Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 10
10 20. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR HITAMET SETT Hitabylgja gengur nú yfir miðhluta Rússlands og hitamet voru slegin þar um helgina. Í Moskvu brá fólk á það ráð að kæla sig í nær- liggjandi ám og tjörnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Tekjur ríkisins árið 2009 voru mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Alls aflaði ríkissjóður 22 millj- örðum króna meira í tekjur það ár; 439 milljörðum í stað þeirra 417 sem gert hafði verið ráð fyrir. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2009 sem lagð- ur var fram í gær. Gjöld ríkisins drógust verulega saman frá árinu 2008, eða um 16 prósent. Þau námu 579 milljörðum árið 2009, en árið 2008 námu þau 688 milljörðum króna. Heildarútgjaldaheimildir ársins námu 590 milljörðum króna og því voru raun- útgjöld tæpum 12 milljörðum króna lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Nánast allir tekjuþættir voru hærri en búist hafði verið við og gerðu áætl- anir ráð fyrir 173 milljarða neikvæð- um tekjujöfnuði. Raunútkoman varð 34 milljörðum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs eru sem fyrr til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála og almannatrygginga, en þeir vega rúmlega 51 prósent á árinu 2009. Útgjöld til efnahags- og atvinnu- mála námu 12 prósentum af heildar- gjöldum ríkissjóðs, en til annarra mála- flokka samtals 16 prósentum. Þar eru framlög til menningar-, íþrótta- og trú- mála, auk löggæslu- og öryggismála, veigamikil útgjöld. Lánsfjárþörf ríkisins reyndist mun minni en gert hafði verið ráð fyrir. Áætlanir gengu út frá að hún næmi 25 prósentum af landsframleiðslu, en raun- in varð sú að hún nam aðeins 11 prósent- um. Það skýrist að stærstum hluta af samkomulagi við Seðlabanka Íslands um kaup bankans á veðlána- og verðbréfa- kröfum fyrir 134 milljarða króna. Greiðslustaða ríkissjóðs er sterk og batnaði um 42 milljarða á árinu 2009 og var handbært fé í lok ársins 227 millj- arðar króna. kolbeinn@frettabladid.is Greiðslustaða ríkissjóðs batn- aði um 42 milljarða árið 2009 Tekjur ríkissjóðs árið 2009 voru 22 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir. Gjöldin drógust saman um 110 milljarða frá 2008. Greiðslustaðan batnaði um 42 milljarða og nam handbært fé 227 milljörðum. MANNLÍF Í REYKJAVÍK Ríkisreikningur sýnir að tekjur ríkisins árið 2009 voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöldin lægri. Handbært fé ríkissjóðs í árslok nam 227 milljörðum króna. FRÉTTABLAÐIÐ ARNÞÓR Helstu niðurstöður ríkisreiknings fyrir árið 2009 Í milljónum króna Reikningur 2009 Reikningur 2008 Breyting, fjárhæð Breyting, % Fjárlög/Fjáraukalög 2009 Tekjur samtals 439.516 471.883 -32.368 -6,9 417.286 Gjöld samtals 578.780 687.862 -109.082 -15,9 568.620 Tekjur umfram gjöld -139.264 -215.979 76.714 - -151.334 Handbært fé frá rekstri -141.796 15.745 -157.541 - -143.422 Lánsfjárjöfnuður -157.384 -397.999 240.615 - -367.732 Heitasta golfmót ársins Bylgjan Open fer fram hjá GKG helgina 24. og 25. júlí Tveggja daga punktakeppni með niðurskurði - 70 bestu komast áfram og leika til úrslita á sunnudeginum. Flott teiggjöf, nándarverðlaun á öllum Par 3 holum og sleggja dagsins fær verðlaun fyrir lengsta