Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 8
8 20. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvað heitir nýráðinn bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar? 2 Hvaða matvara hefur hækkað í verði langt umfram verðbólguvísitölu? 3 Hvað eru starfrækt mörg minkabú á landinu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 22 HJÓL FYR IR ALLA F JÖLSKYLD UNA 20-30% a fsláttur af hjólum SKIPTIMA RKAÐUR MEÐ NOTU Ð REIÐHJÓ L 20% AFSL ÁTTUR AF AUKABÚN AÐI Á HJÓ L -20% -20% BANDARÍKIN Umfang leyniþjón- ustu í Bandaríkjunum er orðið svo mikið og þunglamalegt að enginn veit hversu mikið hún kostar, hversu margir starfa í henni, hversu mörg verkefni eru í vinnslu innan hennar eða nákvæmlega hversu margar stofnanir gera það sama. Þetta kemur fram í frétt blaðs- ins Washington Post, sem hefur rannsakað starfsemina í tvö ár. Ómögulegt er að segja til um það hversu áhrifaríkar aðgerðir Bandaríkjamanna í öryggismál- um og baráttunni gegn hryðju- verkum hafa verið frá 11. sept- ember 2001 vegna þessa. Blaðið lýsir því sem svo að í raun sé um að ræða leynilegan heim í Bandaríkjunum sem sé hulinn almenningi og enginn hafi í raun yfirsýn yfir. Mörg verk- efni eru aðeins á vitorði helstu yfirmanna og finnast því hvergi í opinberum skrám. Tæplega þrettán hundruð opinberar stofn- anir og hátt í tvö þúsund einka- fyrirtæki starfa við þessi mál á tíu þúsund stöðum víðs vegar um landið. Að minnsta kosti fimmtungur þeirra varð til eftir hryðjuverkaárásirnar hinn 11. september 2001, eða 263 stofnan- ir. Margar stofnananna sem voru til fyrir hafa stækkað gífurlega mikið síðan árásirnar voru gerð- ar. Svo virðist sem fjölmargar stofnanir vinni sama verkið, til dæmis fylgist 51 stofnun í fimmt- án borgum landsins með peninga- flæði til og frá hryðjuverkasam- tökum. Um 1,7 milljarðar tölvubréfa, símtala og annars konar sam- skipta er vistaður hjá öryggis- stofnunum á hverjum degi, en engin þeirra kemst nálægt því að ná að fara í gegnum allt magn- ið. Þá eru svo margar skýrslur gefnar út af þessum stofnunum að þær gera lítið gagn. Margar fara algjörlega fram hjá þeim sem eiga að lesa þær. Varnarmálaráðherrann Robert M. Gates sagði í viðtali við blað- ið í síðustu viku að vegna vaxtar þessa geira sé erfitt að ná utan um alla starfsemina. Hann sagð- ist þó ekki telja að kerfið sé orðið of stórt til að það sé hægt, en við- urkenndi að erfitt geti reynst að fá nákvæmar upplýsingar. Washington Post ætlar að birta annan og þriðja hluta rannsóknar sinnar í dag og á morgun. thorunn@frettabladid.is Enginn hefur yfir- sýn yfir öryggismál Ómögulegt er að vita hvort vinna Bandaríkjamanna í öryggismálum og gegn hryðjuverkum skili árangri þar sem enginn hefur yfirsýn yfir þau. Stofnanir vinna sömu vinnuna og skýrslur eru svo margar að ekki næst að lesa þær allar. HÖFUÐSTÖÐVAR CIA Stofnunum sem starfa í öryggismálum og gegn hryðjuverkum fjölgaði mikið undir stjórn George W. Bush og fengu margar þeirra hærri upphæðir frá ríkinu en þær gátu eytt. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI FJARSKIPTI Fyrirtæki sem selja far- símaþjónustu þurfa að lækka svo- kölluð lúkningargjöld sem lögð eru á símtöl milli farsímakerfa um 50 til 67 prósent samkvæmt nýrri ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS). Lúkning- argjöldin lækka í skrefum fram að ársbyrjun 2013 niður í fjór- ar krónur og verða þá jafnhá hjá öllum farsímafyrirtækjunum. Þá eru upphafsgjöld afnumin. Breytingin er sögð leiða til þess að ein meginforsendan fyrir mis- munandi verði á farsímaþjónustu þegar hringt er í annað farsíma- félag verði ekki lengur til stað- ar. Í greiningu PFS kom í ljós að samkeppnisvandamál á mark- aði farsímaþjónustu hafi fyrst og fremst mátt rekja til þess að farsímafyrirtækið sem réði yfir netinu sem símtalinu var lokið í hafi verið með einokunarstöðu á viðkomandi markaði. „Að mati PFS á sér stað yfirverðlagning á símtölum milli kerfa. Kostnaðin- um er þannig velt yfir á þá not- endur sem eru tengdir öðrum far- síma- eða fastlínunetum,“ segir í umfjöllun stofnunarinnar. Hæsta lúkningarverðið er nú hjá Nova og IMC/Alterna, eða 12 krónur mínútan. Liv Berg- þórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir verðið í takt við þann ramma sem PFS hafi heimilað, en