Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 6
6 3. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift @Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Rólegt á Blönduósi Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um helgina. Umferð gekk að öðru leyti vel en fram á mánudag höfðu fimmtíu verið teknir fyrir of hraðan akstur. Fíkniefni í flugi Eitt fíkniefnamál kom upp í hefð- bundnu eftirliti á flugvellinum á Sauðárkróki á föstudag. Eigandi efn- anna viðurkenndi að þau væru ætluð til eigin nota og hald var lagt á þau. ÍSRAEL Geoffrey Palmer, fyrr- verandi forsætisráðherra Nýja- Sjálands, og fráfarandi for- seti Kólumbíu, Alvaro Uribe, munu leiða rannsóknar- nefnd Samein- uðu þjóðanna um árás Ísraels- hers á skipalest á leið til Gasa í maí. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hafði komið til greina í starfið. Hinir tveir nefndarmennirn- ir verða frá Tyrklandi og Ísrael. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, segir Ísraela munu vinna með nefndinni og hafi ekk- ert að fela. Áður höfðu yfirvöld neitað að taka þátt í rannsókninni og hafið eigin rannsókn á málinu. - þeb Ísraelar lofa samvinnu: Nefnd um árás Ísraela skipuð Bílvelta á Búrfellsvegi Bílvelta varð á Búrfellsvegi upp úr hádegi á laugardag. Þrennt var í bílnum, útlendingar, sem sluppu ómeiddir. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur. LÖGREGLUMÁL INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR AFGANISTAN, AP 63 bandarískir hermenn létust í Afganistan í júlí. Mánuðurinn var því sá mannskæðasti frá því að stríðið í Afganistan hófst fyrir næstum níu árum. Júnímánuður hafði einnig sett met sem mannskæðasti mánuður stríðsins, bæði fyrir Bandaríkin og Nató-hersveitirnar í heild. 104 létust þá, þar af 60 Bandaríkja- menn. Jafnmargir höfðu látist allt fram í lok júlí, þegar tvær sprengjuárásir urðu þremur her- mönnum að bana. - þeb Aldrei fleiri hermenn látist: Mannskæðasti mánuðurinn PAKISTAN, AP Minnst 1200 manns hafa látist undanfarna daga í verstu flóðum í sögu Pakistans. Um tvær milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Nokkur hundruð manns tóku þátt í mótmælum gegn ríkisstjórninni á götum úti í Peshawar í gær. Fólk- ið er óánægt með aðgerðir stjórn- valda í kjölfar flóðanna, og segja þau ekki hafa brugðist nógu vel og hratt við. Ríkisstjórn landsins segir mörg þúsund björgunarmenn vera á vettvangi og þeir hafi þegar bjarg- að um 28 þúsund manns og dreift nauðsynjum til fólks. Þá hafi her- inn sent 30 þúsund hermenn og margar þyrlur á flóðasvæðin. Björgunarmenn reyna nú að ná til 27 þúsund manns sem eru inn- lyksa á heimilum sínum vegna flóðanna. Yfirvöld óttast að þegar náð verður til þessara svæða muni tala látinna hækka verulega og mun meiri eyðilegging koma í ljós. Rauði krossinn segir að á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti séu heilu þorpin hrunin. Óttast er að farsóttir muni breið- ast hratt út á flóðasvæðunum. Heimildir herma að í bráðabirgða- búðum sem settar hafa verið upp hafi niðurgangur og kólera þegar gert vart við sig. Reynt er nú að koma í veg fyrir slíka útbreiðslu, því farsóttir af þessu tagi gætu valdið þúsundum dauðsfalla til viðbótar. Lykilatriði er að tryggja aðgang að hreinu vatni, en vatns- ból hafa mengast í flóðunum. Til dæmis eru allir brunnar á verstu svæðunum fullir af mold, að sögn yfirmanna hjálparsamtaka. Fjöldi lækna hefur verið sendur í norð- vesturhluta landsins til að takast á við farsóttaróttann. Flóðin koma á erfiðum tímum í Pakistan. Ríkisstjórn landsins var fyrir í veikri stöðu vegna efna- hagsvandræða og stríðsins gegn talíbönum sem hefur orðið þús- undum að bana undanfarin ár. Þá er aðeins vika síðan 152 létust í mannskæðasta flugslysi sem orðið hefur í landinu. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, til- kynnti í gær um aukaframlag SÞ til hjálparstarfs í landinu, tíu milljónir dollara. Þá hafa Banda- ríkin lofað sömu upphæð og Bret- ar ætla að verja tíu milljónum punda í hjálpar- og uppbygging- arstarfið. Enn meiri rigningu er spáð í Pakistan á næstu dögum. thorunn@frettabladid.is Óttast kólerufaraldur í kjölfar flóða í Pakistan 1200 manns hafa farist í verstu flóðum sem orðið hafa í Pakistan. Milljónir manna misstu heimili sín og óttast er að farsóttir muni breiðast út meðal heimilislausra. Þá gætu þúsundir til viðbótar látist. NOWSHERA-HÉRAÐ Auk þess sem mikill fjöldi fólks hefur misst heimili sín hafa milljónir þurft að flýja þau. Fjöldi fólks gekk með eigur sínar í flóðvatninu og í bráðabirgðabúðir í Mohib Bhanda um helgina. NORDICPHOTOS/AFP LONDON Rannsókn á sautján krabbameinssjúklingum í Lond- on leiddi í ljós að herpesvírusinn vinnur á krabbameini, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Æxli var fjarlægt úr öllum sjúklingunum og þeir settir í lyfjameðferð ásamt því að vera sýktir með herpesvírus. Í ljós kom að um 93 prósent sjúklinganna sýndu engin merki um krabba- mein í blóðrannsóknum sem gerð- ar voru eftir meðferðina. Rúmum tveimur árum síðar voru 82 prósent þeirra enn við fulla heilsu. Vírusinn, ásamt lyfjameðferð, ræðst á krabbameinsfrumurnar og eyðir þeim innanfrá. Með því eflir hann einnig ónæmiskerfi sjúklinganna töluvert. Vírusnum hefur verið erfðafræðilega breytt þannig að hann étur upp krabba- meinsfrumurnar en hefur engin áhrif á heilbrigðar frumur. Yfirmaður rannsóknarinnar, Dr. Kevin Harrington, segir að meðferðirnar skila tilætluðum árangri ef krabbameinið uppgötv- ast snemma. Í undirbúningi eru fleiri rannsóknir á þessu sviði og mun þær hefjast seinnipart þessa árs. - sv Bresk rannsókn sýnir að herpessýking eykur líkur á bata krabbameinssjúklinga: Eyðir krabbameinsfrumum HERPES VÍRUS Erfðabreyttur herpesvírus hjálpar til við baráttu gegn krabbameini í 93 prósent tilvika. MYND/GETTY Telur þú aðgang að hreinu vatni teljast til mannréttinda? Já 92,0% Nei 8,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú farið á útihátíð? Segðu þína skoðun á vísir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.