Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 26
22 27. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Sparisjóðsvöllur, áhorf.: 1.377 Keflavík Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–13 (6–9) Varin skot Ómar 8 – Óskar 3 Horn 6–4 Aukaspyrnur fengnar 18–12 Rangstöður 4–4 GRINDAV. 4–5–1 Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 4 (55. Grétar Hjartars. 4) Auðun Helgason 7 Orri Freyr Hjaltalín 7 Jósef Kr. Jósefsson 5 Jóhann Helgason 6 Matthías Ö. Friðrikss. 5 (76. Ólafur Örn Bj. -) Ray Anthony Jónsson 5 Scott Ramsay 5 Hafþór Ægir Vilhj. 4 (68. Óli B. Bjarnas. 5) Gilles Mbang Ondo 6 *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–5–1 Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðm. 7 Bjarni Hólm Aðalst. 5 Alen Sutej 6 Einar Orri Einarsson 6 Paul McShane 6 (90. Bojan Ljubicic -) Magnús S. Þorsteinss. 5 (89. Sigurbergur E. -) Hólmar Örn Rúnarss. 6 *Jóhann B. Guðm. 7 (68. Hörður Sveinss. 4) Magnús Þ. Matthíass. 6 0-1 Gilles Mbang Ondo (8.) 1-1 Jóhann B. Guðmundsson (9.) 1-1 Einar Örn Daníelsson (7) FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson hefur neitað samningstilboði frá Portsmouth. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður landsliðsfyrirlið- ans, segir að langt sé á milli óska Hermanns og þess sem félagið var tilbúið að bjóða honum. „Við eigum fund með öðru félagi á miðvikudaginn,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið. Hann var þó ófáan- legur til að segja frá því um hvaða félag væri að ræða eða hvort það væri í úrvalsdeildinni eða ekki. „Það hefur verið áhugi úr úrvalsdeildinni,“ staðfesti Ólaf- ur sem segir að mörg félög hafi áhuga á Hermanni, bæði á Eng- landi og utan þess. „Þetta snýst ekki um peninga hjá honum, ekki síður snýst þetta um til að mynda staðsetningu. Hann gerir það sem hann þarf að gera en það væri fínt ef hann þyrfti ekki að flytja langt,“ sagði Ólafur. Portsmouth er á suður- hluta Englands, um 100 kílómetra frá London. Portsmouth vill ekki missa Her- mann en fjárhagsstaða klúbbsins er erfið eftir að hann fór í greiðslu- stöðvun. Ólafur átti von á að fram- tíð Eyjamannsins myndi skýrast fljótlega. Hermann meiddist illa undir lok tímabilsins þegar hann sleit hásin. Ólafur sagðist búast við því að Hermann gæti spilað aftur í október. „Ég er reyndar ekki læknir en endurhæfingin gengur vel og þetta lítur vel út,“ sagði lög- fræðingurinn og umboðsmaðurinn Ólafur. - hþh Hermann Hreiðarsson er óðum að ná sér og gæti spilað aftur í október: Neitaði tilboði Portsmouth og byrjar að ræða við önnur félög STERKUR Hermann stefnir á að snúa aftur í október. Með hvaða liði er enn óljóst. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ari Freyr Skúlason tryggði Sundsvall frá Svíþjóð sigur um helgina með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Þetta var sjöunda mark Ara í næstefstu deild Svíþjóðar í sumar en auk þess hefur hann gefið þrjár stoðsendingar og verið með betri mönnum liðsins sem er í öðru sæti. „Ég hef skorað úr sex aukaspyrnum í ár,“ segir Ari við Fréttablaðið en hann segir að aukaæfingarnar séu að skila sér. „Ég fer oft og æfi mig eftir æfing- ar og hef gert það öll þessi ár.“ Fyrr á þessu ári lenti hann í miklum erfiðleikum þegar hann var að ganga frá nýjum samningi við félagið. „Þeir reyndu að keyra yfir mig eins og ég væri smákrakki. Ég stóð í stappi við þá í heilan mánuð en á endanum fékk ég Ólaf Garðarsson til að aðstoða mig. Þá gekk þetta loksins upp. Ég skrifaði bara undir samninginn til að geta losnað eftir tímabilið,“ segir Ari. Hann vildi klásúlu í samninginn um að hann gæti farið ef boð upp á 1,5-2 milljónir sænskra króna, 25-34 milljónir íslenskra króna, kæmi til Sundsvall. „Óli hjálpaði mér mjög mikið. Ég skrifaði undir þetta, annars hefði