður en ég kem heim,“ sagði Gylfi. Hann segir einnig að það sé erfitt að slíta sig alveg frá fót- boltanum en framtíð sín liggi ekki í þjálfun, umboðsmennska sé meira að hans skapi. „Ég fer ekki að þjálfa. Kannski fer ég og læri umboðsmann- inn, maður er kominn með ágætis tengslanet,“ segir Gylfi sem fær reglulega spurningar frá kollegum sínum hvernig í ósköpunum Íslendingar fari að því að framleiða góða leikmenn í bílförmum. GYLFI EINARSSON: KLÁRAR SAMNINGINN SINN VIÐ BRANN EN ER SÍÐAN Á LEIÐINNI HEIM TIL ÍSLANDS Ísland með fjölskylduna − Ástralía væri ég einn MÆTTUR Hodgson og Cole takast í hendur í Austurríki þar sem liðið er í æfingaferð. HEIMASÍÐA LIVERPOOL FÓTBOLTI „Við áttum að vera búnir að klára þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálf- ari Stjörnunnar, eftir að liðið gerði jafntefli í Grindavík í gær, 1-1. Það eru orð að sönnu hjá Bjarna en Stjörnumenn fóru illa með ansi marg- ar vænlegar sóknir áður en Grindvíkingar jöfn- uðu metin. „Það var sárt að sjá eftir þessum tveimur stigum sem við töpuðum í lokin. Liðið var nokkuð þétt og fínn stíll á því. Það hefur vantað dug og bar- áttu í okkur að undanförnu en heildarsvipurinn á liðinu var allt annar núna. Vonandi náum við að halda því áfram,“ sagði Bjarni. Grindvíkingum hefur gengið brösuglega í sumar og lentu undir í fyrri hálfleiknum. Þeir áttu fjölmargar vitavonlausar skot- tilraunir í leiknum og virtust ekkert sérlega lík- legir til að ná inn marki. En þá kom til bjarg- ar Makedóníumaðurinn Gjorgi Manevski. Hann er nýgenginn í raðir Grindvíkinga og tryggði þeim stig eftir að hafa komið inn sem varamaður. „Við vitum ekkert hvernig þessi leikmaður er. Hann náði ekkert að æfa með okkur fyrir leikinn enda kom hann seint í gærkvöldi (fyrrakvöld). En hann skoraði og það er frá- bært. Við þurfum bara að sjá hvað hann heitir og hvað hann getur,“ sagði Auðun Helgason, varnar- maður Grindvíkinga. Auðun var ánægður með stigið. „Ég er mjög sáttur. Við lendum undir eins og alltaf en samt voru mikil batamerki á liðinu. Við fengum færi og vorum að spila ágætlega. Við héldum áfram allt til loka. Það var trú og sjálfstraust í liðinu. Það er samt eins og við þurfum 5-6 færi til að skora.“ Ólafur Örn Bjarnason er enn í Noregi en verður kominn fyrir næsta leik sem er grannaslagur gegn Kefla- vík. „Við erum í hrikalega erfiðum málum en nú sýndu menn karakter. Keflvíkingar eru mjög misjafnir og stundum er eins og þeir séu ekki að nenna þessu. En við skulum sjá hvað gerist,“ sagði Auðun. Með stig- inu komst Grindavík upp úr fallsæti þar sem liðið hefur betri markatölu en Selfoss. - egm Nýr erlendur leikmaður hjá Grindavík skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Stjörnunni í gær: Nýlentur nýliði bjargaði stigi í Grindavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.