teighöggið. Veglegir vinningar! Allir fá drykki frá Coke og Powerade og Prince Polo í pokann! PÚERTÓ RÍKÓ Eiturlyfjabaróninn Jose Figueroa Agosto var hand- tekinn í San Juan síðastliðna helgi af FBI, bandarísku alríkis- lögreglunni, eftir að hafa verið á flótta í nærri áratug. Jose er sakaður um að hafa stjórnað hring eiturlyfjasmygls sem flutti kókaín frá Bandaríkj- unum til Dóminíska lýðveldisins í gegnum Púertó Ríkó. Árið 1999 flúði Jose, sem er 45 ára, úr fangelsi í Púertó Ríkó þar sem hann hafði verið dæmdur í 209 ára fangelsi fyrir morð. - ls Eiturlyfjabarón handtekinn: Hafði verið á flótta í áratug KÖNNUN Fimm sinnum hærra hlut- fall stuðningsmanna Sjálfstæð- isflokksins telur að boðskapur mótmæla undanfarinna vikna end- urspegli fremur viðhorf meirihluta þjóðarinnar en í búsáhaldabylting- unni í desember 2008. Þetta kemur fram í skoðanakönnun MMR. Mikill meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 70,3 prósent, telur boðskap mótmæla og borgarafunda undanfarinna daga endurspegla viðhorf meirihluta þjóðarinnar. Í desember 2008 voru 66,2 prósent á sömu skoðun. Í könnun sem MMR gerði í desember 2008 töldu aðeins um 11,4 prósent stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins að mótmælin end- urspegluðu viðhorf þjóðarinnar. Hlutfallið mældist 65,4 prósent í könnuninni sem gerð var 7. til 12. júlí síðastliðinn. Alls sögðust 36,8 prósent stuðn- ingsmanna Samfylkingar telja mótmælin nú endurspegla vilja meirihluta þjóðarinnar, saman- borið við 65,5 prósent í desember 2008. Þá töldu 58,4 prósent stuðn- ingsmanna VG mótmælin endur- spegla vilja þjóðarinnar, en 90,9 prósent voru þeirrar skoðunar í fyrri könnuninni. Alls tóku 859 manns á aldrinum 18 til 67 ára þátt í könnuninni, og voru þeir valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. - bj Sjö af tíu telja mótmæli undanfarið endurspegla viðhorf meirihluta þjóðarinnar: Mikill munur eftir flokkum MÓTMÆLT MMR kannaði afstöðu fólks til mótmæla. TÆKNI Nokia Siemens Networks hefur samið um kaup á bróður- parti innviðatækni þráðlausra fjarskiptaneta frá Motorola fyrir 1,2 milljarða dala. Upphæðin nemur 146 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu kemur fram að með kaupunum styrki Nokia Siemens Networks markaðsstöðu sína, sér í lagi í Bandaríkjunum og Japan. Motorola heldur eftir iDEN-þjónustu og einkaleyfum. Um það bil 7.500 starfsmenn flytjast frá Motorola til Nokia Siemens Networks. - óká Viðskipti upp á 146 milljarða: Kaupa búnað frá Motorola FORVARNIR Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hvetja fólk til að sniðganga allar vörur frá fyrirtækjum sem auglýsa áfengi í íslenskum fjölmiðlum. Árni Guðmundsson, formað- ur samtakanna, segir ótrúlega mikið um að fyrirtæki brjóti lög sem banna áfengisauglýsingar, og brjóti þar með á lögvörðum réttindum barna og ungmenna. „Þeir sniðganga löggjöfina, og okkur þykir sjálfsagt að snið- ganga þeirra vörur á móti,“ segir Árni. Hann segir almenning full- færan um að átta sig á hvenær sé verið að auglýsa áfengi þrátt fyrir að orðinu „léttöl“ sé skotið inn í auglýsingarnar. - bj Bann við auglýsingum brotið: Lögbrjótar verði sniðgengnir ÖL Margir kaupa ekki áfengistegundir sem eru auglýstar, segir formaður for- eldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.