Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 10
10 27. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 24.000 kr. Símalán – útborgun: LG VIEWTY Frábær 3G sími með stórum snertiskjá, flottri 5MP myndavél, tónlistarspilara og FM útvarpi. * Ef g re itt e r m eð k re di tk or ti er h æ gt a ð dr ei fa e ft ir st öð vu nu m v ax ta la us t á al lt að 1 2 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 13.900 kr. Símalán – útborgun: HUAWEI U1251 Ódýrasti 3G síminn með öllu sem þú þarft. Styður m.a. 3G langdrægt kerfi. 3G Báðir símarnir styðja 3GL Báðum símum fylgir 12.000 KR. INNEIGN yfir árið! E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 5 9 5 FRÉTTASKÝRING: Hvað segja skjölin á Wikileaks um stríðið í Afganistan? WikiLeaks birti um helgina yfir 90 þúsund leyniskjöl frá her bandamanna í Afganistan. Stærsti leki í sögu bandaríska hersins. Skjölin sýna skeytingarleysi gagnvart óbreyttum borg- urum. Fjölda alvarlegra tilvika hefur verið haldið leyndum fyrir fjölmiðlum. „Skjölin sýna hið sanna eðli þessa stríðs og almenningur í Afganist- an og öðrum löndum getur séð hvað er í raun og veru á seyði og gripið til aðgerða til að taka á vandanum.“ Þetta sagði Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, í samtali við breska blað- ið The Guardian. Skjölin sem hann vísar til voru yfir 90 þúsund skjöl frá innrásarliðinu í Afgan- istan sem birt voru á upplýsingasíðunni um helgina. Í skjölunum er gang- ur stríðsins í Afganistan rakinn, árás fyrir árás, frá árinu 2004 til ársins 2009. Sum þeirra tilvika sem þar eru tíunduð voru þekkt, en oftar en ekki hafði herinn lagt fram rangar upplýsingar um eðli þeirra. Fjölda tilvika var síðan haldið leyndum, oft þegar fjöldi óbreyttra borgara lá í valnum. Leynidauðasveitir Meðal þess sem lesa má úr skjöl- unum er tilvist sérsveitar (Task Force) 373, svörtu sveitarinnar. Hana skipa hermenn úr úrvals- sveitum Natóliðsins og þeirra hlutverk er að elta uppi menn og handtaka eða taka af lífi án dóms og laga. Sveitin starfar eftir lista (e. the joint priotorised effect list) með yfir 2.000 nöfnum manna sem sagðir eru háttsettir talibanar eða al Kaída-liðar. Um 200 manns á listanum voru í haldi í Bagram, en í fjölda tilvika hefur sveitin einfaldlega tekið við- komandi af lífi þar sem þeir fund- ust. Mörg tilvik sýna að óbreyttir borgarar hafa fallið í slíkum árás- um; menn, konur og börn. Eitt tilvik, í júní 2007, sýnir vel vinnubrögð sveit- arinnar. Hún var á leið að handtaka eða drepa Qarl Ur-Rahman, liðs- foringja talibana, nærri Jalalabad. Þegar þeir nálguðust skotmark- ið lýsti einhver með kastara í átt að sveit- inni. Skotbardagi hófst og sveitin kallaði eftir aðstoð og sprengjunum rigndi yfir svæðið. Eftir á kom í ljós að dauðasveitin hafði rek- ist á afganska lögreglu- menn í eftirlitsferð, drepið sjö þeirra og sært fjóra. Ljóst er að aftaka án dóms og laga og varð- hald um langa hríð án ákæru stangast á við alþjóðalög. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í mannrétt- indamálum, Philip Alston, rann- sakaði orðróm um dauðasveit- ir í Afganistan í maí 2008. Hann gagnrýndi upplýsingaleysi innrás- arliðsins og sagði að Afganar sem reyndu að komast að afdrifum ást- vina sinna kæmu oftast að tómum kofunum þar. Skjóta fyrst, spyrja svo Fréttir hafa borist af tilvikum þar sem óbreyttir borgarar hafa látið lífið í loftárásum Natóliða. Upp og ofan er hvort slíkt hefur fengist staðfest og þegar það hefur gerst er ítrekað að um einangruð tilfelli mistaka sé að ræða. Skjölin sýna, svo ekki verð- ur um villst, að innrásarliðið heldur ekki í heiðri þá reglu að kanna hver viðkomandi er áður en hleypt er af byssu. Oftar en ekki virðast menn skjóta fyrst og spyrja svo. Þannig eru tiltekin tvö tilvik um árás á rútu, Frakkar skutu á rútu fulla af börnum og særðu fjölda þeirra og Bandaríkjamenn Skeytingarleysi um líf almennings LEITAÐ Á ÞORPSBÚA Bandarískur hermaður leitar á heimamanni, hvort hann feli eitthvað sem er hermanninum hættulegt. Yfir 100 tilvik eru skráð í skjölunum þar sem taugatrekktir hermenn hafa skotið á óbreytta borgara sem hafa ekki sýnt nægilega lipurð við slíkar aðstæður. Stundum er tungumálatregðu um að kenna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP þúsund leyni- skjöl frá her bandamanna í Afganistan hafa verið birt á vefsíðunni Wikileaks. 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.