ég bara setið á bekknum og ég nennti því ekkert. Ég er bara með fast verð og þetta er ekki mikið fyrir mann sem stendur sig vel,“ segir Ari. En hver er óskastaðurinn til að búa á næst? „Allt fyrir utan Svíþjóð,“ segir Ari og hló létt. „Ég hef heyrt af áhuga félaga, AIK í Stokkhólmi sem varð meistari í fyrra er eitt þeirra en ég efast um að því verði fylgt eftir. Efsta deildin í Svíþjóð er kannski möguleiki en það má ekki vera hvaða félag sem er. Ég nenni ekki lengur þessum jójó-pakka fram og til baka,“ segir Ari. „Við kærastan erum á því að það sé kominn tími á að flytja okkur um set,“ segir Ari en skötuhjúin stefna þá á að vera búin að koma sér fyrir á nýjum stað fyrir áramót. „Kærastan er sú sem klæðir mig á morgnana og eldar ofan í mig. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Við búumst þó ekki við því að þetta skýrist fyrr en eftir tímabilið,“ sagði Ari. ARI FREYR SKÚLASON: SKORAR OG SKORAR ÚR AUKASPYRNUM OG VEKUR ATHYGLI FÉLAGA Í EVRÓPU Ég er að reyna að spila mig frá Superettan Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00 VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 515 7170 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 515 7170 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 61.824 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0TD Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 44.257 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 44.177 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 48.248 kr. Renault Kangoo 1,4 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 56.725 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 515 7170 og pantaðu tíma. Vara þessa tilboðs er eftirmarkaðsvara (non-OEM/ekki original) Skoðaðu www.velaland.is FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson tryggði Eyjamönnum toppsætið í Pepsi-deild karla yfir Þjóðhátíð með því að skora tvö mörk í 3-1 sigri á Val á Hásteinsvellinum á sunnudaginn. Þetta eru langt frá því að vera fyrstu mörkin hans á móti Val í efstu deild því Tryggvi hefur nú skorað 16 mörk í 20 leikjum á móti Val. Þetta er það langmesta sem Tryggvi hefur skorað á móti einu félagi en hann hefur skorað næstmest 12 mörk á móti Fram. Tryggvi hefur alls skorað 114 mörk á móti 18 félögum í efstu deild þar á meðal eitt mark á móti ÍBV. Selfoss bættist í hóp- inn þegar hann skoraði tvö mörk gegn þeim fyrr í sumar. - óój Tryggvi Guðmundsson: Búinn að skora sextán gegn Val 16 AF 114 GEGN VAL Tryggvi Guðmunds- son hefur spilað vel með ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Steinþór Freyr Þorsteins- son, leikmaður Stjörnunnar, er nú í Svíþjóð þar sem hann er á reynslu hjá B-deildarliði Örgryte. Steinþór á að baki fjóra leiki með A-landsliði Íslands og hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deild- ar karla undanfarið. Þetta kom fram á Fótbolti.net í gær. - esá Steinþór Freyr í Svíþjóð: Til skoðunar hjá Örgryte STAÐAN ÍBV 13 9 2 2 22-10 29 Breiðablik 13 8 2 3 29-16 26 FH 13 6 4 3 24-19 22 Fram 13 5 5 3 21-18 20 Keflavík 13 5 5 3 13-14 20 Valur 13 4 6 3 21-21 18 Stjarnan 13 4 5 4 23-21 17 KR 12 4 4 4 20-18 16 Fylkir 12 4 3 5 24-24 15 Grindavík 13 2 3 8 13-23 9 Selfoss 13 2 2 9 15-29 8 Haukar 13 0 7 6 16-28 7 NÆSTU LEIKIR Breiðablik - Valur mið. 4. ágúst kl. 19:15 ÍBV - FH fim. 5. ágúst kl. 19:15 Grindavík - Fram fim. 5. ágúst kl. 19:15 Haukar - Selfoss fim. 5. ágúst kl. 19:15 Fylkir - Keflavík fim. 5. ágúst kl. 19:15 KR - Stjarnan fim. 5 ágúst kl. 19:15 PEPSI-DEILDIN > Heil umferð í Pepsi-deild kvenna Í kvöld fara fram fimm leikir í Pepsi-deild kvenna en Íslands- og bikarmeistarar Vals geta styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. Valur er nú með sex stiga forystu á Breiðablik sem er í öðru sæti og á erfiðan