það hafi verið hærra hjá nýjum félögum sem byggja hafi þurft upp ný fjarskiptanet og svo smá- lækkað. Hún fagnar ákvörðun PFS og segir breytinguna í takt við þróun sem eigi sér stað meðal fjarskiptafyrirtækja um heim allan. - óká Lúkningargjöld lækki á tveimur og hálfu ári í fjórar krónur hjá öllum fyrirtækjum: Fjarlægja forsendu verðmunar Lækkun lúkningarverðs farsímafyrirtækjanna Fyrirtæki Verð nú 01.09.2010 01.01.2011 01.01.2010 01.01.2013 Síminn 7,49 kr./mín 6,50 kr./mín 5,50 kr./mín 4,50 kr./mín 4,00 kr./mín Vodafone 7,49 kr./mín 6,50 kr./mín 5,50 kr./mín 4,50 kr./mín 4,00 kr./mín Nova 12,00 kr./mín 10,30 kr./mín 8,30 kr./mín 6,30 kr./mín 4,00 kr./mín IMC/Alterna 12,00 kr./mín 10,30 kr./mín 8,30 kr./mín 6,30 kr./mín 4,00 kr./mín Heimild: PFS stofnanir hafa verið stofnaðar til að sinna öryggismálum og baráttunni gegn hryðjuverkum síðan 11. september 2001. 263 DÓMSMÁL Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júlí síðastliðinn. Stefán hyggst kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Stefán stendur í málaferlum við Arion banka vegna tugmillj- óna skulda og fór bankinn fram á kyrrsetningu á eignum hans þar til niðurstaða fengist í málið. Kyrrsetningin var hins vegar lýst árangurslaus þar sem eignir Stef- áns voru ekki nægar og þá gat bankinn farið fram á að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Á þá kröfu féllst Jón Finnbjörnsson héraðsdómari. Skiptastjórinn Grímur Sigurðs- son er byrjaður að kanna hvort eignir séu til í búinu. Þrjú hundr- uð fermetra hús Stefáns við Lauf- ásveg var flutt á eignarhaldsfélag- ið Vegvísi um miðjan september 2008. Félagið er skráð á nafn konu í Garðabæ. Grímur segir of snemmt að segja til um hvort farið verði fram á að gjörningnum verði rift. „Það á eftir að fara fram rannsókn á því hvort og þá hvaða verðmæti komu inn í staðinn, hvernig þetta var gert og af hverju,“ segir Grím- ur. Ari Edwald, forstjóri 365, segir óvíst hvort málið muni hafa áhrif á störf Stefáns fyrir fyrirtækið. „Ég veit af þessu og veit að hann á í miklum ágreiningi við bankann um kröfurnar sem þessir gerning- ar byggjast á þannig að ég vil sjá út yfir það hvernig þetta þróast og hef þess vegna ekkert ákveðið enn. En ef þetta verður niðurstað- an, sem ég vona að verði ekki, gæti það auðvitað leitt til einhverra breytinga á afmörkun á störfum,“ segir Ari. - sh Skiptastjóri segir of snemmt að segja til um hvort rifta beri færslu einbýlishúss í eignarhaldsfélag fyrir hrun: Fjármálastjóri 365 miðla úrskurðaður gjaldþrota ÁFRÝJAR Stefán ætlar ekki að una úrskurðinum, heldur kæra hann til Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fimm bíla árekstur Fimm bílar lentu í árekstri á Miklu- braut, við akreinina inn á Reykjanes- braut, um klukkan hálf þrjú í gær. Miklar tafir urðu á umferð en ekki var talið að alvarleg slys væru á fólki. Tekinn á 140 km hraða Ökumaður var handtekinn aðfaranótt mánudags eftir að hafa verið stöðv- aður á 140 kílómetra hraða á mótum Reykjanesbrautar og Sæbrautar. Mað- urinn sýndi lögreglu mótþróa en var yfirbugaður. Hann var síðan vistaður í fangaklefa. Maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. LÖGREGLUFRÉTTIR Framseldur til Póllands Hæstiréttur staðfesti í dag framsal á pólskum manni sem dvalið hefur hér á landi. Maðurinn hefur verið dæmd- ur fyrir ítrekuð brot í heimalandi sínu en hefur stundað launaða vinnu hér á landi. DÓMSMÁL SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi hefur getað haldið fullri starfsemi í sumar og ekki þurft að grípa til hefðbundinna sumarlokana. Ástæðan er sú að skólafólk hefur hlaupið í skarðið þegar starfsfólk tekur sér frí og ekkert hlé þurfti því að gera á vinnslunni. Frá þessu segir í Skessuhorni og þar er rætt við Þröst Reynis- son, vinnslustjóra landvinnslu hjá fyrirtækinu. Hann segir að þetta gildi um fiskiðjuverin á Akranesi og í Reykjavík. Hann segir veiði ísfisktogara fyrirtækisins hafa verið mjög góða og eins hafi sum- arlokanir annarra fyrirtækja gert það að verkum að meira hefur verið að gera hjá HB Granda. Þá komi skólafólkið til sögunnar, en á Skaganum starfa 23 krakkar í fiskiðjunni og gæti þurft að bæta fleirum við. - kóp Full vinnsla í HB Granda: Skólafólk á fullu í fiskinum VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.