Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 4
4 27. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR VEIÐI Stórlaxi hefur fækkað gífur- lega í ám landsins á undanförnum árum. Veiðimálastofnun hvatti veiði- menn til þess að hlífa stórlaxi í byrj- un veiðitímabilsins sökum fækkun- arinnar, en stofninn er enn í hættu. Fækkunina má rekja til erfiðra aðstæðna á uppeldisslóðum hans í hafinu og hefur þetta ástand varað í tvo áratugi. Guðni Guðbergsson, fiskifræðing- ur og sviðsstjóri hjá Veiðimálastofn- un, segir að fyrir 1980 hafi hlutfall stórlaxa í ám landsins verið svipað og þeirra sem dvöldu eitt ár í sjó. „1979 var mjög kalt ár og laxa- stofninn á Íslandi tók mikið bakslag,“ segir Guðni. „Eftir 1985 tóku árnar við sér aftur og dánartala í sjó lækk- aði – en þá fjölgaði eins árs löxum mun meira heldur en hinum.“ Veiðimálastofnun hvetur veiði- menn til þess að hlífa stórlöxunum með það að takmarki að auka hlut- fall þeirra. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir í tilkynningu á heimasíðu Veiðimála- stofnunar að jákvæð viðbrögð veiði- manna við ákallinu hafi ekki látið á sér standa. Þó hafi einhver gagn- rýni borist varðandi tilkynningu um minnkandi hlutfall stórlaxa í Blöndu. Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir og áhugalaxveiðimaður, er ósammála Veiðimálastofnun og segir nóg af stórlaxi vera í ánni. „Það eru engir teljarar í Blöndu, svo veiðitölur verður líka að leggja til grundvallar,“ segir Þórarinn. „Það getur ekki verið vitrænt að finna út stofnstærð fiska með hlut- fallsreikningi.“ Guðni segir við þessu að málið sé vissulega flókið og erfitt sé að spá fyrir um framtíðina, en staðreynd- in sé sú að hlutfall stórlaxa hafi farið minnkandi á undanförnum árum og fari enn. „Töluleg þróun sýnir fram á að tala stórlaxa gæti verið komin niður í núll í kringum 2020,“ segir hann. „En vissulega eru málin aðeins flóknari en svo.“ Guðni segir veiðihlutfall á stórlöx- um vera hærra heldur en hjá þeim minni og það eina sem Veiðimála- stofnun geti gert til þess að hafa áhrif á þróunina sé að biðja veiði- menn um að hætta að leggja ofan á náttúrulega dánartölu stórlaxa, sem nú þegar sé of há. sunna@frettabladid.is 60% 50% 40% 30% 20% 10% 19 70 19 74 19 78 19 82 19 86 19 90 19 94 19 98 20 02 20 06 20 08 1974 57% 1990 40% 1988 20% 2008 15,5% Heimild: Veiðimálastofnun Hlutfall stórlaxa af hverjum gönguseiðaár- gangi 1970-2008 Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 31° 27° 23° 24° 20° 23° 23° 23° 26° 25° 32° 35° 21° 27° 18° 23° Á MORGUN 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s syðst, annars hægari. 12 12 15 15 14 10 15 16 15 14 13 2 2 3 7 2 3 4 6 5 3 4 18 20 14 14 14 16 17 18 13 9 14 15 DREGUR ÚR VÆTU Eftir blautan gær- dag þá dregur heldur úr vætu í dag og styttir upp fyrst suðvestan- lands en áfram má búast við dálítilli rigningu austan til. Ekki miklar breyt- ingar til morguns en horfur á bjart- viðri um sunnan- og vestanvert landið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Verða að sleppa til að bjarga stofninum Hlutfall stórlaxa í ám landsins hefur minnkað stöðugt á undanförnum tuttugu árum. Veiðimálastofnun biðlar til veiðimanna um að sleppa fiskunum til að viðhalda stofninum. Ekki allir veiðimenn sammála aðferðum stofnunarinnar. LAX BÍTUR Á Með stórlaxi er átt við lax sem dvelur tvö ár í sjó. Miðað er við þá sem eru lengri en 70 cm eða þyngri en 3,5 kg. MYND/KRISTÍN EVA 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 19 70 19 72 19 74 19 76 19 78 19 80 19 82 19 84 19 86 19 88 19 90 19 92 19 94 19 96 19 98 20 00 20 02 20 04 20 06 20 08 20 09 Smálaxar Stórlaxar Veiddir laxar á Íslandi 1970 til 2009 Heimild: Veiðimálastofnun 1988 32964 laxar 2008 37287 laxar 1980 7443 laxar 1980 11338 laxar 1985 6759 laxar 1980 18668 laxar 2009 6223 laxar 1998 25165 laxar 1999 6712 laxar STJÓRNMÁL Ætli stjórnvöld sér að grípa inn í kaup Magma Energy á HS orku getur það bakað ríkinu skaðabótaskyldu. Það setur einnig slæmt fordæmi sem komið getur í veg fyrir fjárfestingar erlendra aðila hér á landi, segir Ragnheið- ur Elín Árnadóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst eins og menn séu búnir að missa sjónar á því sem verið er að ræða,“ segir Ragn- heiður. „Við þurfum bæði innlent og erlent fjármagn, og stjórn- völd geta ekki leyft sér að breyta reglunum aftur- virkt.