útileik gegn Stjörnunni í kvöld. Þór/KA er í þriðja sætinu og mætir Haukum á heimavelli. Haukar eru á botni deildarinnar ásamt FH sem tekur á móti Aftureldingu og að síðustu eigast við lið KR og Grindavíkur í vesturbænum. FÓTBOLTI Keflvíkingar þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigurleiknum á heimavelli sínum eftir að þeir tóku Sparisjóðsvöllinn sinn í gegn. Keflvíkingar fengu heldur betur færin til þess að vinna nágranna sína í gær en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós og því hefur Kefla- víkurliðið aðeins náð í 7 stig af síðustu 27 mögulegum. Leikurinn byrjaði mjög fjör- lega, bæði lið fengu ágæt færi á upphafsmínútunum og skoruðu síðan bæði á innan við mínútu millibili. Gilles Ondo kom Grindavík fyrst í 1-0 eftir stungusendingu Jóhanns Helgasonar sem lék á rangstöðuvörn Keflavíkur. Jósef Jósefsson komst þá í gegn og lagði boltann á Gilles sem skoraði í tómt markið. Keflvíkingar brunuðu strax í sókn og Magnús Þórir Matthías- son fann Jóhann Birni Guðmunds- son í teignum og Jóhann skoraði með laglegu og óverjandi skoti. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og tóku öll völd á vell- inum. Magnús Þórir Matthí- asson fékk tvö góð færi og Auðun Helgason bjargaði á marklínu frá Jóhanni Birni. Grindvíkingar voru í hálf- gerðri nauðvörn um tíma en tókst að verjast pressu Kefl- víkinga. Vakandi miðverð- ir, Auðun Helgason og Orri Freyr Hjaltlín, unnu þar gott starf en Keflvíkingar hefðu líka mátt gera betur í mörgum færanna. Ólafur Örn Bjarna- son var mættur á h l iðarl ínuna hjá Grindvíkingum í aðeins þriðja sinn þrátt fyrir að hafa verið þjálf- ari liðsins síðan í lok maí. Nú var Ólafur líka kominn með leik- heimild sem hann nýtti sér þegar hann kom inn á sem varamaður 16 mínútum fyrir leikslok. Liðið fékk nokkrar ágætar skyndi- sóknir á lokamínútunum en tókst ekki að stela sigrinum. „Í seinni hálfleik liggur mikið á okkur. Við vissum að það yrði legið á okkur en mér fannst þeir skapa sér óþarflega mikið af opnum færum. Við náðum ekki að loka nægjan- lega á þá en við vorum alltaf að ógna þeim fram á við. Það vantaði oft herslumuninn að við kæmust í gegn og svo komumst við tvisvar í gegn í lokin og hefðum getað stolið þessu. Hefðu þeir nýtt sín færi þá hefðum við tapað þessum leik og við verðum því bara að þakka fyrir þetta eina stig og taka það með okkur því það er betra en ekki neitt,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, spil- andi þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. Keflvíkingar eru aðeins búnir að vinna einn af síðustu níu deild- arleikjum eða frá því að þeir voru með góða forustu á toppnum í byrjun júní. Þeir fengu færin til að taka öll stigin í gær en vant- ar augljóslega markaskorarann til þess að koma boltanum yfir línuna. Haraldur Guðmundsson, fyr- irliði liðsins, var líka svekktur í leikslok. „Eins og þessi leikur var fyrir mér þá áttum við hann frá A til Ö. Þeir komust reyndar í 1-0 en við svöruðum strax til baka og áttum síðan að klára þennan leik,“ sagði Haraldur. „Við fáum aragrúa af færum, skot fyrir utan og föst leikatriði en þetta var bara enn og aftur svona hjá okkur. Þeir eiga einhver fjög- ur stórhættuleg færi en þau koma af því að við erum að pressa þá niður í kok. Við þurftum bara að þrykkja inn þessu eina marki sem kom ekki,“ sagði Haraldur. ooj@frettabladid.is Áttum leikinn frá A til Ö Sóknarmenn Keflavíkur voru ekki á skotskónum í nágrannaslagnum á móti Grindavík í gær. Gestirnir geta þakkað fyrir 1-1 jafntefli en fengu líka sín færi. FYRIRLIÐINN Orri Freyr Hjaltalín, leik- maður Grindavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM WILLUM ÞÓR Þjálfari Keflvíkinga bíður enn eftir fyrsta sigrinum á nýja heimavellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.