“ Hú n bend - ir á að í þessum málum sé farið eftir nýlegum lögum, sem sett hafi verið árið 2008. Ef deilu- efnið sé hvort leigja eigi auð- lindina til 65 ára megi ræða það, en svo virðist sem deilan snúist í raun um hvort nýta eigi þessa auðlind eða ekki. Þegar sé búið að tryggja opinbert eignar- hald á auðlindinni. „Ég get tekið undir með Guðfríði Lilju [Grétarsdóttur, þingflokksfor- manni Vinstri grænna]. Ríkisstjórn sem ekki getur tekið á þessu máli er óstarfhæf,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort boða eigi til kosn- inga segir hún að stjórnmálaflokk- um sem sæti eigi á Alþingi beri skylda til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. „Við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn, það hefur sýnt sig í hverju málinu á fætur öðru,“ segir Ragnheiður. - bj Deilan virðist snúast um nýtingu á jarðvarma segir þingmaður Sjálfstæðisflokks: Segir ríkisstjórnina óstarfhæfa RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR BRUNI Eldur kom upp í báti neðan við athafnasvæði Gámaþjón- ustunnar í Njarðvík í fyrradag. Minnstu munaði að eldurinn næði að teygja sig yfir í annan nær- liggjandi bát en bensínstöð ÓB er um hundrað metra frá svæðinu þar sem eldurinn kom upp. Þegar slökkvilið kom á staðinn, örfáum mínútum eftir að eldur- inn blossaði upp, var báturinn alelda og annar bátur sem stóð við hlið hans var orðinn sjóðheitur og byrjað að rjúka úr honum, að því er segir á vef Víkurfrétta. - kh Bruni á Reykjanesi: Kveikt í báti á Suðurnesjum SKAGAFJÖRÐUR Metaðsókn var í sundlaugar í Skagafirði í júní en um 11.500 manns sóttu þá laug- arnar. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugargestir í Skagafirði um 5.500. Aukninguna má að langmestu leyti rekja til nýju sundlaugar- innar á Hofsósi en í júní sóttu um 6.000 manns laugina, að því er fram kemur í dægurmála- blaðinu Feyki. Sex sundlaugar eru í Skagafirði, fimm sem sveitar félagið sjálft rekur en ein sem ferðaþjónustan að Hólum í Hjaltadal rekur. - kh Metaðsókn í Skagafirði: Aldrei fleiri í sundlaugunum HEILBRIGÐISMÁL Ekki eru nægjan- legar birgðir til af blóði í O-flokki hjá Blóðbankanum og sérstak- lega vantar blóð í flokknum O mínus. Slíkt blóð er notað í bráða- tilvikum og slysum. Blóðbankinn hvetur blóðgjafa til að koma og gefa blóð áður en þeir fara í frí. Virkir blóðgjafar eru beðnir um að koma í þessari viku en nýir eru beðnir um að koma síðar. Mikilvægt er að nægjanlegar blóðbirgðir séu til núna í aðdrag- anda verslunarmannahelgarinn- ar og verður afgreiðslutími Blóð- bankans í þessari viku lengdur til að mæta auknu álagi. Á Íslandi eru tíu þúsund virk- ir blóðgjafar og er árlega safnað rúmlega 15 þúsund einingum af blóði. Birgðir af blóði ekki nægar: Blóð vantar í Blóðbankann EFNAHAGSMÁL Hagsmunasamtök heimilanna furða sig á niður- stöðu héraðsdóms á föstudag um að „bæta skuli lögbrjóti upp for- sendubrest sem varð til vegna lögbrota hans“. Samtökin segja dóminn fría lögbrjót frá því að taka ábyrgð á broti sínu og í reynd verðlauna hann, verði dómurinn fordæmis- gefandi fyrir gengistryggð hús- næðislán. Dómurinn sagði að taka ætti upp vexti Seðlabankans í ólöglegum gengislánum. „Á lögreglan næst að fylgja ökumanni, sem var tekinn fyrir of hraðan akstur, á forgangsljós- um á ákvörðunarstað vegna þess að forsendur ökumannsins til að komast á ákvörðunarstað voru að þurfa að aka vel yfir hraðamörk- um?“ spyrja samtökin. Furða sig á gengislánadómi: Segja lögbrjót fríaðan ábyrgð MENNING Fjölþjóðleg leiklistar- hátíð verður haldin á Akureyri 10. til 15. ágúst næstkomandi. Bandalag íslenskra leiklistar- félaga skipuleggur hátíðina í samvinnu við norður-evrópska áhugaleikhúsráðið NEATA, Nor- ræna menningarsjóðinn, mennta- málaráðuneytið, Akureyrarbæ og Menningarhúsið Hof. Þema hátíðarinnar er Maður – Náttúra og frítt verður á sýn- ingarnar. Hátíðin fer öll fram í Menningarhúsinu Hofi, sem stendur til að taka formlega í notkun 27. ágúst næstkomandi. - sv Leiklistarhátíð á Akureyri: Ókeypis á allar sýningar í Hofi MENNINGARHÚSIÐ HOF Allar sýningar hátíðarinnar fara fram í nýju menningar- húsi Akureyringa. MYND/SUNNA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 26.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 212,9386 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,07 122,65 189,13 190,05 157,5 158,38 21,13 21,254 19,65 19,766 16,623 16,721 1,4002 1,4084 184,5 185,6 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.